Skipulagsráð

346. fundur 28. október 2020 kl. 08:00 - 11:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Þórhallur Jónsson formaður
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson
  • Orri Kristjánsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Margrét Mazmanian Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá
Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista mætti í forföllum Ólafar Ingu Andrésdóttur.

Formaður óskaði eftir að bæta inn á dagskrá lið 18, Miðbær - uppfærsla deiliskipulags, og taka af dagskrá lið 3 í útsendri dagskrá og var það samþykkt.

1.Oddeyri - breyting á aðalskipulagi 2018-2030

Málsnúmer 2019090318Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 22. október 2020 um tillögu að breytingu á aðalskipulagi á Oddeyri.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að gera tillögu að breytingu á skipulagsgögnum til að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar.

2.Sjúkrahúsið á Akureyri - breyting á deiliskipulagi vegna byggingar á hjólaskýli

Málsnúmer 2020100615Vakta málsnúmer

Erindi Kára Magnússonar dagsett 22. október 2020, fyrir hönd Sjúkrahússins á Akureyri, þar sem óskað er eftir að deiliskipulagi fyrir sjúkrahúsið verði breytt þannig að byggja megi hjólaskýli sem er um 70 m² að grunnfleti, á tveimur hæðum, við D-álmu sjúkrahússins. Þá er jafnframt lagt fram erindi Fanneyjar Hauksdóttur dagsett 22. október 2020, fyrir hönd Sjúkrahússins á Akureyri, þar sem sótt er um að stækka anddyri við norðurhluta spítalans.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi umsóknir. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og Akureyrarbæjar. Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að annast gildistöku hennar þegar deiliskipulagsuppdráttur berst.

3.Hólasandslína 3 - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2020060507Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn Landsnets dagsett 14. október 2020 varðandi tilfærslu á aðkomustígum að nýrri brú yfir Glerárgil.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við færslu á aðkomustígum í samræmi við fyrirspurn og telur að ný lega sé í samræmi við afmörkun þeirra í aðalskipulagi.

4.Hlíðarfjall - umsókn um skilti, umgengni á vatnsverndarsvæði

Málsnúmer 2020100319Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. október 2020 þar sem Hrönn Brynjarsdóttir fyrir hönd Norðurorku hf. sækir um leyfi til að setja upp tvö skilti um umgengni og umferð á vatnsverndarsvæðum Norðurorku.

Skiltin yrðu staðsett annars vegar í Glerárdal við aðkomuleið að Glerárstíflu efri og hins vegar við Lögmannshlíðarveg norðan Lögmannshlíðarkirkju.
Skipulagsráð samþykkir að skiltin verði sett upp í samræmi við umsókn.

5.Strandgata 12 - endurnýjun hleðslustöðvar ON

Málsnúmer 2020100353Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 12. október 2020 þar sem Bjarni Þór Einarsson fyrir hönd Orku náttúrunnar ohf. sækir um leyfi fyrir skýli yfir hleðslustöð fyrirtækisins sem stendur á lóð nr. 12 við Strandgötu. Meðfylgjandi er samþykki lóðarhafa.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að byggt verði skýli yfir hleðslustöðina og vísar afgreiðslu málsins til byggingarfulltrúa.

6.Austurvegur 11 - fyrirspurn vegna byggingu bílgeymslu

Málsnúmer 2020100478Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. október 2020 þar sem Teitur Björgvinsson leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu bílgeymslu við hús nr. 11 við Austurveg. Meðfylgjandi er teikning.
Þar sem fyrirhuguð bygging er á lóðarmörkum telur ráðið að forsenda þess að gerð verði breyting til samræmis við erindið sé að fyrir liggi samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar. Afgreiðslu frestað.


7.Krossanes 4 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna trjágróðurs

Málsnúmer 2020100524Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. október 2020 þar sem Þórdís Huld Vignisdóttir fyrir hönd TDK Foil Iceland ehf. sækir um leyfi til að planta trjám og runnum ofan við aflþynnuverksmiðjuna í Krossanesi 4.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við gróðursetningu innan lóðarinnar með fyrirvara um að samráð verði haft við umhverfis- og mannvirkjasvið um plöntutegundir og nákvæmari afmörkun svæðisins.

