Skipulagsráð

349. fundur 09. desember 2020 kl. 08:00 - 11:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Þórhallur Jónsson formaður
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Orri Kristjánsson
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Margrét Mazmanian Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Holtahverfi - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2020100222Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 fyrir íbúðarsvæði ÍB17 og ÍB18, til samræmis við tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið sem hefur verið í vinnslu. Bæjarstjórn samþykkti sambærilega tillögu sem óverulega breytingu á fundi 20. október sl. en Skipulagsstofnun féllst ekki á það og að fara þyrfti með breytinguna sem verulega breytingu á aðalskipulagi. Var tillagan kynnt með auglýsingu sem birtist 25. nóvember 2020 og felur í sér breytingu á ákvæðum greinargerðar varðandi áætlaða skiptingu íbúðategunda, hæð húsa og fjölda íbúða. Liggja nú fyrir umsagnir frá Hörgarsveit og Minjastofnun auk þriggja athugasemdabréfa frá íbúum á svæðinu.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða tillögu að deiliskipulagi svæðisins. Athugasemdir og umsagnir sem kunna að berast á næstu dögum verða lagðar fyrir á fundi bæjarstjórnar.

2.Holtahverfi norður - deiliskipulag

Málsnúmer 2016040101Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Holtahverfis norður sem nær til svæðis suðvestan og norðaustan við Krossanesbraut, frá Undirhlíð og norður að Hlíðarbraut. Drög að tillögu voru kynnt fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í september sl. og er tillagan nú lögð fram með nokkrum breytingum til að koma til móts við athugasemdir og ábendingar sem bárust. Deiliskipulagið felur í sér að breyta þarf afmörkun deiliskipulags Sandgerðisbótar og deiliskipulagi Stórholts-Lyngholts auk þess sem deiliskipulag Undirhlíðar-Miðholts og Einholts 20-26 falla úr gildi.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulag Holtahverfis verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins og breytingum á núgildandi deiliskipulagsáætlunum sem nýtt deiliskipulag nær til. Gera þarf minniháttar lagfæringar á gögnum áður en þau verða auglýst.

3.Tjaldsvæðissreitur - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2020090736Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem nær til tjaldsvæðisreits við Þingvallastræti og lóðar nr. 20 við Skarðshlíð. Felur breytingin í sér að svæði milli Byggðavegar, Þingvallastrætis, Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis er skilgreint sem miðsvæði þar sem m.a. verður gert ráð fyrir byggingu heilsugæslu auk íbúðabyggðar til viðbótar við starfsemi sem fyrir er á svæðinu. Þá er gerð breyting á ákvæðum íbúðarsvæðis merkt ÍB19 sem felur í sér að heimilt verður að byggja heilsugæslu á lóð nr. 20 við Skarðshlíð auk íbúða á efri hæðum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Miðbær - uppfærsla deiliskipulags

Málsnúmer 2017010274Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar sem nær til svæðis sem afmarkast af Skipagötu, Hofsbót, Glerárgötu og Kaupvangsstræti. Er gert ráð fyrir að drögin verði kynnt á streymisfundi á morgun, 10. desember 2020.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að tillagan verði kynnt.

5.Kjarnagata 57 - umsókn um breytt skipulag

Málsnúmer 2020100102Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Kjarnagata 57. Var tillagan kynnt með bréfi dagsettu 23. október 2020 með athugasemdafresti til 20. nóvember. Barst athugasemd undirrituð af 9 eigendum Geirþrúðarhaga 2. Lögð fram viðbrögð umsækjenda við efni athugasemdanna ásamt tillagu að svari við athugasemd.
Skipulagsráð samþykkir deiliskipulagstillöguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeirri breytingu að það komi skýrar fram hver hámarkshæð á lóðinni verður eftir breytingu, en gert er ráð fyrir að hún verði um 2 m lægri á stærstum hluta hússins, þó svo að hún hækki um 0,7 m á hluta hússins. Einnig er samþykkt tillaga að svari við athugasemd.

6.Gilsbakkavegur 15 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018110149Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar sem nær til lóðarinnar Gilsbakkavegur 15 og svæðis sunnan við hana. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 25. nóvember sl. Til viðbótar við athugasemd sem barst á kynningartíma og tillögu að umsögn um efni athugasemdar er nú lagt fram nýtt erindi frá umsækjanda, dagsett 3. desember 2020, auk nýrra mynda sem sýna fyrirhugaðar breytingar. Borist hefur bréf dagsett 4. desember 2020 þar sem innkomin athugasemd er dregin til baka.
Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að sjá um gildistöku hennar.

