Krókeyri - umsókn um skipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016110161

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 247. fundur - 30.11.2016

Erindi dagsett 25. nóvember 2016 þar sem Haraldur Jósefsson f.h. Norðurorku hf, kt. 550978-0169, óskar eftir að gerð verði lóð fyrir dælustöð fráveitu við Krókeyri.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu.

Skipulagsnefnd - 249. fundur - 14.12.2016

Erindi dagsett 25. nóvember 2016 þar sem Haraldur Jósefsson f.h. Norðurorku hf, kt. 550978-0169, óskar eftir að gerð verði lóð fyrir dælustöð fráveitu við Krókeyri. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 30. nóvember 2016.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 254. fundur - 08.02.2017

Erindi dagsett 25. nóvember 2016 þar sem Haraldur Jósefsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, óskar eftir að gerð verði lóð fyrir dælustöð við Krókeyri. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 14. desember 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan er dagsett 23. janúar 2017 og unnin af Lilju Filippusdóttur hjá Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssonar og félaga.
Einungis er um að ræða minniháttar skipulagsbreytingu þar sem gerð er lóð fyrir dælustöð sem verður neðanjarðar. Breytingin varðar einungis Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

Edward Hákon Huijbens V-lista tók ekki þátt í umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn - 3409. fundur - 21.02.2017

14. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 8. febrúar 2017:

Erindi dagsett 25. nóvember 2016 þar sem Haraldur Jósefsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, óskar eftir að gerð verði lóð fyrir dælustöð við Krókeyri. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 14. desember 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan er dagsett 23. janúar 2017 og unnin af Lilju Filippusdóttur hjá Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssonar og félaga.

Einungis er um að ræða minniháttar skipulagsbreytingu þar sem gerð er lóð fyrir dælustöð sem verður neðanjarðar. Breytingin varðar einungis Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

Edward Hákon Huijbens V-lista tók ekki þátt í umræðu og afgreiðslu málsins.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.