Frístundaráð

69. fundur 18. desember 2019 kl. 16:00 - 18:35 Strikið
Nefndarmenn
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Sundlaugar bæjarins - aðgengi fyrir fatlaða ábótavant

Málsnúmer 2019110547Vakta málsnúmer

Vera Kristín Kristjánsdóttir hringdi í viðtalstíma bæjarfulltrúa og vakti athygli á að aðgengi fyrir fatlaða væri ekki gott í Sundlaugum Akureyrarbæjar. Lagði hún til að skoðað yrði hvort ekki mætti gera úrbætur á aðstöðunni við Glerárlaug þar sem sú laug hentaði betur fyrir fatlaða.

Á fundi bæjarráðs þann 5. desember sl. var samþykkt að vísa málinu til frístundaráðs.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessu lið.
Frístundaráð felur deildarstjóra íþróttamála að ræða við Veru Kristínu. Einnig óskar ráðið eftir að fá minnisblað frá deildarstjóra íþróttamála um hvernig aðgengi er fyrir fatlaða að íþróttamannvirkjum bæjarins.

2.Auglýsingar í íþróttamannvirkjum og á íþróttasvæðum

Málsnúmer 2019110559Vakta málsnúmer

Deildarstjóri íþróttamála lagði fram til samþykktar uppfærðar reglur um auglýsingar á íþróttasvæðum og í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessu lið.
Frístundaráð samþykkir reglurnar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

3.Íþróttafélagið Þór - auglýsingar utan á Bogann

Málsnúmer 2019110211Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. nóvember 2019 frá Reimari Helgasyni framkvæmdastjóra Þórs þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp auglýsingaskilti á vesturgafl Bogans og auglýsingaskilti/borða á girðinguna sem afmarkar Þórssvæðið og snýr út að Skarðshlíð.

Málið var áður á dagskrá frístundaráðs þann 20. nóvember sl. og var þá afgreiðslu frestað.

Í tölvupósti frá Reimari Helgasyni þann 17. desember er tilkynnt að aðalstjórn Þórs falli frá hugmyndum um nokkur auglýsingaskilti en leggi áherslu á að fá að setja upp einn LED auglýsingaskjá á vesturgafl Bogans.


Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Anna Hildur Guðmundsdóttir L-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa til að fjalla um þennan lið. Meint vanhæfi var borið upp til atkvæða og var það samþykkt. Anna Hildur vék af fundi við umræðu málsins.


Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessu lið.
Frístundaráð tekur jákvætt í erindið en samkvæmt nýsamþykktum reglum þarf að sækja sérstaklega um leyfi til skipulagssviðs vegna auglýsinga á girðinguna og uppsetningu á LED skjá.

4.Skíðafélag Akureyrar - styrkbeiðni vegna búnaðarkaupa

Málsnúmer 2018040115Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. desember 2019 frá Kristrúnu Lind Birgisdóttur formanni Skíðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir fjármagni til endurnýjunar á tímatökubúnaði.

Erindið var áður á dagskrá frístundaráðs þann 4. desember sl. og var þá afgreiðslu frestað og óskað eftir frekari gögnum.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessu lið.
Frístundaráð samþykkir að styrkja Skíðafélag Akureyrar um kr. 400.000 til að fjármagna endurnýjun á tímatökubúnaði. Frístundaráð beinir því til stjórnar SKA að leita einnig eftir stuðningi frá VMÍ.

5.Fimleikafélag Akureyrar - óskir til þess að auðvelda starf og rekstur félagsins

Málsnúmer 2019100355Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. október 2019 frá Ólöfu Línberg Kristjánsdóttur f.h. Fimleikafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir afstöðu frístundaráðs til atriða með tilliti til þess að auðvelda starf og rekstur FIMAK.

Erindið var áður á dagskrá frístundaráðs þann 23. október og 6. nóvember og var deildarstjóra íþróttamála falið að koma með tillögu að fyrirkomulagi er varðar bókanir, útleigu og þrif á fimleikasalnum.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessu lið.
Frístundaráð samþykkir tillögur deildarstjóra íþróttamála og felur honum að gera samkomulag við FIMAK um þessi atriði til reynslu í eitt ár.

6.Beiðni um afslátt frá gjaldskrá

Málsnúmer 2019120201Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. desember 2019 frá Ósk Jórunni Árnadóttur, Þorvaldi Þorsteinssyni og Heiðu Berglindi Magnúsdóttur f.h. þriggja blakfélaga á Akureyri þar sem óskað er eftir afslætti af samþykktri gjaldskrá vegna leigu á Íþrótthöllinni í tengslum við hraðmót sem liðin halda ár hvert.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessu lið.
Meirihluti frístundaráðs hafnar erindinu.

Arnar Þór Jóhannsson S-lista og Sunna Hlín Jóhannsdóttir B-lista sátu hjá.

7.Frístundaráð - rekstraryfirlit 2019

Málsnúmer 2019020026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit janúar til nóvember 2019

8.Fagteymi ÍBA

Málsnúmer 2019120198Vakta málsnúmer

Til umræðu stofnun fagteymis ÍBA sem hægt sé að vísa aðildarfélögum og iðkendum til og myndi aðstoða við úrlausn mála, t.d. eineltis- og ofbeldismál.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessu lið.
Frístundaráð óskar eftir því við ÍBA að það vinni áfram að málinu í samvinnu við deildarstjóra íþróttamála.

9.ÍBA - fyrirmyndarhérað ÍSÍ

Málsnúmer 2019120177Vakta málsnúmer

Á formannafundi ÍBA þann 5. desember sl. var ÍBA veitt viðurkenning sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Fyrirmyndarhérað ÍSÍ er gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snýr að íþróttastarfi. Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög og íþróttahéruð sótt um viðurkenningu til ÍSÍ miðað við þær gæðakröfur sem ÍSÍ gerir.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessu lið.

Frístundaráð óskar ÍBA til hamingju með viðurkenninguna sem er í samræmi við íþróttastefnu Akureyrarbæjar og ÍBA. Jafnframt óskar frístundaráð ÍBA til hamingju með aðild að UMFÍ.

10.Mannréttindastefna 2019 - 2023

Málsnúmer 2019030417Vakta málsnúmer

Mannréttindastefna Akureyrarbæjar lögð fram til umræðu.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir umsögnum ráða og stjórna Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 18:35.