Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2015 - 2018

Málsnúmer 2014060172

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3417. fundur - 26.06.2014

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3418. fundur - 03.07.2014

Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri lagði fram tillögu að fjárhagsáætlunarferli og tímaáætlun vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2015-2018.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um fjárhagsáætlunarferlið og tímaáætlun.

Bæjarráð - 3424. fundur - 21.08.2014

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3429. fundur - 24.09.2014

Lagðar fram forsendur vegna fjárhagsáætlunargerðar 2015.
Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar forsendur.

Bæjarráð - 3430. fundur - 02.10.2014

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Einnig sátu fundinn undir þessum lið bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista.

Bæjarráð - 3431. fundur - 08.10.2014

Farið yfir fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu 2015.
Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur, Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar, Dagur Fannar Dagsson formaður framkvæmdaráðs/stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarstjóri vék af fundi kl. 09:02.
Matthías Rögnvaldsson L-lista vék af fundi kl. 09:24.
Sigríður Huld Jónsdóttir S-lista vék af fundi kl. 09:43.

Bæjarráð - 3432. fundur - 16.10.2014

Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss, Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri, Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið og fóru yfir fjárhagsáætlun stoðþjónustudeilda.

Bæjarráð - 3433. fundur - 23.10.2014

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Einnig sat Karl Guðmundsson verkefnisstjóri hjá Hagþjónustu fundinn að hluta undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð - 3434. fundur - 28.10.2014

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri mætti á fund bæjarráðs.
Einnig sátu fundinn bæjarfulltrúarnir Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista, Silja Dögg Baldursdóttir L-lista og Eva Hrund Einarsdóttir D-lista.

Bæjarráð - 3435. fundur - 30.10.2014

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2015-2018 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3362. fundur - 04.11.2014

2. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 30. október 2014:
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2015-2018 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2015-2018 til frekari yfirferðar og umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.

Bæjarráð - 3436. fundur - 06.11.2014

4. liður í fundargerð bæjarstjórnar dagsett 4. nóvember 2014:
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2015-2018 til frekari yfirferðar og umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar frekari vinnu við fjárhagsáætlun til fagnefnda.

Bæjarráð - 3437. fundur - 13.11.2014

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjaráðs undir þessum lið.

Bæjarstjórn - 3363. fundur - 18.11.2014

Bæjarstjóri mætti á fundinn kl. 16:25.
Bæjarráð vísaði á fundi sínum þann 30. október 2014 fjárhagsáætlun 2015-2018 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2015-2018 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 3438. fundur - 20.11.2014

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjarráð undir þessum lið.

Bæjarráð - 3439. fundur - 28.11.2014

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3439. fundur - 28.11.2014

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2015.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagðar gjaldskrár og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu og óskaði bókað:

Í skólastefnu Akureyrarbæjar kemur fram að leita skuli leiða til að gera leikskólann gjaldfrían. 7% hækkun á leikskólagjöldum er þvert á þessa stefnu. Leikskólinn hefur verið viðurkenndur sem fyrsta skólastigið og hluti af menntakerfi samfélagsins, það er því mikið jafnaðar- og jafnréttismál í nútíma samfélagi að allir eigi kost á leikskóladvöl fyrir börn sín án tillits til efnahags og því er það stórt skref aftur á bak ef bæjarstjórn Akureyrar tekur ákvörðun um að víkja frá stefnu um gjaldfrían leikskóla. Ég get því ekki stutt framlagðar gjaldskrár.

Bæjarstjórn - 3364. fundur - 02.12.2014

5. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 28. nóvember 2014:
Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2015.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagðar gjaldskrár og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu og óskaði bókað:
Í skólastefnu Akureyrarbæjar kemur fram að leita skuli leiða til að gera leikskólann gjaldfrían. 7% hækkun á leikskólagjöldum er þvert á þessa stefnu. Leikskólinn hefur verið viðurkenndur sem fyrsta skólastigið og hluti af menntakerfi samfélagsins, það er því mikið jafnaðar- og jafnréttismál í nútíma samfélagi að allir eigi kost á leikskóladvöl fyrir börn sín án tillits til efnahags og því er það stórt skref aftur á bak ef bæjarstjórn Akureyrar tekur ákvörðun um að víkja frá stefnu um gjaldfrían leikskóla. Ég get því ekki stutt framlagðar gjaldskrár.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar gjaldskrár með 10 samhljóða atkvæðum.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu og ítrekar fyrri bókun sína.

Bæjarráð - 3440. fundur - 04.12.2014

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar 2015-2018.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarfulltrúarnir Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista, Gunnar Gíslason D-lista og Silja Dögg Baldursdóttir L-lista sátu fund bæjarráðs að hluta undir þessum lið.

