Austurvegur 45 - lóðarleigusamningur

Málsnúmer 2016020219

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 225. fundur - 23.03.2016

Erindi dagsett 18. febrúar 2016 þar sem Haraldur Hrafnsson óskar eftir lóðarstækkun á lóð eignar með fastanúmer 222-4565 í Hrísey. Meðfylgjandi er teikning.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu að svo stöddu en bendir á að stefnt er á að hefja vinnslu deiliskipulags á svæðinu í framhaldi af gerð aðalskipulags.

Skipulagsnefnd - 241. fundur - 14.09.2016

Erindi dagsett 11. ágúst 2016 þar sem Haraldur Hrafnsson og Sólveig Einarsdóttir óska eftir lóðarstækkun fyrir eign, fastanúmer: 222-4565 í Hrísey. Meðfylgjandi er teikning. Skipulagsnefnd hafnaði samskonar umsókn á fundi sínum 23. mars 2016.
Skipulagsnefnd vísar í fyrri bókun sína frá 23. mars 2016 og hafnar erindinu.

Skipulagsnefnd - 247. fundur - 30.11.2016

Erindi dagsett 1. október 2016, móttekið 14. nóvember 2016, þar sem Haraldur Hrafnsson óskar eftir því að lóðaleigusamningur verði gerður fyrir eign, fastanúmer: 222-4565 í Hrísey. Meðfylgjandi er teikning.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu.

Skipulagsnefnd - 249. fundur - 14.12.2016

Erindi dagsett 1. október 2016, móttekið 14. nóvember 2016, þar sem Haraldur Hrafnsson óskar eftir því að lóðarleigusamningur verði gerður fyrir eign, fastanúmer: 222-4565 í Hrísey. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 30. nóvember 2016.
Skipulagsnefnd bendir á að í gildi er lóðarsamningur fyrir lóð undir húsinu en vísar að öðru leiti í fyrri bókanir sínar frá 23. mars og 14. september 2016 og hafnar því erindinu að svo stöddu.

Skipulagsráð - 297. fundur - 15.08.2018

Erindi dagsett 2. ágúst 2018 þar sem Haraldur Hrafnsson og Sólveig Einarsdóttir sækja um að gerður verður nýr lóðarleigusamningur fyrir lóðina Austurvegur lóð, lnr. 175494, í Hrísey. Á lóðinni er skúr/hlaða sem er 16,3 m² og er núverandi lóð 20 m² að stærð. Er óskað eftir stækkun lóðarinnar.
Skipulagsráð hafnar því að gerður verður nýr lóðarleigusamningur sem felur í sér stækkun núverandi lóðar. Að mati ráðsins er ekkert því til fyrirstöðu að lóðarhafar endurgeri hlöðuna byggt á þeim samningi sem nú er í gildi.