Hafnarstræti 69, tenging við Hótel Akureyri - fyrirspurn

Málsnúmer 2016020105

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 236. fundur - 22.06.2016

Fyrirspurn dagsett 4. febrúar 2016 frá Haraldi Árnasyni um möguleika á að byggja hótel á lóðinni, sem mundi tengjast Hótel Akureyri á næstu lóð, Hafnarstræti 67.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á grundvelli að tillögu um lægri bygginguna. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 241. fundur - 14.09.2016

Fyrirspurn dagsett 4. febrúar 2016 frá Haraldi Árnasyni um möguleika á að byggja hótel á lóðinni, sem mundi tengjast Hótel Akureyri á næstu lóð, Hafnarstræti 67. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjenda á fundi 22. júní 2016, að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 14. september 2016 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.

Skipulagsnefnd - 242. fundur - 28.09.2016

Fyrirspurn dagsett 4. febrúar 2016 frá Haraldi Árnasyni um möguleika á að byggja hótel á lóðinni, sem mundi tengjast Hótel Akureyri á næstu lóð, Hafnarstræti 67. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjenda á fundi 22. júní 2016, að leggja fram breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu þann 14. septemer 2016.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.


Skipulagsnefnd - 249. fundur - 14.12.2016

Fyrirspurn dagsett 4. febrúar 2016 frá Haraldi Árnasyni um möguleika á að byggja hótel á lóðinni, sem mundi tengjast Hótel Akureyri á næstu lóð, Hafnarstræti 67. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda á fundi 22. júní 2016, að leggja fram breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 14. septemer 2016 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu þann 14. september og 28. september 2016.
Skipulagsnefnd beinir því til umsækjanda að grynna byggingarreit frá Hafnarstræti inn á lóðina og gæta samræmis í hæð og þakformi við aðliggjandi byggð.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 260. fundur - 12.04.2017

Erindi dagsett 5. apríl 2017 þar sem Jón Hrafn Hlöðversson f.h. Hótels Akureyrar, kt. 640912-0220, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 67-69. Fallið er frá fyrri hugmyndum sem skipulagsnefnd heimilaði að auglýsa í samræmi við skipulagslög þann 12. desember 2016. Drög að nýrri deiliskipulagsbreytingu fylgir sem er dagsett 12. apríl 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. Byggingarreitur er stækkaður, vegghæð og mænishæð hækkuð og hluti byggingar til vesturs verði með flötu þaki.
Skipulagsráð frestar erindinu.

Skipulagsráð - 262. fundur - 10.05.2017

Erindi dagsett 5. apríl 2017 þar sem Jón Hrafn Hlöðversson f.h. Hótels Akureyrar, kt. 640912-0220, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 67-69. Fallið er frá fyrri hugmyndum sem skipulagsnefnd heimilaði að auglýsa í samræmi við skipulagslög þann 12. desember 2016. Drög að nýrri deiliskipulagsbreytingu fylgir sem er dagsett 12. apríl 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. Byggingarreitur er stækkaður, vegghæð og mænishæð hækkuð og hluti byggingar til vesturs verði með flötu þaki.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 12. apríl 2017.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ólína Freysteinsdóttir S-lista óskar bókað að hún ítreki vaxandi þörf á bílastæðum í miðbænum og þarf Akureyrarbær að leysa bílastæðamál miðbæjar.

Bæjarstjórn - 3415. fundur - 16.05.2017

6. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 10. maí 2017:

Erindi dagsett 5. apríl 2017 þar sem Jón Hrafn Hlöðversson f.h. Hótels Akureyrar, kt. 640912-0220, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 67-69. Fallið er frá fyrri hugmyndum sem skipulagsnefnd heimilaði að auglýsa í samræmi við skipulagslög þann 12. desember 2016. Drög að nýrri deiliskipulagsbreytingu fylgir sem er dagsett 12. apríl 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. Byggingarreitur er stækkaður, vegghæð og mænishæð hækkuð og hluti byggingar til vesturs verði með flötu þaki.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 12. apríl 2017.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ólína Freysteinsdóttir S-lista óskar bókað að hún ítreki vaxandi þörf á bílastæðum í miðbænum og þarf Akureyrarbær að leysa bílastæðamál miðbæjar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsráð - 269. fundur - 12.07.2017

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu þar sem Jón Hrafn Hlöðversson f.h. Hótels Akureyrar, kt. 640912-0220, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 67-69. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu er dagsett 12. apríl 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. Byggingarreitur er stækkaður, vegghæð og mænishæð hækkuð og hluti byggingar til vesturs verði með flötu þaki.

Tillagan var auglýst frá 24. maí með athugasemdarfresti til 5. júlí 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs.

Engar athugasemdir bárust.

Tvær umsagnir bárust.

1) Minjastofnun Íslands, dagsett 9. júní 2017.