8.Hrímland 15-28 og Hrókaland 1-7 - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð og jarðvegsskiptum

Málsnúmer 2020100574Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. október 2020 þar sem SS Byggir ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegsskiptum og gatnagerð fyrir hús 15, 18, 20, 22, 24, 26 og 28 við Hrímland og hús 1, 3, 5 og 7 við Hrókaland.
Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir gatnagerð í samræmi við umsókn enda verði hæðarsetning gatna unnin í samráði við skipulagssvið og umhverfis- og mannvirkjasvið. Afgreiðslu á leyfi fyrir jarðvegsskiptum fyrir húsin er vísað til byggingarfulltrúa.

9.Freyjunes 1 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2020100438Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. október 2020 þar sem Sigurður Smári Hilmarsson, fyrir hönd Bygma Íslands ehf., óskar eftir að réttindi skráð á lóðina Freyjunes 1 verði færð frá Alorku ehf. yfir á Bygma Ísland ehf.
Skipulagsráð samþykkir yfirfærslu réttinda.

10.Gleráreyrar 1 - umsókn um leyfi fyrir auglýsingum á útiskilti

Málsnúmer 2020100212Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. október 2020 þar sem Eik fasteignafélag hf. sækir um leyfi fyrir birtingu auglýsinga á útiskilti Eikar á lóð Glerártorgs. Óskað er eftir leyfi til að birta aðrar auglýsingar á skiltinu heldur en þær er auglýsa þjónstu/vörur Glerártorgs.
Meirihluti skipulagsráðs gerir ekki athugasemd við að birtar verði aðrar auglýsingar en þær sem auglýsa þjónustu og vörur Glerártorgs.

Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista situr hjá og Arnfríður Kjartansdóttir V-lista greiðir atkvæði á móti og samþykkir ekki að birtar verði aðrar auglýsingar en þær sem auglýsa þjónustu og vörur Glerártorgs.

11.Gleráreyrar 1 - umsókn um stækkun skiltis

Málsnúmer 2020100554Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 20. október 2020 þar sem Eik rekstrarfélag ehf. sækir um leyfi fyrir stækkun LED skilta sem standa á lóð nr. 1 við Gleráreyrar. Fyrirhugað er að stækka skjáina í tæplega 5 metra á breidd og 4 metra á hæð.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir ekki stækkun LED skilta. Þórhallur Jónsson D-lista situr hjá.

12.Hafnarstræti 82 til 90 - lóðamál

Málsnúmer 2016050036Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulagssviðs fór yfir stöðu mála varðandi frágang bílastæða við Hafnarstræti 86 og 86a.

13.Margrétarhagi 1 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020100636Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. október 2020 þar sem BF Byggingar ehf. sækja um lóðina Margrétarhaga 1 og óska jafnframt eftir því að fá að byggja fjölbýlishús með 7-9 íbúðum í staðin fyrir raðhús. Um yrði að ræða sambærilegt hús og eru í byggingu við Halldóruhaga 4-6 og Jóninnuhaga 2-4.
Skipulagsráð hafnar því að breyta deiliskipulagi lóðar á þann veg að byggja megi fjölbýlishús með 7-9 íbúðum í staðinn fyrir raðhús með 5 íbúðum.

14.Nonnahagi 7 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020100602Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. október 2020 þar sem FES ehf. sækir um lóð nr. 7 við Nonnahaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

15.Baldursnes 5 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020100397Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. október 2020 þar sem Naustagata 13 ehf. sækir um lóð nr. 5 við Baldursnes. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

16.Nonnahagi 13 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2020100507Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. október 2020 þar sem Sverrir Gestsson sækir um lóð nr. 13 við Nonnahaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

17.Steindórshagi 1-7 - umsókn um frest

Málsnúmer 2019090131Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. október 2020 þar sem Hafþór Helgason fyrir hönd HHS verktaka ehf, sækir um framkvæmdafrest á lóðinni nr. 1-7 við Steindórhaga til 1. júní 2021. Meðfylgjandi er tölvupóstur.
Skipulagsráð samþykkir að veita framkvæmdafrest í samræmi við fyrirliggjandi erindi.

18.Miðbær - uppfærsla deiliskipulags

Málsnúmer 2017010274Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar.

19.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2020

Málsnúmer 2019120357Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 785. fundar, dagsett 9. október 2020, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

20.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2020

Málsnúmer 2019120357Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 786. fundar, dagsett 15. október 2020, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

21.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2020

Málsnúmer 2019120357Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 787. fundar, dagsett 22. október 2020, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:00.