Mannréttindastefna 2019 - 2023

Málsnúmer 2019030417

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 54. fundur - 11.04.2019

Lagt fram minnisblað vegna vinnu við endurskoðun á Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir verkefnastjóri samfélagssvið sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að ný jafnréttisstefna taki mið af útvíkkun jafnréttishugtaksins og verði þannig heildstæð mannréttindastefna/jafnréttisstefna og felur starfsmönnum að vinna áfram með endurnýjun stefnunnar.

Frístundaráð - 69. fundur - 18.12.2019

Mannréttindastefna Akureyrarbæjar lögð fram til umræðu.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir umsögnum ráða og stjórna Akureyrarbæjar.

Ungmennaráð - 2. fundur - 07.01.2020

Erindi dagsett frá 19. desember 2019 frá Kristni Jakobi Reimarsyni, sviðsstjóra samfélagssviðs þar sem frístundaráð óskar eftir umsögn um drög að mannréttindastefnu Akureyrarbæjar. Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Ungmennaráð telur að auka þurfi jafnréttisfræðslu innan skólanna og bendir á mikilvægi þess að ungmenni séu virkir þátttakendur í slíkri fræðslu. Þá leggur ungmennaráð til að samhliða jafnréttisfræðslu taki ungmenni þátt í skapandi verkefnum og umræðum um viðfangsefnið. Þá barst ábending um að gæta þurfi að jákvæðri mismunun þegar unnið er að mannréttindastefnu fyrir sveitarfélagið.

Velferðarráð - 1314. fundur - 08.01.2020

Drög að mannréttindastefnu Akureyrarbæjar lögð fram til umsagnar.
Velferðarráð lýsir yfir ánægju með mannréttindastefnuna og leggur áherslu á að aðgerðaáætluninni sé fylgt eftir.

Stjórn Akureyrarstofu - 292. fundur - 09.01.2020

Frístundaráð óskar eftir umsögn stjórnar Akureyrarstofu á mannréttindastefnu Akureyrarbæjar 2019 - 2023.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar metnaðarfullri mannréttindastefnu og felur sviðsstjóra að koma á framfæri þeim athugsemdum sem komu fram á fundinum.

Bæjarráð - 3667. fundur - 16.01.2020

Drög að mannréttindastefnu Akureyrarbæjar lögð fram til umsagnar að ósk frístundaráðs.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að koma athugasemdum bæjarráðs á framfæri við sviðsstjóra samfélagssviðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 71. fundur - 17.01.2020

Lögð fram til kynningar drög að mannréttindastefnu Akureyrarbæjar.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.

Fræðsluráð - 24. fundur - 20.01.2020

Mannréttindastefna Akureyrarbæjar lögð fram til umsagnar.
Athugasemdir sem bárust verða sendar til sviðsstjóra samfélagssviðs.

Frístundaráð - 72. fundur - 19.02.2020

Mannréttindastefna Akureyrarbæjar lögð fram til samþykktar.
Frístundaráð samþykkir framlagða mannréttindastefnu og vísar henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.

Bæjarráð - 3673. fundur - 27.02.2020

Liður 6 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 19. febrúar 2020:

Mannréttindastefna Akureyrarbæjar lögð fram til samþykktar.

Frístundaráð samþykkir framlagða mannréttindastefnu og vísar henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.
Afgreiðslu frestað.

Bæjarráð - 3674. fundur - 05.03.2020

Liður 6 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 19. febrúar 2020:

Mannréttindastefna Akureyrarbæjar lögð fram til samþykktar.

Frístundaráð samþykkir framlagða mannréttindastefnu og vísar henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.

Málið var á dagskrá bæjarráðs 27. febrúar sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs, Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Öldungaráð - 6. fundur - 09.03.2020

Mannréttindastefna Akureyrarbæjar lögð fram til umsagnar.
Öldungaráð gerir ekki athugasemdir við stefnuna.

Bæjarráð - 3675. fundur - 12.03.2020

Liður 6 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 19. febrúar 2020:

Mannréttindastefna Akureyrarbæjar lögð fram til samþykktar.

Frístundaráð samþykkir framlagða mannréttindastefnu og vísar henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.

Málið var á dagskrá bæjarráðs 27. febrúar og 5. mars sl. og var afgreiðslu frestað í bæði skiptin.
Bæjarráð vísar mannréttindastefnu 2020-2023 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3470. fundur - 17.03.2020

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. mars 2020:

Liður 6 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 19. febrúar 2020:

Mannréttindastefna Akureyrarbæjar lögð fram til samþykktar.

Frístundaráð samþykkir framlagða mannréttindastefnu og vísar henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.

Málið var á dagskrá bæjarráðs 27. febrúar og 5. mars sl. og var afgreiðslu frestað í bæði skiptin.

Bæjarráð vísar mannréttindastefnu 2020-2023 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Andri Teitsson kynnti stefnuna.
Bæjarstjórn samþykkir mannréttindastefnu Akureyrarbæjar 2020-2023 með 11 samhljóða atkvæðum.

Stjórn Akureyrarstofu - 303. fundur - 03.09.2020

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifstofustjóri og jafnréttisráðgjafi kynnti nýja mannréttindastefnu Akureyrarbæjar.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Bryndísi fyrir greinargóða kynningu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 82. fundur - 04.09.2020

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir frá samfélagssviði kom og kynnti mannréttindastefnu Akureyrarbæjar 2020-2023.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna.

Fræðsluráð - 36. fundur - 07.09.2020

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir jafnréttisráðgjafi á samfélagssviði Akureyrarbæjar kom á fundinn og kynnti mannréttindastefnu bæjarins.

Skipulagsráð - 343. fundur - 09.09.2020

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir verkefnastjóri og jafnréttisráðgjafi kynnti nýja mannréttindastefnu Akureyrarbæjar.
Skipulagsráð þakkar Bryndísi Elfu fyrir kynninguna.

Velferðarráð - 1325. fundur - 16.09.2020

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifstofustjóri og jafnréttisráðgjafi kynnti mannréttindastefnu Akureyrarbæjar.
Velferðarráð þakkar Bryndísi fyrir kynningu á mannréttindastefnu Akureyrarbæjar.

Öldungaráð - 9. fundur - 16.11.2020

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir jafnréttisfulltrúi kynnti mannréttindastefnu Akureyrarbæjar.
Öldungaráð þakkar fyrir kynninguna og leggur áherslu á að það sé mikilvægur liður í mannréttindum eldri borgara að þeir séu með í stefnumótun í málum, sem þá varða og hafi val og áhrif á þá þjónustu sem þeim sé veitt.

Frístundaráð - 89. fundur - 27.01.2021

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir jafnréttisráðgjafi kynnti stöðu aðgerða mannréttindastefnunnar.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála sat fundinn undir þessum lið.