Frístundaráð

14. fundur 28. september 2017 kl. 12:00 - 14:20 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fimleikafélag Akureyrar

Málsnúmer 2017070048Vakta málsnúmer

Á fundinn mættu fulltrúar Fimleikafélags Akureyrar, Hermann Herbertsson formaður, Rannveig Jóhannsdóttir gjaldkeri og Snorri Bergþórsson framkvæmdastjóri.
Frístundaráð þakkar fulltrúum FIMAK fyrir komuna á fundinn og beinir því til stjórnar FIMAK að leita til ÍBA um málefni félagsins.

2.Aðildarfélög ÍBA - áætlanir og ársreikningar

Málsnúmer 2012100168Vakta málsnúmer

Deildarstjóri íþróttamála lagði fram til kynningar samantekt frá Karli Guðmundssyni verkefnastjóra á fjársýslusviði um ársreikninga og rekstur stærstu aðildarfélaga ÍBA árið 2016.

3.Melgerðisás - deiliskipulag

Málsnúmer 2015050023Vakta málsnúmer

Skipulagssvið óskar eftir umsögn frístundaráðs á tillögum að deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi á Melgerðisás, við Skarðshlíð og á íþróttasvæði Þórs.

Á fundinn mætti Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála og fór yfir tillögur að breyttu deiliskipulagi fyrir Þórssvæðið.

Frístundaráð gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu svo framanlega sem hún sé unnin í samráði við íþróttafélögin Þór og UFA.



Þórunn Sif Harðardóttir D-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Ekki er ráðlegt að svo stöddu að breyta deiliskipulagi í íbúabyggð á nyrsta hluta Þórssvæðisins (núverandi kastsvæði). Ekki er enn búið að ákveða hver næstu skref verða í þróun íþróttasvæðisins svo sem hvar gervigrasvöllur verður og hvar hugsanlegt frjálsíþróttahús verður staðsett. Á meðan slíkt er óljóst er óskynsamlegt að þrengja að íþróttasvæðinu.

4.Kvenna-/jafnréttisstyrkir íþróttaráðs

Málsnúmer 2014040042Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað deildarstjóra íþróttamála vegna úthlutunar kvenna-/jafnréttisstyks frístundaráðs árið 2017.

5.Fjárhagsáætlun frístundaráðs 2018

Málsnúmer 2017060007Vakta málsnúmer

Umræða um fjárhags- og starfsáætlun frístundaráðs 2018.
Frístundaráð samþykkir hækkun á gjaldskrá fyrir Rósenborg, Punktinn og Víðilund og vísar þeim til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.



Á næsta ári er rekstur í Hlíðarfjalli að lækka um rúmar 30,4 milljónir króna vegna afskrifta á stólalyftunni Fjarkanum. Frístundaráð óskar eftir því við bæjarráð að fá að nota þessa upphæð til að hækka frístundastyrk úr kr. 20.000 pr. barn upp í kr. 30.000 pr. barn. Kostnaðarauki við þessa tillögu er rúmar kr. 25.102.000. Einnig óskar ráðið eftir því að fá eitt viðbótarstöðugildi til að ráða starfsmann sem sinnir verkefnum þvert á deildir samfélagsssviðs. Kostnaður kr. 5.000.000.



Fjárhagsrammi fyrir málaflokk 106 vegna ársins 2018 er kr. 2.005.232.000 og er framlögð fjárhagsáætlun innan þess ramma.



Frístundaráð samþykkir framlagða fjárhags- og starfsáætlun 2018 og vísar þeim til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

6.Samfélagssvið - rekstur mannvirkja

Málsnúmer 2017040142Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 8 mánaða rekstaryfirlit mannvirkja/stofnana sem heyra undir frístundaráð.

7.Lokaskýrsla Félak 2016 - 2017

Málsnúmer 2017070015Vakta málsnúmer

Lokaskýrsla vegna starfsemi Félagsmiðstöðva Akureyrar veturinn 2016 - 2017 lögð fram til kynningar.
Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 14:20.