Frístundaráð

54. fundur 11. apríl 2019 kl. 16:00 - 18:10 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Hulda Margrét Sveinsdóttir áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll sem og varamaður hennar.
Helgi Rúnar Bragason áheyrnarfulltrúi ÍBA boðaði forföll.

1.Nökkvi félag siglingamanna á Akureyri - uppbyggingarsamningur 2014-2018

Málsnúmer 2014010269Vakta málsnúmer

Á fundi ráðsins það 20. mars sl. var tekið fyrir erindi frá ÍBA þar sem óskað var eftir greinargóðum svörum um hver staða samningsins sé og hvað forystumenn Akureyrarbæjar leggja til að næstu skref verði við áframhaldandi uppbyggingu á bættri aðstöðu Siglingaklúbbsins Nökkva til framtíðar.

Deildarstjóra íþróttamála var falið að kalla eftir upplýsingum og lagði hann fram drög að svari til ÍBA.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð felur deildarstjóra að senda svarið til stjórnar ÍBA.

2.Stefna Akureyrarbæjar í forvarna- og lýðheilsumálum 2019 - 2023

Málsnúmer 2019030418Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar og umræðu drög að nýrri stefnu í forvarna- og lýðheilsumálum.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar og Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sátu fundinn undir þessum lið.

3.Ályktun aðalfundar EBAK 2019 um heilsueflingu eldri borgara

Málsnúmer 2019040163Vakta málsnúmer

Á aðalfundi Félags eldri borgara á Akureyri sem haldinn var 1. apríl 2019 var samþykkt ályktun þar sem lagt er til að stofnaður verði starfshópur sem hafi það verkefni að undirbúa aðgerðaáætlun sem feli í sér aukna almenna heilsueflingu og hreyfingu eldri borgara í bæjarfélaginu.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð vekur athygli á því að nú þegar er starfandi starfshópur um heilsueflandi samfélag og sér ekki ástæðu til að stofnaður verði annar starfshópur. Ráðið samþykkir að bjóða öldungaráði að tilnefna fulltrúa í starfshóp um heilsueflandi samfélag.

4.Úrræði fyrir börn með félagslegar sérþarfir

Málsnúmer 2019030233Vakta málsnúmer

Sesselia Úlfarsdóttir, Erla Ösp Ingvarsdóttir og Heiða Hermannsdóttir komu í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Vildu minna á mikilvægi þess að halda áfram að reka úrræði á sumrin fyrir börn með félagslegar sérþarfir 10 ára og eldri, sambærilegt því sem Kapparnir hafa verið að gera fyrir 7 - 9 ára börn. Hafa miklar áhyggjur af því hvað gerist ef ekki verður haldið áfram með þessa þjónustu. Benda á að það mætti fylgjast betur með því hvernig þjónustu við börn með sérþarfir er sinnt í sumarstarfi hjá íþróttafélögunum. Vilja meina að þar sé pottur brotinn.

Bæjarráð vísaði erindinu á fundi sínum þann 27. mars sl. til frístundaráðs og velferðarráðs.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð telur mikilvægt að haldið verði áfram með þessa þjónustu en felur starfsmönnum að fara yfir málið með starfsmönnum á búsetusviði. Jafnframt óskar ráðið eftir því að kannað verði með hvaða hætti íþróttahreyfingin er að vinna með þessi mál.

5.Beiðni um styrk - takmörkun skjátíma

Málsnúmer 2019040082Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. apríl 2019 frá Margréti Eddu Yngvadóttur og Oddi Bogasyni þar sem sótt er um styrk vegna Skjátímavakans sem er tímastjórnunar- og umbunarkerfi.

Markmið Skjátímavakans er að takmarka skjátímanotkun, stuðla að jákvæðum uppeldisaðferðum og samskiptum, auka tilfinningu barna og ungmenna fyrir virði gjaldmiðla og gera þau meðvitaðri um tíma sinn og nýtingu hans.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu.

6.Jafnréttisviðurkenning Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017100405Vakta málsnúmer

Farið yfir tilnefningar vegna jafnréttisviðurkenninga og lögð fram tillaga um veitingu þeirra.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir verkefnastjóri samfélagssvið sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir tilnefningar til jafnréttisviðurkenninga. Viðurkenningarnar verða afhentar á Vorkomu Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta þann 25. apríl nk.

7.Jafnréttisstefna 2019 - 2023

Málsnúmer 2019030417Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað vegna vinnu við endurskoðun á Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir verkefnastjóri samfélagssvið sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að ný jafnréttisstefna taki mið af útvíkkun jafnréttishugtaksins og verði þannig heildstæð mannréttindastefna/jafnréttisstefna og felur starfsmönnum að vinna áfram með endurnýjun stefnunnar.

8.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðum sem heyra undir frístundaráð.

Fundi slitið - kl. 18:10.