Minjastofnun gerir ekki athugasemd við breytinguna. Æskilegt er að byggingar hverskonar á þessum slóðum samræmist götumynd m.t.t. hlutfalla og útlits. Minnt er á að hafin er vinna við að gera þetta svæði að verndarsvæði í byggð. Jafnframt skal viðhafa aðgát ef fornminja verður vart.

2) Hverfisnefnd Brekku og Innbæjar 4. júlí 2017

a) Gæta þarf þess að nýbyggingin (69) verði ekki hærri en hin glæsilega bygging Hótel Norðurland. Þá ætti ný bygging að standa örlítið aftar en gamla húsið þar sem svo stór bygging myndi skyggja á eldri bygginguna.

b) Til samræmis við húsin í kring væri eðlilegt að gera ráð fyrir III 1/2 hæð frekar en IV hæðum.

c) Bent er á að ef bílastæði verða utan lóðar þarf Akureyrarbær að fjölga stæðum í bæjarlandinu á svæðinu.

d) Setja þyrfti ákvæði um mögulega aðkomu fólksflutningabíla á deiliskipulagið af svæðinu í heild.

e) Ekki er á hvers manns færi að gera sér grein fyrir hvað "svokallað flutningshús" er. Þetta þyrfti að skýra betur út og koma fram í grenndarkynningum.
Skipulagsráð frestar erindinu og felur skipulagssviði að gera tillögu að svörum við umsögnum og athugasemdum.

Skipulagsráð - 270. fundur - 16.08.2017

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu þar sem Jón Hrafn Hlöðversson fyrir hönd Hótels Akureyrar, kt. 640912-0220, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 67-69. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu er dagsett 12. apríl 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. Byggingarreitur er stækkaður, vegghæð og mænishæð hækkuð og hluti byggingar til vesturs verði með flötu þaki.

Tillagan var auglýst frá 24. maí með athugasemdafresti til 5. júlí 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs.Engar athugasemdir bárust.Tvær umsagnir bárust.

1) Minjastofnun Íslands, dagsett 9. júní 2017.

Minjastofnun gerir ekki athugasemd við breytinguna. Æskilegt er að byggingar hverskonar á þessum slóðum samræmist götumynd m.t.t. hlutfalla og útlits. Minnt er á að hafin er vinna við að gera þetta svæði að verndarsvæði í byggð. Jafnframt skal viðhafa aðgát ef fornminja verður vart.2) Hverfisnefnd Brekku og Innbæjar 4. júlí 2017

a) Gæta þarf þess að nýbyggingin (69) verði ekki hærri en hin glæsilega bygging Hótel Norðurlands. Þá ætti ný bygging að standa örlítið aftar en gamla húsið þar sem svo stór bygging myndi skyggja á eldri bygginguna.

b) Til samræmis við húsin í kring væri eðlilegt að gera ráð fyrir 3 og 1/2 hæð frekar en 4 hæðum.

c) Bent er á að ef bílastæði verða utan lóðar þarf Akureyrarbær að fjölga stæðum í bæjarlandinu á svæðinu.

d) Setja þyrfti ákvæði um mögulega aðkomu fólksflutningabíla í deiliskipulagið af svæðinu í heild.

e) Ekki er á hvers manns færi að gera sér grein fyrir hvað "svokallað flutningshús" er. Þetta þyrfti að skýra betur út og koma fram í grenndarkynningum.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 12. júlí 2017.
Svör við umsögnum:

1) Minjastofnun Íslands, dagsett 9. júní 2017.

Gefur ekki tilefni til svars.2) Hverfisnefnd Brekku og Innbæjar 4. júlí 2017

a) Hér mun vera átt við Hótel Akureyri en ekki Hótel Norðurland, þ.e. Hafnarstræti 67. Þar sem Hafnarstræti 67 stendur mun hærra í götu en Hafnarstræti 69, og vegghæð götuhliðar og mænishæð miðast við gólfkóta jarðhæðar/götuhæð, mun hæðarmunur Hafnarstrætis 67 og 69 í raun verða minni en tölurnar í töflunni hér að neðan sýna. Mænishæðin er þó meiri en eldri húsa norðar í götunni, en mun minni en gildandi deiliskipulag leyfir fyrir næsta hús norðan við, Hafnarstræti 71. Ekki er tekið undir að nýbyggingin ætti að standa aftar í götumyndinni, þar sem það skerðir götumyndina/húsalínuna í heild sinni.

