Drottningarbrautarstígur - deiliskipulag

Málsnúmer 2016100071

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 246. fundur - 09.11.2016

Erindi dagsett 11. október 2016 þar sem Arnar Birgir Ólafsson fyrir hönd Teiknistofu Norðurlands, kt. 410915-0220, leggur fram áætlun um deiliskipulagsvinnu fjörustígsins meðfram Drottningarbraut.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsstjóra að ræða við umsækjanda.

Skipulagsnefnd - 249. fundur - 14.12.2016

Skipulagsstjóri óskar eftir að tekið verði til umræðu hvort gera þurfi deiliskipulag fyrir Drottningarbrautarstíginn. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 9. nóvember 2016. Lagt var fram minnisblað skipulagsstjóra og niðurstaða samráðsfundar skipulags- og framkvæmdadeildar, dagsett 16.11.2016. Jónas Valdimarsson framkvæmdadeild gerði grein fyrir hönnun stígsins og framkvæmdum við hann.
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á að uppfæra deiliskipulag stígsins að svo stöddu þar sem hönnun stígsins liggur fyrir og nægir fyrir framkvæmdir. Skipulagsnefnd beinir því til skipulagsdeildar og framkvæmdadeildar að hönnunargögn verði ávallt vistuð og aðgengileg.