Miðbær - uppfærsla deiliskipulags - erindisbréf stýrihóps

Málsnúmer 2017010274

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 254. fundur - 08.02.2017

Sviðsstjóri skipulagssviðs og formaður skipulagsráðs leggja til að ráðist verði í kostnaðargreiningu og áfangaskiptingu miðbæjarskipulags. Ennfremur hvaða úrbætur eru nauðsynlegar, t.a.m. vegna friðunar húsa, afmörkun byggingareita og möguleika á uppbyggingu bílastæðahúss.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að undirbúa málið með það að markmiði að endanlegt minnisblað liggi fyrir skipulagsráð fyrir lok apríl næstkomandi.

Skipulagsráð - 261. fundur - 26.04.2017

Sviðsstjóri skipulagssviðs og formaður skipulagsráðs lögðu til að ráðist yrði í kostnaðargreiningu og áfangaskiptingu miðbæjarskipulags. Ennfremur hvaða úrbætur væru nauðsynlegar, t.a.m. vegna friðunar húsa, afmörkunar byggingarreita og möguleika á uppbyggingu bílastæðahúss. Skipulagsráð fól sviðsstjóra skipulagssviðs þann 8. febrúar 2017 að undirbúa málið með það að markmiði að leggja endanlegt minnisblað fyrir skipulagsráð fyrir lok apríl næstkomandi.

Lögð fram tillaga sviðsstjóra að verkþáttum uppfærslunnar.
Lagt fram til kynningar.

Skipulagsráð - 287. fundur - 14.03.2018

Sviðsstjóri skipulagssviðs og formaður skipulagsráðs lögðu til þann 26. apríl 2017 að ráðist yrði í kostnaðargreiningu og áfangaskiptingu miðbæjarskipulags. Ennfremur hvaða úrbætur væru nauðsynlegar, t.a.m. vegna friðunar húsa, afmörkunar byggingarreita og möguleika á uppbyggingu bílastæðahúss.

Á fundinn mættu Kristinn Magnússon frá Eflu og Árni Ólafsson frá Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssonar og félaga.
Skipulagsráð þakkar Kristni og Árna fyrir kynninguna.

Skipulagsráð - 308. fundur - 30.01.2019

Undanfarin ár hefur verið unnið að því að skoða forsendur fyrir uppbyggingu í miðbæ Akureyrar í samræmi við gildandi deiliskipulag. Landslag vann greinargerð um staðarval samgöngumiðstöðvar vorið 2017 og fyrri part árs 2018 vann Efla minnisblað um kostnað við færslu Glerárgötu auk þess sem Teiknistofa arkitekta skoðaði möguleika á staðsetningu bílastæðahúss. Eru ofangreind gögn lögð fram til kynningar.

Á fundinn komu Ingólfur Freyr Guðmundsson og Valþór Brynjarsson frá Kollgátu, sem vann að gerð deiliskipulagsins, og fóru yfir helstu forsendur deiliskipulagsins.
Skipulagsráð þakkar Ingólfi Frey og Valþóri fyrir kynninguna.

Skipulagsráð - 318. fundur - 26.06.2019

Lagt fram minnisblað formanns skipulagsráðs og sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett í júní 2019 um skipulag miðbæjar Akureyrar. Er þar lagt til að hafinn verði vinna við endurskoðun deiliskipulagsins.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að fara í vinnu við endurskoðun deiliskipulags miðbæjar Akureyrar þar sem m.a. verður skoðað hvort að áfram eigi að miða við færslu Glerárgötu eða miða við núverandi legu hennar.

Orri Kristjánsson S-lista sat hjá við afgreiðsluna.

Bæjarráð - 3645. fundur - 04.07.2019

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 26. júní 2019:

Lagt fram minnisblað formanns skipulagsráðs og sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett í júní 2019 um skipulag miðbæjar Akureyrar. Er þar lagt til að hafin verði vinna við endurskoðun deiliskipulagsins.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að fara í vinnu við endurskoðun deiliskipulags miðbæjar Akureyrar þar sem m.a. verður skoðað hvort að áfram eigi að miða við færslu Glerárgötu eða miða við núverandi legu hennar.

Orri Kristjánsson S-lista sat hjá við afgreiðsluna.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 10. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs með 5 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsráð - 329. fundur - 15.01.2020

Á fundi skipulagsráðs 26. júní 2019 var lagt til að farið yrði í vinnu við endurskoðun deiliskipulags miðbæjar Akureyrar og var það samþykkt á fundi bæjarráðs 4. júlí 2019. Undirbúningsvinna hófst í lok árs 2019 og næsta skref er að skipa stýrihóp til að halda utan um verkefnið.
Skipulagsráð vísar ákvörðun um tilnefningu í stýrihóp til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3668. fundur - 23.01.2020

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. janúar 2020:

Á fundi skipulagsráðs 26. júní 2019 var lagt til að farið yrði í vinnu við endurskoðun deiliskipulags miðbæjar Akureyrar og var það samþykkt á fundi bæjarráðs 4. júlí 2019. Undirbúningsvinna hófst í lok árs 2019 og næsta skref er að skipa stýrihóp til að halda utan um verkefnið.

Skipulagsráð vísar ákvörðun um tilnefningu í stýrihóp til bæjarráðs.
Bæjarráð tilnefnir Hildu Jönu Gísladóttur S-lista formann stýrihópsins, Þórhall Jónsson D-lista, Tryggva Má Ingvarsson B-lista, Sigríði Valdísi Bergvinsdóttur M-lista, Sóleyju Björk Stefánsdóttur V-lista og Andra Teitsson L-lista í stýrihópinn. Með hópnum starfi sviðsstjóri skipulagssviðs og sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs. Stýrihópurinn skal skila tímasettri áætlun um vinnu sína til bæjarráðs fyrir 15. febrúar 2020. Jafnframt er formanni bæjarráðs falið að útbúa erindisbréf stýrihópsins.

Bæjarráð - 3669. fundur - 30.01.2020

Lögð fram drög að erindisbréfi stýrihóps um endurskoðun deiliskipulags miðbæjar Akureyrar til að flýta fyrir uppbyggingu miðbæjarins.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að erindisbréfi stýrihópsins.

Bæjarráð - 3691. fundur - 16.07.2020

Lagt fram minnisblað um stöðu mála.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að framlengja erindisbréf og starfstíma stýrihóps um endurskoðun deiliskipulags miðbæjar Akureyrar út árið 2020.

Skipulagsráð - 341. fundur - 12.08.2020

Lagt fram minnisblað dagsett 9. júlí 2020 um endurskoðun deiliskipulags miðbæjar Akureyrar.
Skipulagsráð samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að hefja vinnu við gerð breytingar á deiliskipulagi í samræmi við minnisblaðið og að farið verði í þær aðgerðir sem tilgreindar eru til að hægt verði að fara í framkvæmdir á miðbæjarsvæði við fyrsta tækifæri.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 82. fundur - 04.09.2020

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs mætti og kynnti skipulagið.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.

Skipulagsráð - 346. fundur - 28.10.2020

Lögð fram til kynningar drög að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar.

Skipulagsráð - 349. fundur - 09.12.2020

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar sem nær til svæðis sem afmarkast af Skipagötu, Hofsbót, Glerárgötu og Kaupvangsstræti. Er gert ráð fyrir að drögin verði kynnt á streymisfundi á morgun, 10. desember 2020.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að tillagan verði kynnt.

Skipulagsráð - 350. fundur - 13.01.2021

Lögð fram að lokinni kynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar ásamt athugasemdum og umsögnum sem hafa borist.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.