Bæjarráð

3669. fundur 30. janúar 2020 kl. 08:15 - 10:54 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir varaformaður
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.
Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista mætti í forföllum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.

1.Verkfallslisti - auglýsing 2020

Málsnúmer 2019110335Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á lista yfir starfsmenn sveitarfélagsins sem ekki hafa verkfallsheimild skv. lögum um opinbera starfsmenn.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir breytinguna.

2.Gallup - þjónusta sveitarfélaga 2019 Akureyri

Málsnúmer 2019090285Vakta málsnúmer

Matthías Þorvaldsson frá Gallup kynnti helstu niðurstöður þjónustukönnunar fyrir Akureyrarbæ.

Þórhallur Jónsson bæjarfulltrúi og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Matthíasi fyrir kynninguna. Jafnframt beinir bæjarráð því til nefnda og ráða að taka niðurstöður könnunarinnar til umfjöllunar.

3.Samfélagsmiðla- og vefstefna

Málsnúmer 2019040494Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að nýrri vefstefnu Akureyrarbæjar. Stjórn Akureyrarstofu samþykkti drögin fyrir sitt leyti 23. janúar sl. og vísaði þeim til afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir drög að vefstefnu með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Jafnframt vísar bæjarráð drögunum til umfjöllunar í fastanefndum bæjarins.

4.Miðbær - uppfærsla deiliskipulags - erindisbréf stýrihóps

Málsnúmer 2017010274Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að erindisbréfi stýrihóps um endurskoðun deiliskipulags miðbæjar Akureyrar til að flýta fyrir uppbyggingu miðbæjarins.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að erindisbréfi stýrihópsins.

5.Hlíðarfjall - rekstur - skipan stjórnar

Málsnúmer 2019070527Vakta málsnúmer

Samkvæmt erindisbréfi stjórnar Hlíðarfjalls skal bæjarráð skipa í stjórnina þrjá fulltrúa og einn til vara. Skipun þeirra gildir á kjörtímabilinu. Fulltrúar í stjórn skulu vera með reynslu og/eða þekkingu á fjármálum sveitarféaga. Bæjarráð skipar formann stjórnar.
Bæjarráð skipar Höllu Björk Reynisdóttur L-lista formann stjórnar, Andra Teitsson L-lista og Evu Hrund Einarsdóttur D-lista í stjórn Hlíðarfjalls og Guðmund Baldvin Guðmundsson B-lista sem varamann.

6.Samband íslenskra sveitarfélaga - 35. landsþing 2020

Málsnúmer 2020010436Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 20. janúar 2020 frá Karli Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til XXXV. landsþings sambandsins fimmtudaginn 26. mars nk. á Grand hóteli í Reykjavík.

7.Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir

Málsnúmer 2018110047Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 242. fundar stjórnar Norðurorku hf. dagsett 13. desember 2019.

8.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 457. mál

Málsnúmer 2020010526Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 24. janúar 2020 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 457. mál 2020.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/150/s/0644.html
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í velferðarráði.

Fundi slitið - kl. 10:54.