Bæjarráð - 3441. fundur - 11.12.2014

6. liður í fundargerð bæjarstjórnar dagsett 18. nóvember 2014:
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2015-2018 til frekari yfirferðar i bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A og B-hluti
Samstæðureikningur, Sveitarsjóður A-hluti
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2015
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2016
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2017
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2018
Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2015-2018

A-hluta stofnanir:
Aðalsjóður
Eignasjóður gatna o.fl.
Fasteignir Akureyrarbæjar
Framkvæmdamiðstöð

B-hluta stofnanir:
Bifreiðastæðasjóður Akureyrar
Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar
Félagslegar íbúðir
Framkvæmdasjóður Akureyrar
Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur
Hafnasamlag Norðurlands
Norðurorka hf
Strætisvagnar Akureyrar
Öldrunarheimili Akureyrar

Bæjarráð samþykkir að vísa frumvarpinu til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

Bæjarstjórn - 3365. fundur - 16.12.2014

7. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 11. desember 2014:
6. liður í fundargerð bæjarstjórnar dagsett 18. nóvember 2014:
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2015-2018 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A og B-hluti
Samstæðureikningur, Sveitarsjóður A-hluti
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2015
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2016
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2017
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2018
Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2015-2018

A-hluta stofnanir:
Aðalsjóður
Eignasjóður gatna o.fl.
Fasteignir Akureyrarbæjar
Framkvæmdamiðstöð

B-hluta stofnanir:
Bifreiðastæðasjóður Akureyrar
Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar
Félagslegar íbúðir
Framkvæmdasjóður Akureyrar
Gjafasjóður ÖA
Hafnasamlag Norðurlands
Norðurorka hf
Strætisvagnar Akureyrar
Öldrunarheimili Akureyrar

Bæjarráð samþykkir að vísa frumvarpinu til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

Eftirfarandi tillögur að bókunum vegna fjárhagsáætlunar 2015 lagðar fram:

a) Starfsáætlanir
Bæjarstjórn felur nefndum og ráðum að yfirfara starfsáætlanir í samráði við stjórnendur og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar eru með tilliti til fjárhagsáætlunar Akureyrarkaupstaðar. Bæjarstjórn mun svo taka starfsáætlanirnar til umræðu.

b) Kaup á vörum og þjónustu
Nýta skal kosti almennra útboða við framkvæmdir og vöru- og þjónustukaup þar sem því verður við komið skv. Innkaupastefnu Akureyrarkaupstaðar. Sérstök áhersla verður lögð á að ná ítrustu hagkvæmni í innkaupum og meta skal endurnýjunarþörf búnaðar sérstaklega. Gerðir skulu þjónustusamningar við félög, fyrirtæki og stofnanir á þeim sviðum sem hagkvæmni slíkra samninga getur notið sín.

c) Áherslur við framkvæmd fjárhagsáætlunar
Bæjarstjórn ítrekar tilmæli til stjórnenda bæjarins um að gæta ítrasta aðhalds í öllum rekstri bæjarins á árinu 2015. Mikilvægt er að allri yfirvinnu sé haldið í lágmarki og þeim eindregnu tilmælum er beint til stjórnenda að meta vandlega yfirvinnuþörf og leita leiða til að draga úr henni. Jafnframt skulu stjórnendur meta sérstaklega þörf á nýráðningum og möguleika á hagræðingu með breyttu verkferli þegar störf losna.

Bæjarstjórn afgreiddi tillögurnar á eftirfarandi hátt:
a) liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum. Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.
b) liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.
c) liður var samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

Afgreiðsla frumvarpsins var á þessa leið:

Aðalsjóður (niðurstaða á bls. 21-24)
Aðalsjóður með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð -184.796 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð 14.226.840 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum. Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

A-hluta stofnanir: (byrja á bls. 25)

I. Eignasjóður gatna, rekstrarniðurstaða 40.948 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð 7.821.394 þús. kr.

II. Fasteignir Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða 161.826 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð 14.680.197 þús. kr.

III. Framkvæmdamiðstöð, rekstrarniðurstaða 9.832 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð 224.169 þús. kr.

Allir þessir liðir A-hluta stofnana voru bornir upp í einu lagi og samþykktir með 10 samhljóða atkvæðum. Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

Samstæðureikningur (bls. 9)
Samstæðureikningur A-hluta með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 27.810 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 26.015.016 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum. Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

B-hluta stofnanir: (byrja á bls. 37)
Nöfn stofnana og rekstrarniðurstöður eru:

I. Bifreiðastæðasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða -450 þús. kr.

II. Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar, rekstrarniðurstaða 630 þús. kr.

