Bæjarstjórn

3437. fundur 26. júní 2018 kl. 16:00 - 18:26 Hamrar í Hofi
Nefndarmenn
  • Hilda Jana Gísladóttir 1. varaforseti
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Andri Teitsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Hildur Betty Kristjánsdóttir L-lista mætti í forföllum Höllu Bjarkar Reynisdóttur.

Í upphafi fundar bauð forseti Hildi Betty Kristjánsdóttur velkomna á hennar fyrsta bæjarstjórnarfund.

Forseti leitaði síðan afbrigða til að taka á dagskrá liðinn Trúnaðaryfirlýsing bæjarfulltrúa 2018-2022 sem verði 9. liður á dagskrá og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2018-2022

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga M-lista um breytingu á skipan varafulltrúa í fræðsluráði og umhverfis- og mannvirkjaráði:

Hlynur Jóhannsson tekur sæti varafulltrúa í fræðsluráði í stað Berglindar Bergvinsdóttur.

Berglind Bergvinsdóttir tekur sæti varafulltrúa í umhverfis- og mannvirkjaráði í stað Hlyns Jóhannsonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Málefnasamningur um meirihlutasamstarf kjörtímabilið 2018-2022

Málsnúmer 2018060455Vakta málsnúmer

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti málefnasamning L-lista, Framsóknarflokks og Samfylkingar um meirihlutasamstarf kjörtímabilið 2018-2022.
Almennar umræður urðu um málefnasamninginn.

Fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins óskuðu eftir að eftirfarandi yrði bókað:

Málefnasamningur meirihlutans sem hér hefur verið til umræðu hefur þann galla að ekki er nokkur leið að lesa út úr honum hvað meirihlutinn hyggst fyrir á kjörtímabilinu og því fullkomlega óhæfur sem umræðugrundvöllur um stefnu og áherslur meirihlutans.

Ef ætlunin er að láta hendur standa fram úr ermum á kjörtímabilinu óskum við eftir því að fyrirætlanir meirihlutans verði til umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar og til grundvallar umræðunni liggi spurningar þær sem við höfum lagt fram hér á fundinum og skrifleg svör meirihlutans við þeim. Skjal með spurningunum er lagt fram sem fylgiskjal við fundargerðina þar sem þær eru of margar til að rúmast í einni bókun.

Sé ætlunin að komast í gegnum annað kjörtímabil án mikilla aðgerða er eðlilegt að horft sé framhjá þessari beiðni.

3.Melgerðisás - deiliskipulag

Málsnúmer 2015050023Vakta málsnúmer

9. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 18. maí 2018:

Deiliskipulag Melgerðisáss og Skarðshlíðar var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Fréttablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrarbæjar og á heimasíðu bæjarins. Samhliða var auglýst breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, breyting á suðurhluta Hlíðahverfis og breyting á íþróttasvæði Þórs. Athugasemdir og umsagnir eru í fylgiskjali. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 15. nóvember 2017 og 24. janúar 2018. Deiliskipulaginu hefur nú verið skipt upp í tvær áætlanir, Melgerðisás og Skarðshlíð A-hluta, sem nær yfir Melgerðisásinn og neðri hluta Skarðshlíðar og B-hluta sem nær yfir kastsvæðið. Skipulagsráð samþykkti svör við athugasemdum en frestaði afgreiðslu á fundi 18. apríl 2018.

Skipulagsráð samþykkir að skipulagssvæðinu verði skipt upp í tvö skipulagssvæði A- og B-hluta og deiliskipulagi B-hluta verði frestað. Skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga fyrir A-hlutann þannig breytt og breyting á suðurhluta Hlíðahverfis verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Kjarnagata 2 - aðgengi til og frá lóð frá Miðhúsabraut

Málsnúmer 2017110100Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 20. júní 2018:

