Ungmennaráð

2. fundur 07. janúar 2020 kl. 18:00 - 20:30 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Brynjólfur Skúlason
  • Gunnborg Petra Jóhannsdóttir
  • Helga Sóley G. Tulinius
  • Ísabella Sól Ingvarsdóttir
  • Páll Rúnar Bjarnason
  • Rakel Alda Steinsdóttir
  • Telma Ósk Þórhallsdóttir
  • Þura Björgvinsdóttir
Starfsmenn
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir
  • Arnar Már Bjarnason fundarritari
Fundargerð ritaði: Alfa Dröfn Jóhannsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Ungmennaráð - greiðslur til nefndarmanna

Málsnúmer 2020010228Vakta málsnúmer

Halla Margrét Tryggvadóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs fór yfir breytingar á samþykkt bæjarráðs á launakjörum nefndarmanna sem samþykkt var á fundi bæjarráðs í desember 2019.
Ungmennaráð þakkar Höllu Margréti fyrir kynninguna.

2.Barnaskýrsla UNICEF

Málsnúmer 2020010102Vakta málsnúmer

Ungmennaráð skilar sérstakri barnaskýrslu til UNICEF um þátttöku barna og ungmenna í innleiðingu Barnvæns sveitarfélags. Skil á skýrslu verða í lok janúar og þarf að ákveða með hvaða hætti skilin verða.
Ungmennaráð samþykkti einróma að skila barnaskýrslu til UNICEF á skriflegu formi og mun sú vinna hefjast í janúar.

3.Menntastefna Akureyrarbæjar - kynning fyrir ungmennaráð 2020

Málsnúmer 2020010227Vakta málsnúmer

Karl Frímannsson, sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti drög að menntastefnu Akureyarbæjar og fjallaði um stöðu grunnskóla á Akureyri.
Ungmennaráð þakkar Karli fyrir kynninguna.

4.Mannréttindastefna 2019 - 2023

Málsnúmer 2019030417Vakta málsnúmer

Erindi dagsett frá 19. desember 2019 frá Kristni Jakobi Reimarsyni, sviðsstjóra samfélagssviðs þar sem frístundaráð óskar eftir umsögn um drög að mannréttindastefnu Akureyrarbæjar. Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Ungmennaráð telur að auka þurfi jafnréttisfræðslu innan skólanna og bendir á mikilvægi þess að ungmenni séu virkir þátttakendur í slíkri fræðslu. Þá leggur ungmennaráð til að samhliða jafnréttisfræðslu taki ungmenni þátt í skapandi verkefnum og umræðum um viðfangsefnið. Þá barst ábending um að gæta þurfi að jákvæðri mismunun þegar unnið er að mannréttindastefnu fyrir sveitarfélagið.

Fundi slitið - kl. 20:30.