III. Félagslegar íbúðir, rekstrarniðurstaða -11.402 þús. kr.

IV. Framkvæmdasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða -12.516 þús. kr.

V. Gjafasjóður ÖA, rekstrarniðurstaða -10.322 þús. kr.

VI. Hafnasamlag Norðurlands, rekstrarniðurstaða 100.900 þús. kr.

VII. Norðurorka hf, rekstrarniðurstaða 434.583 þús. kr.

VIII. Strætisvagnar Akureyrar, rekstrarniðurstaða 25.647 þús. kr.

IX. Öldrunarheimili Akureyrar, rekstrarniðurstaða -231.008 þús. kr.

Áætlanir allra þessara B-hluta stofnana voru bornar upp í einu lagi og samþykktar með 10 samhljóða atkvæðum. Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar: (bls. 3)
Samstæðureikningur Akureyrarbæjar með rekstarniðurstöðu að fjárhæð 233.310 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð 39.428.426 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 10 samhljóða atkvæðum. Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

Bókun:
Bæjarstjórn lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.
Bókunin var borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Forseti lýsti yfir að 6. liður dagskrárinnar ásamt 7. lið í fundargerð bæjarráðs frá 11. desember 2014 séu þar með afgreiddir.

Bæjarráð - 3464. fundur - 09.07.2015

Lagður fram viðauki nr. 4 dagsettur 18. júní 2015.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðann viðauka.

Bæjarráð - 3464. fundur - 09.07.2015

Lögð fram tillaga um að lagðar verði 2 milljónir króna í sérstakt umhverfisátak til hreinsunar á bílhræjum og öðru drasli innan og utan lóða í bæjarfélaginu.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
Bæjarráð samþykkir 3. lið í viðauka nr. 5 dagsettan 6. júlí 2015.

Bæjarráð - 3481. fundur - 05.11.2015

Lagður fram viðauki nr. 6, dagsettur 3. nóvember 2015.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3382. fundur - 17.11.2015

2. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 5. nóvember 2015:

Lagður fram viðauki nr. 6, dagsettur 3. nóvember 2015.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3490. fundur - 14.01.2016

Lagður fram viðauki nr. 7.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3385. fundur - 19.01.2016

3. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 14. janúar 2016:

Lagður fram viðauki nr. 7.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarfulltrúar D-lista, V-lista og Æ-lista óskuðu eftir að viðaukinn yrði borinn upp í þremur liðum og varð forseti við því.


1. liður

Úr fundargerð bæjarráðs, 10. desember 2015

3. Fjárhagsáætlun 2016 - Fasteignir Akureyrarbæjar

2015090007

3. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dagsett 13. nóvember 2015: Lögð fram fjárfestingaráætlun 2016-2019 sem samþykkt var í bæjarráði ásamt minnisblaði dagsettu 12. nóvember 2015 um stöðuna á viðhaldi FA árið 2015. Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir framlagða fjárfestingaráætlun fyrir árin 2016-2019. Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sat hjá við afgreiðsluna. Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar óskar eftir viðbótarfjármagni vegna aukinna ófyrirséðra verkefna í viðhaldi 2015 að fjárhæð 32 milljónir króna frá bæjarráði. Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar fjárfestingaráætlun Fasteigna Akureyrarbæjar fyrir árin 2016-2019 til afgreiðslu bæjarstjórnar með afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Gunnar Gíslason D-lista og Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu. Bæjarráð samþykkir að vísa ákvörðun um viðbótafjármagn vegna aukinna ófyrirséðra verkefna í viðhaldi 2015 að fjárhæð 32 milljónir króna til gerðar viðauka.


Bæjarstjórn samþykkir 1. lið með 8 samhljóða atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.


2. liður

Jafnframt eru fluttar 103,3 milljónir króna af framkvæmdum ársins 2015 yfir á árið 2016.


Bæjarstjórn samþykkir 2. lið með 11 samhljóða atkvæðum.


3. liður

Niðurstöður kjarasamninga gerðir í nóvember og desember.

Úr fundargerð Sambands ísl.sveitarfélaga 11 desember 2015

7. 1409043SA - Kjarasamningar 2015

Lagðir fram til staðfestingar samningar milli samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Starfsgreinasambands Íslands og Flóabandalagsins, dagsett 20. nóvember 2015, Félags leikskólakennara, dagsett 26. nóvember 2015, og Félags stjórnenda leikskóla, dagsett 2. desember 2015, um breytingar og framlengingu kjarasamnings aðila.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga staðfestir fyrir sitt leyti breytingar á framangreindum kjarasamningum.

Kostnaður áætlaður 288.252 þúsundir króna.


Bæjarstjórn samþykkir 3. lið með 11 samhljóða atkvæðum.