Skipulagsráð

357. fundur 28. apríl 2021 kl. 08:00 - 11:55 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Þórhallur Jónsson formaður
  • Sindri Kristjánsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Margrét Mazmanian Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá
Þórhallur Jónsson formaður ráðsins bar upp ósk um að fá að taka inn á dagskrá tvö mál sem ekki voru í útsendri dagskrá. Málin eru nr. 15, Sjafnargata 1 - umsókn um lóð og nr. 18, Hamrar - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fráveitu. Það var samþykkt.

1.Grímsey - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna vindmylla

Málsnúmer 2021040690Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. apríl 2021 þar sem Ómar Ívarsson fyrir hönd Fallorku hf. leggur inn fyrirspurn varðandi breytingu á aðalskipulagi í Grímsey til að reisa tvær vindmyllur.
Að mati skipulagsráðs er breytingin veruleg skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að kynna lýsingu breytingar skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem byggir á fyrirliggjandi gögnum.

2.Miðbær - uppfærsla deiliskipulags

Málsnúmer 2017010274Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar. Tillagan var auglýst 10. mars með athugasemdafresti til 21. apríl 2021 og er hún lögð fram ásamt innkomnum athugasemdum og umsögnum frá Vegagerðinni, Minjastofnun og hverfisnefnd Oddeyrar.
Afgreiðslu frestað og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að vinna tillögu að svörum við innkomnum athugasemdum og umsögnum.

3.Skarðshlíð 20 - breyting á deiliskipulagi vegna heilsugæslustöðvar

Málsnúmer 2020080028Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu lóðarinnar Skarðshlíð 20 í tengslum við fyrirhugaða auglýsingu Framkvæmdasýslu ríkisins eftir hentugum lóðum og/eða nýlegu húsnæði fyrir norðurstöð heilsugæslu.
Frestað.

4.Hafnarstræti 16 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2021041151Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Guðrúnar Ó. Sigurðardóttur dagsett 21. apríl 2021, fyrir hönd velferðarsviðs Akureyrarbæjar, þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi sem nær til Hafnarstrætis 16. Vilji er til að breyta núverandi búsetukjarna í fjórar íbúðir og byggja síðan tvær til viðbótar í viðbyggingu til suðurs. Felur það í sér að stækka þarf lóðina og breyta skilmálum.
Stækkun lóðarinnar felur í sér að breyta þarf aðalskipulagi og stækka núverandi íbúðarsvæði á kostnað opins svæðis og leiksvæðis. Skipulagsráð samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að kynna lýsingu skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010 sem felur í sér stækkun íbúðarsvæðis í samræmi við umsókn.

5.Oddeyrargata 6B - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021041083Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn Steinþórs Arnar Gunnarssonar dagsett 21. apríl 2021 um hvort breyta megi eigninni Oddeyrargötu 6B í tvær íbúðir. Eigninni er í dag skipt í tvær íbúðir en þær eru á einu fasteignanúmeri.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem í deiliskipulagi svæðisins kemur fram að ekki sé heimilt að breyta fjölda íbúða í núverandi íbúðarhúsum. Veittar hafa verið undanþágur á þessu ákvæði en þá eingöngu þar sem koma má fyrir bílastæðum innan lóðar. Ekki er möguleiki á því á lóð Oddeyrargötu 6B og er erindinu því hafnað.

6.Holtahverfi norður - deiliskipulag

Málsnúmer 2016040101Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar dagsett 6. og 15. apríl 2021 þar sem tilkynnt er um staðfestingu á aðalskipulagsbreytingu vegna Holtahverfis (reitir ÍB17 og ÍB18) og að ekki sé gerð athugasemd við gildistöku deiliskipulags Holtahverfis norður. Þá liggur einnig fyrir að umhverfis- og mannvirkjaráð hefur samþykkt að flýta framkvæmdum við hverfið þannig að hægt verði að úthluta fyrstu lóðunum nú í sumar og að þær verði tilbúnar til framkvæmda í febrúar 2022.


Einnig er lagt fram bréf Eiríks H. Haukssonar dagsett 23. apríl 2021, f.h. Búfesti, þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær úthluti félaginu formlega þremur lóðum í nyrsta hluta hverfisins þar sem fyrirhugað er að byggja um 120 íbúðir á næstu 4 árum, að hluta í samvinnu við Félag eldri borgara á Akureyri (EBAK).
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að Búfesti verði veitt formlegt vilyrði fyrir lóðum 2-6 og 8-10 nyrst á skipulagssvæðinu án auglýsingar í samræmi við ákvæði gr. 2.4 í reglum um lóðarveitingar og með vísan til viljayfirlýsingar Akureyrarbæjar og Búfesti frá 5. janúar 2018. Hefur Búfesti komið að vinnu við gerð deiliskipulags Holtahverfis norður frá upphafi og eru umræddar lóðir útfærðar í samráði við félagið.

