Umhverfis- og mannvirkjaráð

82. fundur 04. september 2020 kl. 08:15 - 11:20 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Unnar Jónsson
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Berglind Bergvinsdóttir
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Þórunn Sif Harðardóttir D-lista sat fundinn í forföllum Sigurjóns Jóhannessonar.

1.Mannréttindastefna 2020-2023

Málsnúmer 2019030417Vakta málsnúmer

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir frá samfélagssviði kom og kynnti mannréttindastefnu Akureyrarbæjar 2020-2023.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna.

2.Lundarskóli - A-álma - þak

Málsnúmer 2020060448Vakta málsnúmer

Fanney Hauksdóttir frá AVH kom og kynnti teikningar af A-álmu, tengibyggingu og nýju anddyri Lundarskóla.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir heimild bæjarráðs til útboðs á endurgerð A-álmu, tengigangi og anddyri Lundarskóla.

3.Glerárskóli - endurbætur á anddyri, A- og C-álmu

Málsnúmer 2020090038Vakta málsnúmer

Ingólfur Guðmundsson frá Kollgátu kom og kynnti tillögur að uppbyggingu á anddyri, A-álmu og C-álmu Glerárskóla.

Andrea Sif Hilmarsdóttir verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

4.Miðbær - uppfærsla deiliskipulags

Málsnúmer 2017010274Vakta málsnúmer

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs mætti og kynnti skipulagið.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.

5.SVA - leiðakerfi 2020

Málsnúmer 2020020042Vakta málsnúmer

Minnisblað varðandi leiðakerfisbreytingar lagt fram til samþykktar.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið í verkefnið og óskar eftir viðauka til bæjarráðs að færa 8,5 milljónir króna af liðnum Miðbær biðstöð og yfir í leiðakerfisbreytingar strætó og innleiðingu á þeim.

6.Krókeyri - gatnagerð og lagnir

Málsnúmer 2020080606Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað vegna framkvæmda við Krókeyri og framlag Vegagerðarinnar til verksins kynnt.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga að tilboði lægstbjóðanda með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 11:20.