Skipulagsráð

265. fundur 14. júní 2017 kl. 08:00 - 11:25 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Ólafur Kjartansson
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Ólafur Kjartansson V-lista mætti í forföllum Edwards Hákonar Huijbens.
Formaður bar upp ósk um að taka af dagskrá lið 1, Miðbær - uppfærsla deiliskipulags, og bæta inn á dagskrá lið 15, Glerárgil sunnan Skotfélags Akureyrar - aðgengi almennings, og lið 16, Oddeyri - rammahluti aðalskipulags, sem ekki voru í útsendri dagskrá og var það samþykkt.

1.Austurbrú 10-12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017050207Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. maí 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 10-12 við Austurbrú. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Ingólfur mætti á fundinn útskýrði heildaryfirbragða íbúðarhúsanna við Austurbrú og svaraði fyrirspurnum.
Helgi Snæbjarnarson L-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð þakkar Ingólfi fyrir kynninguna.

Meirihluti skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og vísar afgreiðslu byggingarleyfis til byggingarfulltrúa.

Ólafur Kjartansson V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

2.Melgerðisás - deiliskipulag

Málsnúmer 2015050023Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi Melgerðisáss ásamt breytingu á deiliskipulagi suðurhluta Hlíðahverfis hvað varðar afmörkun deiliskipulagsins. Áður lögð fram kostnaðargreining Eflu verkfræðistofu vegna skipulagsins.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

3.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - Melgerðisás

Málsnúmer 2016060068Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 vegna þéttingar byggðar við Melgerðisás. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

4.Íþróttasvæði Þórs, kastsvæði - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2016100138Vakta málsnúmer

Skipulagsráð samþykkti á fundi 15. febrúar 2017 að senda til umsagnar uppfærðan uppdrátt af deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs sem breyta á samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss. Nýtt svæði fyrir kastíþróttir verður skilgreint. Tillagan er dagsett 13. febrúar 2017 og unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt.

Þrjár umsagnir bárust.

1) UFA, dagsett 28. febrúar 2017.

Stjórn UFA er sátt við drögin í núverandi mynd og gerir ekki athugasemd.

2) Íþróttafélagið Þór, dagsett 21. febrúar 2017.

Íþróttafélagið er mótfallið því að taka allt svæðið norðan Skarðshlíðar undir íbúðabyggð. Í tillögunni er ökuleið áfram inni en nokkur hæðarmunur er á núverandi hæð ökuleiðar og knattspyrnuvalla sunnan hennar. Nauðsynlegt er fyrir íþróttafélagið að sjá hvernig á að útfæra þetta. Möguleiki er að leggja af þann hluta ökuleiðar sem er á milli merkts knattspyrnuvallar og Bogans. Hugmyndin gengur aðeins upp ef samstarf Þórs og UFA er náið og hnökralaust.

3) Frístundaráð, dagsett 23. febrúar 2017.

Ekki er gerð athugasemd en áhersla er á að tillagan verði unnin í góðri samvinnu við stjórnir Þórs og UFA.

Ekki bárust umsagnir frá Íþróttabandalagi Akureyrar og Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis. Óskað var eftir kostnaðarmati á fyrirhuðuðum framkvæmdum og barst það 4. apríl 2017. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 12. apríl 2017. Tillagan sem nú er lögð fram er dagsett 20. apríl 2017 og unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

5.Drottningarbrautarstígur - umsókn um breytingu á aðalskipulagi.

Málsnúmer 2017050115Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. maí 2017 þar sem Tómas Björn Hauksson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um að gerð verði breyting á aðalskipulagi svo hægt sé að koma fyrir aðalstíg meðfram Drottningarbraut. Sjá skýringarmynd.

Sviðsstjóri skipulagssviðs lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 dagsetta 5. júní 2017 unna af Árna Ólafssyni.

Tillagan var send til umsagnar Eyjafjarðarsveitar, þar sem stígurinn nær að sveitafélagamörkum og umsögnin liggur fyrir.

Tómas Björn Hauksson umhverfis- og mannvirkjssviði mætti á fundinn og ræddi tillöguna.
Skipulagsráð þakkar Tómasi fyrir komuna og leggur til við bæjarstjórn að þar sem hér er um óverulega breytingu á aðalskipulagi að ræða, verði aðalskipulagsbreytingin samþykkt og afgreidd samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að senda erindið til Skipulagsstofnunar.

