Bæjarráð

3675. fundur 12. mars 2020 kl. 08:15 - 11:07 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Aðgerðaáætlun vegna innleiðingar Barnasáttmálans

Málsnúmer 2019030411Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu innleiðingar Barnasáttmálans.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Alfa Dröfn Jóhannsdóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Mannréttindastefna 2020 - 2023

Málsnúmer 2019030417Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 19. febrúar 2020:

Mannréttindastefna Akureyrarbæjar lögð fram til samþykktar.

Frístundaráð samþykkir framlagða mannréttindastefnu og vísar henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.

Málið var á dagskrá bæjarráðs 27. febrúar og 5. mars sl. og var afgreiðslu frestað í bæði skiptin.
Bæjarráð vísar mannréttindastefnu 2020-2023 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Íþróttadeild - skipulag deildarinnar

Málsnúmer 2019060005Vakta málsnúmer

Liður 10 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 23. október 2019:

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála lagði fram til samþykktar tillögu að breytingum á skipulagi íþróttadeildar samfélagssviðs.

Meirihluti frístundaráðs samþykkir tillöguna og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista og Viðar Valdimarsson M-lista sitja hjá.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 31. október og 14. nóvember sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra samfélagssviðs að vinna málið áfram.

4.Eining-Iðja - kjarasamningur 2020-2023

Málsnúmer 2020010351Vakta málsnúmer

Kynntur nýgerður kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsgreinasamband Íslands fyrir hönd Einingar-Iðju.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

5.Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA)

Málsnúmer 2012080060Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 4. mars 2020:

Lögð fram að nýju drög að reglum um notendastýrða persónulega aðstoð eftir umsagnarferli hjá notendaráði í málaflokki fatlaðra.

Velferðarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.

Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri búsetusviðs, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.Sundlaug Akureyrar - afsláttur fyrir hópa

Málsnúmer 2020010358Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 4. mars 2020:

Lögð fram til umræðu afsláttarkjör til hópa í Sundlaug Akureyrar sem voru samþykkt á fundi íþróttaráðs 6. desember 2012.

Frístundaráð samþykkir tillögu forstöðumanns um afsláttarkjör fyrir hópa og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu hjá bæjarráði og bæjarstjórn.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu um afsláttarkjör fyrir hópa og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að fella afsláttarkjörin inn í gjaldskrá og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

7.Landsmót skáta að Hömrum 2020

Málsnúmer 2019090472Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. september 2019 frá Kristni Ólafssyni framkvæmdastjóra og Rakel Ýri Sigurðardóttur viðburðastjóra f.h. Landsmóts skáta 2020 þar sem óskað er eftir styrk til mótshaldsins. Mótið verður haldið að Hömrum 8.-14. júlí 2020. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 10. október 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

8.Lionsþing á Akureyri 2021

Málsnúmer 2020020679Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. febrúar 2020 frá Stefáni Árnasyni fyrir hönd þingnefndar Lionshreyfingarinnar á Íslandi, þar sem óskað er eftir styrk frá Akureyrarbæ til að mæta áætluðum húsnæðiskostnaði við fyrirhugað Lionsþing á Akureyri 2021.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

9.Reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns - athugasemdir

Málsnúmer 2020030200Vakta málsnúmer

Mennta- og menningarmálaráðuneyti óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns í samræmi við lög um opinber skjalasöfn. Markmið reglugerðarinnar er að setja nánari ákvæði um héraðsskjalasöfn.

Drögin að reglugerðinni má finna á slóðinni: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2621

Lögð fram drög að umsögn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við þau drög sem lögð voru fram á fundinum.

Bæjarráð leggur áherslu á að fjárhagsleg áhrif reglugerðarinnar verði metin og Þjóðskjalasafni verði gert kleift að fylgja kröfum eftir með fjárhagslegum stuðningi við héraðsskjalasöfnin þannig að sveitarfélög verði ekki ein um að bera kostnað af kröfum sem settar eru af ríkisvaldinu.

10.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2020-2024

Málsnúmer 2020020443Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Hríseyjar dagsettar 13. febrúar og 3. mars 2020.

Fundargerðirnar má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir
Bæjarráð vísar lið 6a í fundargerð frá 3. mars 2020 til umhverfis- og mannvirkjasviðs. Bæjarráð tekur undir með hverfisráði (liður 4 í fundargerð frá 3. mars 2020) og fagnar því að RARIK ætli sér að tryggja varaafl í eynni. Aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.

11.Öldungaráð - fundargerðir

Málsnúmer 2019050503Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 5. og 6. fundar öldungaráðs dagsettar 3. febrúar og 9. mars 2020.

Fundargerðir öldungaráðs eru aðgengilegar á eftirfarandi slóð: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir/oldungarad-local

Fundi slitið - kl. 11:07.