Arnfríður Kjartansdóttir V-lista greiðir atkvæði gegn tillögu að breytingu deiliskipulags og óskar bókað að umrædd stækkun á Gilsbakkavegi 15 sé of mikil og ef þörf er á lyftu ætti frekar að skoða hvort koma megi henni fyrir norðan á húsinu eða láta nægja að byggja lyftu og ekki annað í skotinu sunnan á húsinu. Byggingamagn á reitnum er nú þegar mjög mikið og ástæðulaust að auka það enn frekar, meðal annars vegna þess að slíkt gæti verið fordæmisgefandi. Auk þess ætti Akureyrarbær ekki að taka á sig kostnað við að færa til götu vegna byggingarframkvæmda einkaaðila og mikilvægt er að teppa ekki umferð að heilsugæslunni á meðan hún er enn á núverandi stað.

7.Margrétarhagi 11-17, Matthíasarhagi 7-13 - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2020110822Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. nóvember 2020 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson fyrir hönd Kistu Byggingarfélags ehf. sækir um leyfi fyrir breyttu skipulagi lóða nr. 11-13-15-17 við Margrétarhaga og nr. 7-9-11-13 við Matthíasarhaga. Fyrirhugað er að reisa bílskýli og því óskað eftir hækkuðu nýtingarhlutfalli lóðanna og stækkun byggingarreits.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting í samræmi við erindi. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að hún verði grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Gera þarf minniháttar breytingar á gögnum í samráði við sviðsstjóra skipulagssviðs.

8.Kjarnalundur - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2020110925Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. nóvember 2020 þar sem Teiknistofa ark Gylfi G/fél ehf. fyrir hönd Norðurorku hf. sækir um breytingu á deiliskipulagi vegna færslu spennistöðvar og breyttum lóðarmörkum við Kjarnalund.
Skipulagsráð samþykkir að breyta deiliskipulagi í samræmi við umsókn. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Er samþykktin með fyrirvara um samþykki núverandi lóðarhafa, Náttúrulækningafélags Akureyrar.

9.Kjarnagata 61 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2020110955Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. nóvember 2020 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd BB bygginga ehf. leggur inn fyrirspurn varðandi breytingar á lóð nr. 61 við Kjarnagötu. Óskað er eftir breytingu á kótum og samþykki á fjölgun íbúða.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við breytingu á kótum og fjölgun íbúða úr 18 í 21. Ekki er talin þörf á að gera breytingu á deiliskipulagi vegna þessa.

10.Breiðholtshverfi - fyrirspurn um byggingu hringgerðis

Málsnúmer 2020090540Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga, tillaga að breytingu á deiliskipulagi Breiðholtshverfisins sem felst í að gert er ráð fyrir yfirbyggðu hringgerði á tveimur stöðum. Ein athugasemd barst. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna.
Afgreiðslu frestað.

11.Athafnalóðir Malar og sands við Súluveg - hugmyndir að uppbygginu

Málsnúmer 2020120086Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga að framtíðarnýtingu lóða við Súluveg þar sem núna er steypustöð og athafnahúsnæði.

12.Þingvallastræti 12 - umsókn um byggingarleyfi fyrir svölum, kvisti og þaki

Málsnúmer 2020110439Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 13. nóvember 2020 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd L2 Fjárfestingafélags ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 12 við Þingvallastræti. Fyrirhugað er að breyta innra skipulagi og svölum, setja nýjan kvist og styrkja þak.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við umsókn um byggingarleyfi og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum Þingvallastrætis 10 og 14, Helgamagrastrætis 2 og Lögbergsgötu 9. Ef engar athugasemdir berast er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

13.Álfabyggð 18 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2020110755Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. nóvember 2020 þar sem Garðar G. Sigurðsson leggur inn fyrirspurn varðandi viðbyggingu við hús nr. 18 við Álfabyggð. Meðfylgjandi er tillöguteikning.
Skipulagsráð samþykkir ekki byggingu bílskúrs í samræmi við erindi vegna ósamræmis við yfirbragð byggðar við götuna og í raun alls hverfisins.

14.Kotárgerði 29 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna svalaskýlis

Málsnúmer 2020110851Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 24. nóvember 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Margrétar Jónsdóttur leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu garð-/svalaskýlis við hús nr. 29 við Kotárgerði.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur byggingarfulltrúa að ræða við umsækjanda.

15.Nonnahagi 19 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020110779Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. nóvember 2020 þar sem Þorsteinn Hlynur Jónsson sækir um lóð nr. 19 við Nonnahaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

16.Austurbrú 10-12 og Hafnarstræti 80 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020120095Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. desember 2020 þar sem SS Byggir ehf. sækir um lóð nr. 10-12 við Austurbrú og lóð nr. 80 við Hafnarstræti með fyrirvara um að breyta deiliskipulagi lóðanna þannig að byggja megi fjölbýlishús. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð hafnar umsókn um lóðirnar Austurbrú 10-12 og Hafnarstræti 80 þar sem fyrirliggjandi hugmyndir eru taldar fela í sér of miklar breytingar á gildandi deiliskipulagi, bæði hvað varðar yfirbragð byggðarinnar og hæð húsa.