6.Hálönd - skipulagslýsing

Málsnúmer 2017030536Vakta málsnúmer

Skipulagslýsing fyrir 3. áfanga Hálanda var auglýst skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 10. maí 2017.

Sex umsagnir bárust:

1) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, dagsett 16. maí 2017.

Heilbrigðiseftirlitið telur að upplýsingar um neysluvatnsöflun vanti í skipulagslýsinguna.

2) Vegagerðin, dagsett 17. maí 2017.

Engin athugasemd er gerð.

3) Minjastofnun, 17. maí 2017.

Fyrir liggur gömul fornleifaskráning á Akureyri sem uppfyllir ekki staðla Minjastofnunar vegna deiliskipulagsgerðar. Fornleifaskráning á vettvangi skal fara fram áður en gengið er frá deiliskipulagstillögunni og telst henni ekki lokið fyrr en við staðfestingu hjá stofnuninni.

4) Skipulagsstofnun, dagsett 26. maí 2017.

Skipulagsstofnun áréttar að þar sem svæði 1.43.5F er einungis fyrir frístundabyggð og nærþjónustu sem henni tengist sbr. aðalskipulag og ákvæði skipulagsreglugerðar, þá er ekki heimilt að vera þar með atvinnustarfsemi eins og ferðaþjónustu. Að sama skapi þarf í deiliskipulaginu að skilgreina hvað af byggð í 1.43.6F/V skuli vera frístundabyggð og hvað telst til verslunar- og þjónustustarfsemi. Jafnframt er bent á að í deiliskipulaginu þarf að gera grein fyrir fyrirhuguðum hótelrekstri og umhverfismati.

5) Norðurorka, dagsett 31. maí 2017.

Í lýsingunni er tekið fram um kvaðir vegna veitulagna og mikilvægt að þær kvaðir fari einnig inn í einstaka lóðarsamninga sem gerðir verða.

Tekið er fram að svæðið muni tengjast fráveitu Norðurorku. Í því samhengi leggjum við áherslu á að við lokahönnun svæðisins og þar með hæðarsetningu og legu gatna verði tekið fullt tillit til hönnunarþarfa fráveitunnar og sérstöðu hennar með tilliti til vatnshalla o.s.frv.

Loks þarf í deiliskipulagi að árétta kvaðir vegna aðveituæða vatnsveitu frá Hesjuvallalindum eins og fram kemur í aðalskipulagi.

6) Umhverfisstofnun vekur athygli á að samkvæmt vistgerðarkorti Náttúrufræðistofnunar er svæðið sem um ræðir ríkt af vistgerðinni Starungsmýravist. Verndargildi Starungsmýrarvistar er mjög hátt, en vistgerðin er á lista Bernarsamningsins frá 2014 yfir vistgerðir sem þarfnast verndar. Umhverfisstofnun hvetur til þess að reynt verði að koma í veg fyrir að raska þessari vistgerð meðan á framkvæmdum stendur.
Athugasemdum í innkomnum umsögnum er vísað til gerðar deiliskipulagsins.

7.Davíðshagi 2 og 4, Kjarnagata 51 og 53 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017050026Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. maí 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi þannig að bílakjallari færist frá húsum 2 og 4 við Davíðshaga og húsum 51 og 53 við Kjarnagötu og yrðu staðsettir miðsvæðis á lóðinni. Leiksvæði og aðstöðuskýli yrði þá staðsett ofan á bílakjallara. Gert er ráð fyrir 60 bílastæðum í bílakjallaranum. Einnig er óskað eftir að hæðir húsa nr. 51 og 53 við Kjarnagötu verði lækkaður um 30 cm. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 10. maí 2017. Tillagan er dagsett 31. maí 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi. Einnig barst erindi þar sem óskað var eftir fleiri breytingum en komu fram í fyrra erindi. Óskað er eftir breytingu á afmörkun sérafnotahluta fyrir hús á lóðinni, sameiginlegt leiksvæði verði staðsett ofan á þaki bílakjallarans, breytingar á innkeyrslum í bílakjallara og lækkun á lágmarkslofthæð í bílakjallara.
Einungis er um að ræða minniháttar breytingar sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

8.Efnisflutningur um útivistarstíg og reiðleið að Golfklúbbi Akureyrar

Málsnúmer 2016090144Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. maí 2017 þar sem Víkingur Guðmundsson f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, óskar eftir upplýsingum um hvort þau tímamörk sem sett voru á umferð um moldarlosunarveg, sunnan golfvallar, með bókun 28. september 2016 skuli standa þrátt fyrir að ný bráðabirgðareiðleið hafi verið lögð um Naustaborgir fram hjá akstursleiðinni.
Þar sem efnisflutningaleiðin er nálægt íbúðarbyggð setur skipulagsráð eftirfarandi tímatakmarkanir. Efnisflutningar eru einungis heimilir:

Virka daga kl. 07:00-21:00.

