Rangárvellir, Hólsvirkjun, Fnjóskadal - lagnaleiðir - 33 kV háspennustrengslögn

Málsnúmer 2016070095

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 239. fundur - 10.08.2016

Rarik ohf sendi til umsagnar hugmyndir að lagnaleiðum gegnum Akureyri vegna tengingar Hólsvirkjunar í Fnjóskadal.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir umsögn framkvæmdadeildar og umhverfisnefndar.

Umhverfisnefnd - 117. fundur - 23.08.2016

Tekið fyrir erindi frá skipulagsnefnd dagsett 10. ágúst 2016 þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á hugmyndum Rarik ohf um lagnaleiðir gegnum Akureyri vegna tengingar Hólsvirkjunar í Fnjóskadal.
Umhverfisnefnd mælir með því að A lagnaleiðin verði valin.

Skipulagsnefnd - 242. fundur - 28.09.2016

Rarik ohf sendir til umsagnar hugmyndir að lagnaleiðum gegnum Akureyri vegna tengingar Hólsvirkjunar í Fnjóskadal. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 10. ágúst 2016 og óskaði eftir umsögnum frá framkvæmdadeild og umhverfisnefnd.

1) Umhverfisnefnd tók erindið fyrir á fundi 23. ágúst 2016 og mælir með því að A lagnaleiðin verði valin.

2) Framkvæmdadeild sendi svar 22. september 2016 og tekur undir álit umhverfisnefndar og mælir með lagnaleið A. Væntanlega er það minnsta raskið og hagkvæmast fyrir framkvæmdaraðilann.
Skipulagsnefnd samþykkir að lagnaleið A verði valin.

Skipulagsnefnd - 249. fundur - 14.12.2016

Rarik ohf., kt. 520269-2669, sendir nánari útfærslu lagnaleiðar samkvæmt þeirri lagnaleið sem umhverfisnefnd og skipulagsnefnd hafa áður samþykkt.
Lagt fram.

Skipulagsráð - 313. fundur - 10.04.2019

Lögð fram umsókn Helga Más Pálssonar, f.h. Rarik ohf., kt. 520269-2669, um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu á 33 kV háspennustreng frá hringvegi, meðfram Miðhúsabraut og upp að Rangárvöllum. Er um að ræða minni háttar breytingu á legu strengsins frá þeirri leið sem kynnt var á fundi skipulagsnefndar 28. september 2016.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis. Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

- Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

- Hafa þarf samráð við umhverfis- og mannvirkjasvið varðandi útfærslu á þverunum gatna og frágang raskaðra svæða.

- Leyfi vegagagerðarinnar vegna framkvæmda við vegi í hennar umsjá þarf að liggja fyrir áður en framkvæmdir hefjast.

- Umsækjandi skal kynna sérstaklega, með áberandi hætti, lokanir sem verða á núverandi göngustíg áður en framkvæmdir hefjast. Skipulagsráð leggur áherslu á að lokun á göngustígnum standist tímarammann sem fram kemur í umsókn.