Bæjarráð

3668. fundur 23. janúar 2020 kl. 08:15 - 11:58 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir varaformaður
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista mætti í forföllum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.

1.Grænbók um fjárveitingar til háskóla

Málsnúmer 2020010348Vakta málsnúmer

Grænbók um fjárveitingar til háskóla er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Í grænbókinni er gerð grein fyrir núverandi fjárveitingakerfi, valmöguleikum við hönnun á nýju kerfi og settar fram lykilspurningar til að efla umræðu um stefnu um háskóla og hvaða fyrirkomulag fjárveitinga styðji best við innleiðingu á slíkri stefnu.

Umsögn þarf að berast fyrir 8. febrúar nk. Hlekkur á grænbók í samráðsgátt stjórnvalda: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2594

Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Eyjólfi fyrir heimsóknina og gagnlegar umræður. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að útbúa umsögn vegna grænbókarinnar.

2.Mánaðarskýrsla bæjarráðs um starfsmanna- og launamál 2020

Málsnúmer 2020010382Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar mánaðarskýrsla um stöðugildi, yfirvinnu og fleira fyrir nóvember og desember 2019.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Reglur um rafræna vöktun hjá Akureyrarbæ

Málsnúmer 2019010352Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum Akureyrarbæjar um rafræna vöktun öryggismyndavéla.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög að reglum um rafræna vöktun öryggismyndavéla og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Hlíðarfjall - rekstur

Málsnúmer 2019070527Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að erindisbréfi stjórnar Hlíðarfjalls.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að erindisbréfi stjórnar Hlíðarfjalls með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

5.Brynja, Hússjóður Öryrkjabandalagsins - umsókn um stofnframlag 2019

Málsnúmer 2020010492Vakta málsnúmer

Brynja, Hússjóður ÖBÍ hefur fengið samþykkt stofnframlag hjá Íbúðalánasjóði vegna kaupa á 10 íbúðum á Akureyri. Um er að ræða 10 tveggja herbergja íbúðir sem skv. áætlun verða um 60 m² að stærð og áætlað stofnvirði íbúðanna er 300.000.000 krónur.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir 12% stofnframlag Akureyrarbæjar til Brynju, Hússjóðs ÖBÍ vegna 10 félagslegra íbúða að uppfylltum skilyrðum laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og endanlegt samþykki Íbúðalánasjóðs vegna kaupanna á íbúðunum.

6.Lánasjóður sveitarfélaga - lántaka 2020

Málsnúmer 2020010444Vakta málsnúmer

Rætt um fyrirhugaða lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga í tengslum við byggingu þjónustukjarna í Klettaborg.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð Akureyrarbæjar samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð allt að kr. 85.609.023 með útgreiðslufjárhæð allt að kr. 93.000.000, með lokagjalddaga þann 15. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og bæjarráð hefur kynnt sér.

Bæjarráð Akureyrarbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstólsfjárhæðinni, uppgreiðslugjaldi, auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið vegna byggingar þjónustuíbúða fyrir fólk með fötlun, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er bæjarstjóra, Ásthildi Sturludóttur, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akureyrarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

7.Miðbær - uppfærsla deiliskipulags

Málsnúmer 2017010274Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. janúar 2020:

Á fundi skipulagsráðs 26. júní 2019 var lagt til að farið yrði í vinnu við endurskoðun deiliskipulags miðbæjar Akureyrar og var það samþykkt á fundi bæjarráðs 4. júlí 2019. Undirbúningsvinna hófst í lok árs 2019 og næsta skref er að skipa stýrihóp til að halda utan um verkefnið.

Skipulagsráð vísar ákvörðun um tilnefningu í stýrihóp til bæjarráðs.
Bæjarráð tilnefnir Hildu Jönu Gísladóttur S-lista formann stýrihópsins, Þórhall Jónsson D-lista, Tryggva Má Ingvarsson B-lista, Sigríði Valdísi Bergvinsdóttur M-lista, Sóleyju Björk Stefánsdóttur V-lista og Andra Teitsson L-lista í stýrihópinn. Með hópnum starfi sviðsstjóri skipulagssviðs og sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs. Stýrihópurinn skal skila tímasettri áætlun um vinnu sína til bæjarráðs fyrir 15. febrúar 2020. Jafnframt er formanni bæjarráðs falið að útbúa erindisbréf stýrihópsins.

8.Spítalavegur 11 Tónatröð - breytingar á húsnæði

Málsnúmer 2019100402Vakta málsnúmer

Rætt um athugasemdir íbúa við áform um breytingar á húsinu við Spítalaveg 11.
Bæjarráð felur formanni og varaformanni bæjarráðs að ræða við bréfritara.

9.Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir

Málsnúmer 2018110047Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 241. fundar stjórnar Norðurorku hf. dagsett 29. nóvember 2019.

Fundi slitið - kl. 11:58.