Um helgar og hátíðisdaga kl. 09:00-17:00.

9.Oddeyrargata 36 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingum innanhúss

Málsnúmer 2017050206Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. maí 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Hilmars Gunnarssonar sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingum innandyra í húsi nr. 36 við Oddeyrargötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsráð metur viðbygginguna þannig að hún sé í samræmi við húsið og aðliggjandi hús og uppfylli þannig deiliskipulagsskilmála fyrir svæðið. Skipulagsráð felur byggingarfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

10.Umsóknir um styrki til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð 2017

Málsnúmer 2016060179Vakta málsnúmer

Minjastofnun Íslands hefur samþykkt að veita Akureyrabæ styrk vegna úthlutunar úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð í samræmi við ákvæði laga um verndarsvæði í byggð, nr. 87/2015. Lagður fram samningur um styrk úr húsafriðunarsjóði.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að undirrita samninginn og sjá um framkvæmd málsins í samræmi við það.

11.Starfsáætlun skipulagssviðs 2018

Málsnúmer 2017060065Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð sviðsstjóra skipulagssviðs "Starfsáætlun skipulagssviðs 2018".
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða starfsáætlun skipulagssviðs fyrir árið 2018.

12.Atvinnulíf og lóðaþörf

Málsnúmer 2017060064Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að greinargerð sviðsstjóra skipulagssviðs "Greining á atvinnulífi og lóðaþörf fyrir fyrirtæki".
Í ljósi niðurstöðu í greinargerð sviðsstjóra um atvinnulíf og lóðaþörf felur skipulagsráð sviðsstjóra að vinna breytingu á deiliskipulagi Grænhóls athafnasvæðis til fyrra horfs, þó með kröfu um að vanda skuli til bygginga og frágangs lóða og að ekki megi hafa gáma eða lausa muni á lóðunum þar sem þær eru við innkomuleið í bæinn.

Skipulagsráð vísar greinargerðinni að öðru leyti til vinnslu greinargerðar Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030.

13.Sjafnargata 9 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017020149Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. febrúar 2017 þar sem Birgir Snorrason fyrir hönd óstofnaðs einkahlutafélags, sem Brauðgerð Kr. Fasteignir ehf., kt. 450106-1430, og Oddsmýri ehf., kt. 630702-2240, munu stofna um þetta verkefni, sækir um lóðina Sjafnargötu 9 eins og hún er skilgreind í fyrsta skipulagsuppdrætti, lóðarstærð 5.515 fermetrar með byggingarmagn upp á 2.206 fermetra.
Skipulagsráð hefur falið sviðsstjóra skipulagssviðs að endurskoða deiliskipulag svæðisins með það að markmiði að færa það til fyrra horfs.

Lóðir á svæðinu verða auglýstar að loknu því ferli.

Skipulagsráð getur því ekki úthlutað lóðinni að svo stöddu.

14.Hraungerði 1 - umsókn um stækkun á lóð

Málsnúmer 2017050187Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. maí 2017 þar sem Sveinbjörn Sveinbjörnsson sækir um stækkun á lóð sinni nr. 1 við Hraungerði. Um er að ræða fleyg milli gangstéttar og lóðamarka sem óskað er eftir að skeyta við lóð Hraungerðis 1. Sveinbjörn er að hlaða garðvegg í þessarri línu. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð óskar eftir frekari upplýsingum og frestar afgreiðslu erindisins.

15.Glerárgil sunnan Skotfélags Akureyrar - aðgengi almennings

Málsnúmer 2017040116Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. apríl 2017 þar sem Ólafur Kjartansson, varafulltrúi VG í skipulagsráði, leggur til að fjallað verði um fyrirkomulag á aðgengi almennings að Glerágili sunnan svæðisins þar sem Skotfélag Akureyrar hefur útiaðstöðu. Vísast þar meðal annars til ákvæða almannaréttar um ferðafrelsi með bökkum áa og stranda.
Tekið til umræðu.

16.Oddeyri - rammahluti aðalskipulags

Málsnúmer 2015080022Vakta málsnúmer

Skipulagstillagan var auglýst frá 26. apríl með athugasemdafresti til 7. júní 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs.

