Verklagsreglur vegna stöðuleyfis gáma

Málsnúmer 2015080104

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 210. fundur - 26.08.2015

Umræða um stöðuleyfi fyrir gáma á Akureyri.
Skipulagsnefnd samþykkir að gerðar verði verklagsreglur fyrir veitingu stöðuleyfa fyrir gáma á lóðum og felur Edward Hákon Huijbens og Jóni Þorvaldi Heiðarssyni ásamt skipulagsstjóra að gera tillögu að verklagsreglunum og leggja fyrir nefndina.

Skipulagsnefnd - 236. fundur - 22.06.2016

Skipulagsnefnd samþykkti 26. ágúst 2015 að gerðar yrðu verklagsreglur um leyfisveitingar fyrir gáma. Lögð voru fram drög að verklagsreglum.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.

Skipulagsnefnd - 244. fundur - 12.10.2016

Skipulagsnefnd samþykkti 26. ágúst 2015 að gerðar yrðu verklagsreglur um leyfisveitingar fyrir gáma. Lögð voru fram drög að verklagsreglum. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní 2016. Drög að verklagsreglum voru lagðar fram til kynningar.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.

Skipulagsnefnd - 247. fundur - 30.11.2016

Skipulagsnefnd samþykkti 26. ágúst 2015 að gerðar yrðu verklagsreglur um leyfisveitingar fyrir gáma. Lögð voru fram drög að verklagsreglum. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní og 12. október 2016.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu.

Skipulagsnefnd - 249. fundur - 14.12.2016

Skipulagsnefnd samþykkti 26. ágúst 2015 að gerðar yrðu verklagsreglur um leyfisveitingar fyrir gáma. Lögð voru fram drög að verklagsreglum. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní, 12. október og 30. nóvember 2016.
Umræður. Afgreiðslu frestað.

Skipulagsráð - 259. fundur - 29.03.2017

Skipulagsnefnd samþykkti 26. ágúst 2015 að gerðar yrðu verklagsreglur um leyfisveitingar fyrir gáma. Lögð voru fram drög að verklagsreglum. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní, 12. október, 30. nóvember og 14. desember 2016. Lögð eru fram drög að verklagsreglum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að verklagsreglurnar verði samþykktar.

Bæjarstjórn - 3412. fundur - 04.04.2017

21. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 29. mars 2017:

Skipulagsnefnd samþykkti 26. ágúst 2015 að gerðar yrðu verklagsreglur um leyfisveitingar fyrir gáma. Lögð voru fram drög að verklagsreglum. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní, 12. október, 30. nóvember og 14. desember 2016. Lögð eru fram drög að verklagsreglum.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að verklagsreglurnar verði samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa vinnureglunum aftur til skipulagsráðs til umfjöllunar.

Skipulagsráð - 262. fundur - 10.05.2017

Skipulagsnefnd samþykkti 26. ágúst 2015 að gerðar yrðu verklagsreglur um leyfisveitingar fyrir gáma. Lögð voru fram drög að verklagsreglum. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní, 12. október, 30. nóvember og 14. desember 2016. Skipulagsráð lagði til við bæjarstjórn þann 29. mars 2017 að nýjar verklagsreglur yrðu samþykktar. Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til skipulagsráðs.

Endurskoðaðar verklagsreglur eru nú lagðar fyrir skipulagsráð.
Tekið hefur verið tillit til ábendinga bæjarstjórnar. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að verklagsreglurnar verði samþykktar.

Bæjarstjórn - 3415. fundur - 16.05.2017

17. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 10. maí 2017:

Skipulagsnefnd samþykkti 26. ágúst 2015 að gerðar yrðu verklagsreglur um leyfisveitingar fyrir gáma. Lögð voru fram drög að verklagsreglum. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní, 12. október, 30. nóvember og 14. desember 2016. Skipulagsráð lagði til við bæjarstjórn þann 29. mars 2017 að nýjar verklagsreglur yrðu samþykktar. Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til skipulagsráðs.

Endurskoðaðar verklagsreglur eru nú lagðar fyrir skipulagsráð.

Tekið hefur verið tillit til ábendinga bæjarstjórnar. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að verklagsreglurnar verði samþykktar.
Gunnar Gíslason D-lista lagði fram tillögu um að verklagsreglunum yrði vísað aftur til skipulagsráðs.

Tillagan var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


Skipulagsráð - 273. fundur - 13.09.2017

Skipulagsnefnd samþykkti 26. ágúst 2015 að gerðar yrðu verklagsreglur um leyfisveitingar fyrir gáma. Lögð voru fram drög að verklagsreglum. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní, 12. október, 30. nóvember og 14. desember 2016. Skipulagsráð lagði til við bæjarstjórn þann 29. mars 2017 að nýjar verklagsreglur yrðu samþykktar. Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til skipulagsráðs sem tók málið fyrir 10. maí og vísaði til bæjarstjórnar. Bæjarstjórn vísaði málinu aftur í skipulagsráð á fundi 16. maí 2017.

Lögð fram endurskoðuð tillaga að verklagsreglum.
Tekið hefur verið tillit til ábendinga bæjarstjórnar. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að verklagsreglurnar þannig breyttar verði samþykktar.

Skipulagsráð - 316. fundur - 29.05.2019

Lögð fram til kynningar tillaga að verklagsreglum um leyfisveitingar fyrir gáma sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs 13. september 2017. Verklagsreglurnar hafa þó ekki tekið gildi þar sem þær hafa ekki verið samþykktar í bæjarstjórn.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að vinna málið í samráði við formann ráðsins.