Lagt fram að nýju erindi Guðrúnar Evu Gunnarsdóttur dagsett 2. nóvember 2017, f.h. Haga hf. kt. 670203-2120, þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi vegna nýrrar tengingar Kjarnagötu 2 við Miðhúsabraut. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi 31. maí 2018. Deiliskipulagsbreyting dagsett 1. júní 2018 er lögð fram með erindinu ásamt minnisblaði Verkís dagsett 3. maí 2018.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um að gert verði ráð fyrir aðrein (vasa) frá Miðhúsabraut inn á lóð Kjarnagötu 2 til að bæta umferðaröryggi.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Dalsbraut, frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018060100Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 20. júní 2018:

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Dalsbrautar, frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut. Í breytingunni felst að afmörkun skipulagssvæðisins við Miðhúsabraut breytist til samræmis við breytingu á deiliskipulagi sem unnið er að vegna tengingar Miðhúsabrautar við Kjarnagötu 2 (mál 2017110100).

Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg og mælir með að hún verði samþykkt í bæjarstjórn með vísun í 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki er talin þörf á grenndarkynningu.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Daggarlundur 18 - fyrirspurn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2017060161Vakta málsnúmer

8. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 20. júní 2018:

Lögð fram, að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem felst í stækkun á lóðinni Daggarlundur 18 úr 720 fm í 1.200 fm. Tillagan var grenndarkynnt með bréfi dagsettu 3. maí 2018 með athugasemdafresti til 31. maí. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Landsnet - kerfisáætlun 2018-2027

Málsnúmer 2018060065Vakta málsnúmer

Umræða um kerfisáætlun Landsnets 2018-2027.

Áætlunin er aðgengileg á slóðinni https://www.landsnet.is/um-okkur/utgafa-og-samskipti/kynningarrit-og-skyrslur/kerfisaaetlun-2018-2027/

Andri Teitsson kynnti tillögu að umsögn bæjarstjórnar Akureyrar um kerfisáætlunina. Umsögnin var unnin í samstarfi bæjarfulltrúa meiri- og minnihluta.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða umsögn um kerfisáætlun Landsnets 2018-2027 með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Bæjarstjórnarfundir í júlí og ágúst - 2018

Málsnúmer 2018060306Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar 2018:

Í samræmi við 4. mgr. 8. gr. og 5. mgr. 33. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar samþykkir bæjarstjórn að frá og með 1. júlí til og með 31. ágúst 2018 verði sumarleyfi bæjarstjórnar. Ekki verða haldnir fundir í bæjarstjórn á framangreindu tímabili nema þörf krefji eða þriðjungur bæjarfulltrúa krefjist þess. Jafnframt er bæjarráði á þessum tíma heimiluð fullnaðarafgreiðsla þeirra mála sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu og lög mæla ekki gegn.
Gunnar Gíslason f.h. minnihlutans bar upp breytingatillögu þess efnis að sumarleyfi bæjarstjórnar yrði frá og með 1. júlí til og með 17. ágúst og næsti fundur bæjarstjórnar yrði því 21. ágúst nk.


Forseti las því næst upp eftirfarandi tillögu með breytingatillögu minnihlutans og bar undir atkvæði:

Í samræmi við 4. mgr. 8. gr. og 5. mgr. 33. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar samþykkir bæjarstjórn að frá og með 1. júlí til og með 17. ágúst 2018 verði sumarleyfi bæjarstjórnar. Ekki verða haldnir fundir í bæjarstjórn á framangreindu tímabili nema þörf krefji eða þriðjungur bæjarfulltrúa krefjist þess. Jafnframt er bæjarráði á þessum tíma heimiluð fullnaðarafgreiðsla þeirra mála sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu og lög mæla ekki gegn.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

9.Trúnaðaryfirlýsing bæjarfulltrúa 2018 - 2022

Málsnúmer 2018060368Vakta málsnúmer

Trúnaðaryfirlýsingar vegna starfa í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2018-2022 lagðar fram og undirritaðar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Bæjarráð 21. júní 2018
Skipulagsráð 20. júní 2018
Umhverfis- og mannvirkjaráð 15. júní 2018
Velferðarráð 20. júní 2018

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 18:26.