Þrjár athugasemdir bárust:

1) Ragnar Sverrisson, móttekið 17. maí 2017.

Lagt er til að hringtorg komi á mótum Glerárgötu og Gránufélagsgötu. Auk þess verði hægt að aka niður Eiðsvallagötu þegar komið er sunnan Glerárgötu. Þannig ætti að vera hægt að tengja Oddeyrina aftur og hún verði ekki áfram einangruð frá miðbænum og efri hluta bæjarins. Áréttað er við kjörna bæjarfulltrúa og nefndarmenn í skipulagsráði að það eru þeir, en ekki bæjarstarfsmenn eða undirverktakar, sem bera ábyrgðina þegar til kastanna kemur.

2) Útgerðarfélag Akureyrar, dagsett 7. júní 2017

Gerðar eru athugasemdir vegna skerðingu lóðar Útgerðarfélagsins vegna breyttrar legu Laufásgötu, lagningu þjónustugötu meðfram viðleguköntum og að blönduð byggð verði nærri ÚA.

3) BS kreppa ehf. dagsett, 31. maí 2017.

Samkvæmt uppdráttum virðist sem opna eigi fyrir Eiðsvallagötu niður að Laufásgötu. Því er mótmælt þar sem það er mikil eignaskerðing fyrir lóðarhafa. Lagt er til að Kaldbaksgata 6 og 8 verði heldur sameinaðar í eina lóð, Laufásgötu 7.

Átta umsagnir bárust:

1) Isavia, dagsett 8. maí 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar en bent er á að Samgöngustofa ætti að fá tillöguna til umsagnar.

2) Hafnasamlag Norðurlands, dagsett 9. maí 2017.

Ítrekaðar eru fyrri athugasemdir Hafnasamlagsins. Mikilvægt er að settar séu kvaðir vegna Kelduhverfis um að íbúar geri sér grein fyrir að menn séu í nálægð við atvinnustarfsemi sem getur leitt af sér hávaða eða annað sem tengist viðkomandi starfsemi.

3) Vegagerðin, dagsett 30. maí 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar.

4) Norðurorka, dagsett 31. maí 2017.

Í ljósi mikilvægi veitna sem hluta grunninnviða samfélagsins teljum við æskilegt að í tillögunni séu dregnir fram í stuttu máli framangreindir þættir og þar með að tekinn sé út textinn um að ekki sé fjallað um veitukerfi. Við lítum svo á að beinlínis sé skylt að vekja athygli á þessum þjónustukerfum, þó í stuttu máli sé og þannig minnt á að ævinlega er nauðsynlegt að taka mið af þeim á öllum stigum skipulagsvinnunnar enda eru þessir innviðir forsenda annarrar uppbyggingar og þeirrar þjónustu sem nútíma samfélag kallar á. Samráð og samvinna um þessa þætti er því mikilvæg í áframhaldandi skipulagsvinnu.

5) Minjastofnun Íslands, dagsett 6. júní 2017.

Minjastofnun fer fram á að gerð sé grein fyrir lögum um menningarminjar í skipulaginu og hver lagaleg staða þeirra húsa sé sam þar falla undir. Í aðalskipulagi skal gera grein fyrir húsum og mannvirkjum sem falla undir lög um menningarminjar í húsaskrá. Æskilegt er að einnig fylgi skrá yfir hús sem verða 100 ára á skipulagstímanum.

6) Umhverfisstofnun, 2. júní 2017.

Ekki er gerð athugasemd við tillöguna. Stofnunin fagnar að opin svæði fái aukið notagildi og þeirri stefnu sem felur í sér áherslu á sjálfbærni.

7) Samgöngustofa, dagsett 18. maí 2017.

Vegna nálægðar við flugvöllinn verður bærinn að vera í nánu sambandi við Isavia um hæðir mannvirkja þegar kemur að nánara skipulagi. Mikilvægt er að farið sé að kröfum laga og reglugerða um loftferðir.

8) Skipulagsstofnun, dagsett 1. júní 2017.

Gerðar eru athugasemdir við framsetningu skipulagsgagna og að skýra þurfi betur ákveðna þætti.
Athugasemdirnar lagðar fram til kynningar.

Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

17.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 26. maí 2017. Lögð var fram fundargerð 632. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.
Lagt fram til kynningar.

18.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 1. júní 2017. Lögð var fram fundargerð 633. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.
lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:25.