Hamragerði 17 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2016100151

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 245. fundur - 26.10.2016

Erindi dagsett 21. október 2016 þar sem Aðalsteinn Ólafsson sækir um stækkun á lóð nr. 17 við Hamragerði. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið samkvæmt 1. málsgrein 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Tryggvi Gunnarsson S-lista greiddi atkvæði á móti.

Skipulagsnefnd - 249. fundur - 14.12.2016

Erindi dagsett 21. október 2016 þar sem Aðalsteinn Ólafsson sækir um stækkun á lóð nr. 17 við Hamragerði. Skipulagsnefnd heimilaði að erindið yrði grenndarkynnt á fundi 26. október 2016. Erindið var grenndarkynnt frá 28. október með athugasemdafresti til 28. nóvember 2016.

Ein athugasemd barst:

1) Jón Geir Ágústsson og Heiða Þórðardóttir, dagsett 28. nóvember 2016.

Ekki kemur fram hver fyrirhuguð nýting lóðarstækkuninnar er.
Meirihluti skipulagsnefndar samþykkir að veita tímabundinn afnotarétt af umbeðnu svæði vestan lóðarinnar Hamragerðis 17 til 5 ára sem framlengist um eitt ár í senn með 6 mánaða uppsagnarfresti. Afnotarétturinn er veittur með því skilyrði að þar verði ekki reist mannvirki eða þar lagt og geymd farartæki. Lóðarskrárritara er falið að gefa út lóðarsamning með ofangreindum skilyrðum.