Heiðartún 2-12 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016100146

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 246. fundur - 09.11.2016

Erindi dagsett 2. nóvember 2016 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd T21 ehf., kt. 430615-1060, sækir um deiliskipulagsbreytingu fyrir Heiðartún 2-12. Skipulagsnefnd heimilaði breytingu á deiliskipulagi á fundi 28. september á grunndvelli erindis frá 1. september, en í nýju erindi er sótt um umfangsmeiri breytingar heldur en sótt var um 1. september 2016.
Skipulagsnefnd synjar erindinu. Ekki verður fallist á fækkun bílastæða eða niðurfellingu bílgeymslna, þar sem það rýrir gæði íbúðanna og hverfisins frá því sem lagt er upp með í skilmálum skipulagsins.

Skipulagsnefnd - 247. fundur - 30.11.2016

Erindi dagsett 22. nóvember 2016 þar sem Björn Ómar Sigurðarson f.h. T21 ehf, kt. 430615-1060, óskar eftir deiliskipulagsbreytingu fyrir Heiðartún 2-12. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 28. september 2016 á grundvelli erindis frá 1. september, en í nýju erindi er sótt um aðrar breytingar en sótt var um 1. september 2016. Meðfylgjandi er teikning.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við umbeðnar breytingar. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 249. fundur - 14.12.2016

Erindi dagsett 22. nóvember 2016 þar sem Björn Ómar Sigurðarson f.h. T21 ehf, kt. 430615-1060, óskar eftir deiliskipulagsbreytingu fyrir Heiðartún 2-12. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 28. september 2016 á grundvelli erindis frá 1. september, en í nýju erindi er sótt um aðrar breytingar en sótt var um 1. september 2016. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 30. nóvember 2016. Tillagan er unnin af Steinmari H. Rögnvaldssyni, dagsett 14. desember 2016.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsnefnd að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 252. fundur - 25.01.2017

Erindi dagsett 1. september 2016 þar sem Björn Ómar Sigurðarson f.h. T21 ehf., kt. 430615-1060, óskar eftir deiliskipulagsbreytingu fyrir Heiðartún 2-12. Byggja 15 íbúða fjölbýlishús með bílageymslum fyrir 6 íbúðir. Bílastæðakröfur verði í samræmi við gildandi deiliskipulag. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að gera tillögu að deiliskipulagsbreytingu á fundi sínum 14. desember 2016. Erindið var grenndarkynnt 22. desember 2016 með athugasemdafresti til 17. janúar 2017.

Engin athugasemd barst.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Bæjarstjórn - 3408. fundur - 07.02.2017

3. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 25. janúar 2017:

Erindi dagsett 1. september 2016 þar sem Björn Ómar Sigurðarson f.h. T21 ehf., kt. 430615-1060, óskar eftir deiliskipulagsbreytingu fyrir Heiðartún 2-12. Byggja 15 íbúða fjölbýlishús með bílageymslum fyrir 6 íbúðir. Bílastæðakröfur verði í samræmi við gildandi deiliskipulag. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að gera tillögu að deiliskipulagsbreytingu á fundi sínum 14. desember 2016. Erindið var grenndarkynnt 22. desember 2016 með athugasemdafresti til 17. janúar 2017.

Engin athugasemd barst.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.