Bæjarráð

3645. fundur 04. júlí 2019 kl. 08:15 - 10:19 Fundaaðstaða bæjarstjóra á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Andri Teitsson
  • Heimir Haraldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hulda Sif Hermannsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra
Dagskrá
Andri Teitsson L-lista mætti í forföllum Höllu Bjarkar Reynisdóttur.
Heimir Haraldsson S-lista mætti í forföllum Hildu Jönu Gísladóttur.
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista mætti í forföllum Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2018-2022 - skipulagsráð

2018060500

Lögð fram tillaga um að Orri Kristjánsson S-lista verði varaformaður skipulagsráðs í stað Helga Snæbjarnarsonar L-lista sem er ekki lengur fulltrúi í skipulagsráði skv. ákvörðun bæjarstjórnar 18. júní sl.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 10. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með 5 samhljóða atkvæðum.

2.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2018-2022 - stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar

2018060500

Lögð fram tillaga um breytingu á skipan fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar:

Geir Kristinn Aðalsteinsson, kt. 070275-5629, tekur sæti varamanns í stað Höllu Bjarkar Reynisdóttir, kt. 170967-5189, en hún hefur tekið sæti aðalmanns Guðmundar Baldvins Guðmundssonar, kt.181262-5089.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 10. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með 5 samhljóða atkvæðum.

3.Lántaka Akureyrarbæjar 2019

2019060413

Rætt um lántöku Akureyrarbæjar.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 27. júní sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð heimilar sviðsstjóra fjársýslusviðs, með vísan til fjárhagsáætlunar ársins, að sækja um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir allt að 1,5 milljarð króna.

4.Sjávargata Hrísey - lóð 152127 - kauptilboð

2017100212

Erindi dagsett 8. apríl 2019 þar sem Tryggvi Gunnarsson fasteignasali f.h. Guðmars ehf. gerir kauptilboð í fasteignir Akureyrarbæjar, Ægisgötu 11 (fastanúmer 221-7703) og Ægisgötu 13 (fastanúmer 223-2752) í Hrísey. Fasteignin Sjávargata í Hrísey (fastanúmer 215-6391) er boðin í makaskiptum og tilboð gerir að auki ráð fyrir að Akureyrarbær greiði 6,5 milljónir í peningum.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 27. júní sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Erla Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og mannvirkjasviðs og felur sviðsstjóra að leggja mat á hagkvæmni þess að færa starfsemi slökkviliðs og áhaldahúss í eitt húsnæði og kanna jafnframt áhuga Norðurorku og Björgunarsveitar Hríseyjar á samnýtingu á húsnæðinu.

5.Breytingar á viðræðuáætlunum - eingreiðslur

2019070111

Kynntar breytingar á viðræðuáætlunum Sambands íslenskra sveitarfélaga við hluta viðsemjenda. Breytingarnar fela m.a. í sér að greiddar verða eingreiðslur vegna tafa við gerð kjarasamninga.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs og sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

6.Mánaðarskýrsla bæjarráðs um starfsmanna- og launamál 2019

2019020370

Lögð fram til kynningar mánaðarskýrsla um yfirvinnu og fleira fyrir júní 2019.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

7.Heiti sveitarfélagsins - breyting 2019

2018100324

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 4. júní sl. að breyta heiti sveitarfélagsins úr Akureyrarkaupstaður í Akureyrarbær.

Með bréfi dagsettu 26. júní 2019 samþykkti Örnefnanefnd fyrir sitt leyti breytingu á heiti sveitarfélagsins úr Akureyrarkaupstaður í Akureyrarbær.

Lögð fram drög að erindi til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins með beiðni um að ráðuneytið staðfesti og auglýsi nýtt heiti sveitarfélagsins.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 10. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni að senda erindi til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins með beiðni um að ráðuneytið staðfesti og auglýsi nýtt heiti sveitarfélagsins.

8.Miðbær - uppfærsla deiliskipulags

2017010274

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 26. júní 2019:

Lagt fram minnisblað formanns skipulagsráðs og sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett í júní 2019 um skipulag miðbæjar Akureyrar. Er þar lagt til að hafin verði vinna við endurskoðun deiliskipulagsins.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að fara í vinnu við endurskoðun deiliskipulags miðbæjar Akureyrar þar sem m.a. verður skoðað hvort að áfram eigi að miða við færslu Glerárgötu eða miða við núverandi legu hennar.

Orri Kristjánsson S-lista sat hjá við afgreiðsluna.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 10. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs með 5 samhljóða atkvæðum.

9.Hverfisnefnd Oddeyrar - fundargerðir

2019020450

Lögð fram fundargerð 75. fundar hverfisnefndar Oddeyrar dagsett 11. júní 2019.

Fundargerðir nefndarinnar er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/oddeyri/fundargerdir
Bæjarráð vísar liðum 2.1 og 2.2 til umhverfis- og mannvirkjasviðs, liðum 2.3 og 3.2 til skipulagssviðs, lið 3.1 til stjórnsýslusviðs og aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

10.Stjórn Hafnasamlags Norðurlands bs. - fundargerðir

2019030011

Lögð fram til kynningar fundargerð 241. fundar stjórnar Hafnasamlags Norðurlands bs., dagsett 25. júní 2019. Fundargerðina er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.port.is/isl/index.php?pid=167

11.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir

2019010399

Lögð fram til kynningar fundargerð 872. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 21. júní 2019.

Fundargerðina má finna á eftirfarandi vefslóð: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

Fundi slitið - kl. 10:19.