17.Austurbrú 10-12 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020110849Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. nóvember 2020 þar sem Luxor ehf. sækir um lóð nr. 10-12 við Austurbrú. Umsóknin er með þeim fyrirvara að félagið fái einnig lóð nr. 80 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir að úthluta lóðinni til Luxor ehf. Er úthlutunin með fyrirvara um að lagðar verði fram nákvæmari tillögur að uppbyggingu innan tveggja mánaða.

18.Hafnarstræti 80 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020110850Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. nóvember 2020 þar sem Luxor ehf. sækir um lóð nr. 80 við Hafnarstræti. Umsóknin er með þeim fyrirvara að félagið fái einnig lóð nr. 10-12 við Austurbrú. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir að úthluta lóðinni til Luxor ehf. Er úthlutunin með fyrirvara um að lagðar verði fram nákvæmari tillögur að uppbyggingu innan tveggja mánaða.

19.Tónatröð 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020120100Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. desember 2020 þar sem SS Byggir ehf. sækir um lóð nr. 2 við Tónatröð með fyrirvara um að breyta megi deiliskipulagi svæðis vestan götunnar, frá lóð 2 til 14. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir að úthluta lóðinni til SS Byggis ehf. með fyrirvara um að lagðar verði fram nákvæmari tillögur að uppbyggingu innan tveggja mánaða.

20.Tónatröð 4 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020120099Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. desember 2020 þar sem SS Byggir ehf. sækir um lóð nr. 4 við Tónatröð með fyrirvara um að breyta megi deiliskipulagi svæðis vestan götunnar, frá lóð 2 til 14. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir að úthluta lóðinni til SS Byggis ehf. með fyrirvara um að lagðar verði fram nákvæmari tillögur að uppbyggingu innan tveggja mánaða.

21.Tónatröð 10 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020120098Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. desember 2020 þar sem SS Byggir ehf. sækir um lóð nr. 10 við Tónatröð með fyrirvara um að breyta megi deiliskipulagi svæðis vestan götunnar, frá lóð 2 til 14. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir að úthluta lóðinni til SS Byggis ehf. með fyrirvara um að lagðar verði fram nákvæmari tillögur að uppbyggingu innan tveggja mánaða.

22.Tónatröð 12 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020120097Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. desember 2020 þar sem SS Byggir ehf. sækir um lóð nr. 12 við Tónatröð með fyrirvara um að breyta megi deiliskipulagi svæðis vestan götunnar, frá lóð 2 til 14. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir að úthluta lóðinni til SS Byggis ehf. með fyrirvara um að lagðar verði fram nákvæmari tillögur að uppbyggingu innan tveggja mánaða.

23.Tónatröð 14 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020120096Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. desember 2020 þar sem SS Byggir ehf. sækir um lóð nr. 14 við Tónatröð með fyrirvara um að breyta megi deiliskipulagi svæðis vestan götunnar, frá lóð 2 til 14. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir að úthluta lóðinni til SS Byggis ehf. með fyrirvara um að lagðar verði fram nákvæmari tillögur að uppbyggingu innan tveggja mánaða.

24.Stæði fyrir skólabíl við Sundlaug Akureyrar

Málsnúmer 2020100902Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að útfærslu á stæði fyrir rútur á bílastæðinu við Skólastíg til samræmis við erindi Gunnars M. Guðmundssonar fyrir hönd SBA sem tekið var fyrir á fundi skipulagsráðs 11. nóvember sl.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti en frestar afgreiðslu þar til fyrir liggja viðbrögð frá SBA um hana.

25.Gatnagerðargjöld 2021

Málsnúmer 2020120094Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda sem taka á gildi 1. janúar 2021. Í breytingunni felst að í gr. 4.3 hækkar hlutfall gatnagerðargjalds fyrir fjölbýlishús úr 5% í 7,5%
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við tillögu að breytingu á gjaldskrá og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

26.Fundaáætlun skipulagsráðs

Málsnúmer 2018120052Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fundaáætlun skipulagsráðs fyrir árið 2021.
Skipulagsráð samþykkir tillögu að fundaáætlun fyrir árið 2021.

27.Ytri-Varðgjá - beiðni um umsögn

Málsnúmer 2020120138Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. desember 2020 þar sem Vigfús Björnsson fyrir hönd Eyjafjarðasveitar óskar eftir umsögn Akureyrarbæjar um lýsingu aðalskipulagsbreytingar fyrir baðstað í landi Ytri-Varðgjár.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við skipulagslýsinguna en bendir á að skoða þarf hvernig svæðið tengist fyrirhuguðum göngu- og hjólastíg sem ligggja á meðfram þjóðvegi 1 til vesturs og norðurs.

28.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2020

Málsnúmer 2019120357Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 792. fundar, dagsett 26. nóvember 2020, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:30.