7.Hlíðahverfi suðurhluti - Höfðahlíð 2, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018030150Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Höfðahlíðar 2. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að fjarlægja núverandi hús og í staðinn byggja tveggja hæða íbúðarhús með tveimur íbúðum. Samkvæmt tillögu að breytingu er gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja 4-5 íbúða hús á tveimur hæðum og að nýtingarhlutfall hækki úr 0.45 í 0.60.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Tjaldsvæðisreitur og Skarðshlíð 20 - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2020090736Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem nær til tjaldsvæðisreits við Þingvallastræti og lóðar nr. 20 við Skarðshlíð. Tillagan var auglýst 10. mars með athugasemdafresti til 21. apríl 2021 og barst ein athugasemd auk þess sem fyrir liggja umsagnir frá Norðurorku, Minjastofnun, öldungaráði, hverfisnefnd og Hörgársveit. Sumar umsagnirnar bárust fyrr í skipulagsferlinu.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt ásamt tillögu að svörum við innkominni athugasemd.

9.Austursíða 2 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2020120326Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Austursíðu 2. Tillagan var auglýst 10. mars með athugasemdafresti til 21. apríl 2021 og bárust 9 athugasemdabréf auk umsagna frá Minjastofnun, Norðurorku, Vegagerðinni og Landsneti.
Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggja viðbrögð frá umsækjanda um efni fyrirliggjandi athugasemda og umsagna.

10.Tónatröð - umsókn um breytingu á skipulagi

Málsnúmer 2021011421Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju umsókn SS Byggis ehf. um breytingu á deiliskipulagi við Tónatröð til samræmis við meðfylgjandi hugmyndir að uppbyggingu.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að vísa til bæjarstjórnar ákvörðun um hvort heimila eigi umsækjanda að vinna að gerð breytingar á skipulagi svæðisins til samræmis við fyrirliggjandi umsókn í samráði við skipulagssvið og skipulagsráð, samanber þá fyrirvara sem komu fram í lóðarumsókn. Fæli það í sér að umsækjanda yrði veitt vilyrði fyrir lóðum á þessu svæði, með vísun í heimild sem fram kemur í gr. 2.4 í reglum um úthlutun lóða. Endanleg úthlutun færi þó ekki fram fyrr en að loknum skipulagsbreytingum, náist samkomulag um breytingu á skipulagi svæðisins að loknu skipulagsferli í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010.

Arnfríður Kjartansdóttir V-lista óskar bókað að gera þurfi nýtt deiliskipulag og auglýsa lausar lóðir aftur til að gæta jafnræðis.

Sindri Kristjánsson S-lista situr hjá og óskar bókað: Fyrir liggur að eftirspurn virðist vera eftir lóðum á svæðinu undir fjölbýlishús. Á sama tíma liggur fyrir að lóðir á svæðinu hafa verið lausar til úthlutunar fyrir einbýlishús í lengri tíma og lítill sem enginn áhugi virðist vera fyrir hendi á uppbyggingu svæðisins samkvæmt slíku skipulagi. Í stað þeirrar leiðar sem valin hefur verið að fara, að vinna í átt að úthlutun lóðanna sem einbýlishúsalóða með fyrirvörum um breytingar á deiliskipulagi, telur sá sem þetta bókar að réttast væri að svæðið verði deiliskipulagt á ný og fjölbýlishúsalóðir auglýstar lausar til umsóknar á opnum markaði. Er eindregið hvatt til þess að þegar bæjarstjórn tekur málið fyrir verði horft til þessarar afstöðu og sjónarmið um jafnræði og gagnsæi höfð að leiðarljósi.

11.Austurbrú og Hafnarstræti - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2021020310Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar syðst á reitnum. Í tillögunni er gert ráð fyrir að á svæðinu verði byggðar 60-70 íbúðir í húsum sem liggja að Austurbrú, íbúðahóteli með 16-20 hótelíbúðum og verslun- og þjónustu á neðstu hæðinni við Hafnarstræti (lóð nr. 80) auk þess sem gert er ráð fyrir viðbyggingu sunnan við Hafnarstræti 82 en ekki norðan megin við húsið eins og í gildandi skipulagi. Þá er gata sem var á milli Hafnarstrætis 80 og Austurbrúar 10-12 felld niður og í staðinn verður þar gönguleið og garðar milli húsa. Einnig eru gerðar breytingar á bílastæðum við Hafnarstræti, staðsetningu einstefnu o.fl.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með minniháttar lagfæringum í samræmi við umræður á fundinum.

12.Laxagata 4 - fyrirspurn um fjölgun gistieininga

Málsnúmer 2021030340Vakta málsnúmer

Lagt fram að lokinni grenndarkynningu erindi Haraldar S. Árnasonar dagsett 3. mars 2021 fyrir hönd eigenda Laxagötu 4, þar sem óskað er eftir heimild til að breyta eldra bakhúsi í 3 gistieiningar. Fram kemur að möguleiki sé á að koma 3 bílastæðum fyrir á lóðinni. Ein athugasemd barst.
Skipulagsráð samþykkir að núverandi bakhúsi á lóð Laxagötu 4 verði breytt í þrjár gistieiningar. Umrætt svæði er á miðsvæði samkvæmt gildandi aðalskipulagi þar sem heimilt er að vera með rekstrarleyfisskylda gististarfsemi. Þá eru þegar 3 bílastæði á lóðinni auk þess sem gott aðgengi er að almennum bílastæðum í næsta nágrenni. Skipulagsráð samþykkir jafnframt tillögu að svörum við efni athugasemdar. Er afgreiðslu byggingarleyfis vísað til byggingarfulltrúa þegar umsókn berst.
Fylgiskjöl:

13.Laugargata 3 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna reiðhjólaverkstæðis

Málsnúmer 2021030443Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu fyrirspurn Þórhalls M. Kristjánssonar dagsett 4. mars 2021 um hvort heimild fáist til að reka reiðhjólaverkstæði í bílskúr við Laugargötu 3 sumarið 2021. Engin athugasemd barst.
Þar sem engin athugasemd barst við grenndarkynningu málsins gerir skipulagsráð ekki athugasemd við breytingu á notkun og vísar málinu til afgreiðslu bygggingarfulltrúa.
Fylgiskjöl:

14.Nonnahagi 1 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2021032238Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. mars 2021 þar sem Ágúst Guðnason og Sara Rut Unnarsdóttir sækja um lóð nr. 1 við Nonnahaga.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

15.Sjafnargata 1 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2021041224Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Klettáss ehf. dagsett 26. apríl 2021 um lóðina Sjafnargötu 1, með fyrirvara um heimild til að breyta deiliskipulagi svæðisins til samræmis við meðfylgjandi uppdrátt. Er óskað eftir að lóðinni verði skipt í tvennt og að heildarbyggingarmagn lóðanna minnki úr 4.306 fm í 2.050 fm.
Skipulagsráð samþykkir að veita umsækjanda lóðina og heimilar honum að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi til samræmis við umsókn í samráði við sviðsstjóra skipulagssviðs. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Brekkugata 29 - Brekkugata ehf. - beiðni um umsögn - rekstrarleyfi

Málsnúmer 2021040745Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um rekstrarleyfi fyrir leigu íbúða í Brekkugötu 29. Er áætlaður fjöldi gesta 7-9.
Að mati skipulagsráðs samræmist það ekki gildandi aðalskipulagi að vera með rekstrarleyfisskylda gististarfsemi í húsinu þar sem engin bílastæði eru á lóðinni. Samkvæmt ákvæðum aðalskipulagsins þyrftu að vera a.m.k. 2 bílastæði til staðar innan lóðar.

17.Deilibíll á Akureyri - tilraunaverkefni 2021

Málsnúmer 2021041138Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulagssviðs kynnti samstarfsverkefni Eflu verkfræðistofu, Zipcar, Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Akureyrarbæjar sem felur í sér að gera deilibíl aðgengilegan íbúum í sveitarfélögunum í 6 mánuði.
Skipulagsráð samþykkir að útbúið verði eitt stæði miðsvæðis fyrir deilibíl í samvinnu við umhverfis- og mannvirkjasvið og Zipcar.

18.Hamrar - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fráveitu

Málsnúmer 2021041207Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. apríl 2021 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lögn fráveitu frá Hömrum í lögn við Wilhelmínugötu.
Skipulagsráð samþykkir að gefið verði út framkvæmdaleyfi til samræmis við umsókn, með eftirfarandi skilyrðum.

- Hafa þarf samráð við Landsnet vegna nálægðar framkvæmda við fyrirhugaða Hólasandslínu 3.

- Fara þarf eftir ákvæðum 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

19.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2020120557Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 809. fundar, dagsett 8. apríl 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

20.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2020120557Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 810. fundar, dagsett 15. apríl 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:55.