Hús nr.
- Vegghæð langhliða - Mænishæð

H67 - 7,50 - 12,20

H69 - gildandi 8,70 - 12,50

H69 - tillaga 9,75 - 14,35

H71 - 8,20 - 10,20 kvistur

H71 - leyfil. skv. gildandi deilisk. 10,20 - 14,80

H73 - u.þ.b. 8,40 - 10,8

H75 - leyfil. skv. gildandi deilisk. 8,70 - 14,80

H77 - 8,30 - 11,45 turn

b) Taka má undir þá athugasemd að nokkru leyti, en 4. hæðin verður ekki fullnýtt, og hluti hennar er falinn bak við mæni hússins og sést ekki frá götunni.

c) Ábendingunni er vísað til uppfærslu deiliskipulags miðbæjar.

d) Ábendingunni er vísað til uppfærslu deiliskipulags miðbæjar.

e) Textinn er tekinn úr gildandi deiliskipulagi og ekki gerð breyting varðandi Hafnarstræti 75. Flutningshús er gamalt hús sem flutt er á nýjan stað.Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Bæjarráð - 3565. fundur - 24.08.2017

3. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 16. ágúst 2017:

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu þar sem Jón Hrafn Hlöðversson fyrir hönd Hótels Akureyrar, kt. 640912-0220, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 67-69. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu er dagsett 12. apríl 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. Byggingarreitur er stækkaður, vegghæð og mænishæð hækkuð og hluti byggingar til vesturs verði með flötu þaki.

Tillagan var auglýst frá 24. maí með athugasemdafresti til 5. júlí 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs.


Engar athugasemdir bárust.


Tvær umsagnir bárust.

1) Minjastofnun Íslands, dagsett 9. júní 2017.

Minjastofnun gerir ekki athugasemd við breytinguna. Æskilegt er að byggingar hverskonar á þessum slóðum samræmist götumynd m.t.t. hlutfalla og útlits. Minnt er á að hafin er vinna við að gera þetta svæði að verndarsvæði í byggð. Jafnframt skal viðhafa aðgát ef fornminja verður vart.


2) Hverfisnefnd Brekku og Innbæjar 4. júlí 2017

a) Gæta þarf þess að nýbyggingin (69) verði ekki hærri en hin glæsilega bygging Hótel Norðurlands. Þá ætti ný bygging að standa örlítið aftar en gamla húsið þar sem svo stór bygging myndi skyggja á eldri bygginguna.

b) Til samræmis við húsin í kring væri eðlilegt að gera ráð fyrir 3 og 1/2 hæð frekar en 4 hæðum.

c) Bent er á að ef bílastæði verða utan lóðar þarf Akureyrarbær að fjölga stæðum í bæjarlandinu á svæðinu.

d) Setja þyrfti ákvæði um mögulega aðkomu fólksflutningabíla í deiliskipulagið af svæðinu í heild.

e) Ekki er á hvers manns færi að gera sér grein fyrir hvað "svokallað flutningshús" er. Þetta þyrfti að skýra betur út og koma fram í grenndarkynningum.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 12. júlí 2017.

Svör við umsögnum:

1) Minjastofnun Íslands, dagsett 9. júní 2017.

Gefur ekki tilefni til svars.


2) Hverfisnefnd Brekku og Innbæjar 4. júlí 2017

a) Hér mun vera átt við Hótel Akureyri en ekki Hótel Norðurland, þ.e. Hafnarstræti 67. Þar sem Hafnarstræti 67 stendur mun hærra í götu en Hafnarstræti 69, og vegghæð götuhliðar og mænishæð miðast við gólfkóta jarðhæðar/götuhæð, mun hæðarmunur Hafnarstrætis 67 og 69 í raun verða minni en tölurnar í töflunni hér að neðan sýna. Mænishæðin er þó meiri en eldri húsa norðar í götunni, en mun minni en gildandi deiliskipulag leyfir fyrir næsta hús norðan við, Hafnarstræti 71. Ekki er tekið undir að nýbyggingin ætti að standa aftar í götumyndinni, þar sem það skerðir götumyndina/húsalínuna í heild sinni.

Hús nr.
- Vegghæð langhliða - Mænishæð

H67 - 7,50 - 12,20

H69 - gildandi 8,70 - 12,50

H69 - tillaga 9,75 - 14,35

H71 - 8,20 - 10,20 kvistur

H71 - leyfil. skv. gildandi deilisk. 10,20 - 14,80

H73 - u.þ.b. 8,40 - 10,8

H75 - leyfil. skv. gildandi deilisk. 8,70 - 14,80

H77 - 8,30 - 11,45 turn

b) Taka má undir þá athugasemd að nokkru leyti, en 4. hæðin verður ekki fullnýtt, og hluti hennar er falinn bak við mæni hússins og sést ekki frá götunni.

c) Ábendingunni er vísað til uppfærslu deiliskipulags miðbæjar.

d) Ábendingunni er vísað til uppfærslu deiliskipulags miðbæjar.

e) Textinn er tekinn úr gildandi deiliskipulagi og ekki gerð breyting varðandi Hafnarstræti 75. Flutningshús er gamalt hús sem flutt er á nýjan stað.


Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 6. júní 2017.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs.