Bæjarstjórn

3385. fundur 19. janúar 2016 kl. 16:00 - 20:18 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Sigríður Huld Jónsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Logi Már Einarsson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri ráðhúss ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Anna Hildur Guðmundsdóttir L-lista mætti í forföllum Matthíasar Rögnvaldssonar.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga D-lista Sjálfstæðisflokks um breytingu á skipan aðalmanns í skólanefnd:

Hanna Dögg Maronsdóttir tekur sæti aðalmanns í stað Evu Hrundar Einarsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Naustahverfi, 1. áfangi - deiliskipulagsbreyting - Stekkjartún 32-34

Málsnúmer 2015090002Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 13. janúar 2016:

Skipulagstillagan var auglýst frá 25. nóvember 2015 með athugasemdafresti til 6. janúar 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Tvær athugasemdir bárust:

1) Hermann Daðason, dagsett 2. desember 2015.

Mótmælt er fyrirhugaðri fjölgun íbúða, niðurfellingu göngustígs og hækkun hússins. Harðlega er gagnrýndur fjöldi skipulagsbreytinga á svæðinu.

2) Virkni ehf., dagsett 5. janúar 2016.

Óskað er eftir að íbúðafjöldi í húsinu verði 22, þ.e. 4 íbúðir á neðstu hæð.

Svör við athugasemdum:

1) Bent er á að aðrir göngustígar tryggja aðgengi að byggð við Stekkjartún og Skálatún ásamt grenndarvelli. Skerðing á útsýni telst óveruleg en skipulagsnefnd tekur undir athugasemd um hæð hússins og fellst á að hækkun á leyfilegri hámarkshæð hússins verði aðeins 1/2 meter.

2) Skipulagsnefnd telur að lóðin beri ekki meiri fjölgun íbúða en tillagan gerir ráð fyrir með tilliti til útfærslu og fjölda bílastæða og aukningar á umferð um Stekkjartún.


Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Austurvegur 24, Hrísey - fyrirspurn

Málsnúmer 2015110093Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 13. janúar 2016:

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar var grenndarkynnt frá 10. desember 2015 með athugasemdafresti til 7. janúar 2016.

Engin athugasemd barst.

Tvær umsagnir bárust:

1) Norðurorka, dagsett 16. desember 2015.

Komi til að grafið verði niður á fráveitulagnir frá Austurvegi 31 skal húseigandi Austurvegi 24 færa þær og ganga vel frá á sinn kostnað.

2) Hverfisráð Hríseyjar, dagsett 6. janúar 2016.

Hverfisráð fagnar uppbyggingunni.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Lóðarhafi greiði kostnað við færslu frárennslislagna Norðurorku ef þörf verður á færslu þeirra.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Miðbær suðurhluti - umsókn um breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits

Málsnúmer 2015020122Vakta málsnúmer

13. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 13. janúar 2016:

Nýtt erindi barst þar sem Sverrir Gestsson f.h. Norðurbrúar leggur inn nýja tillögu að deiliskipulagsbreytingu dagsetta 10. desember 2015, þar sem fjöldi bílastæða tengd hótelinu eru 50.

Tillagan er unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH, dagsett 10. desember 2015.

Í upphafi þessa dagskrárliðar bar Ólína Freysteinsdóttir S-lista upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hún af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Jón Ingi Cæsarsson S-lista mætti á fundinn undir þessum lið í stað Ólínu Freysteinsdóttur.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ennfremur óskar skipulagsnefnd eftir að haldinn verði opinn kynningarfundur um breytingar á reitnum.

Helgi Snæbjarnarson L-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum.

Silja Dögg Baldursdóttir L-lista og Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2015 - viðauki

Málsnúmer 2014060172Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 14. janúar 2016:

Lagður fram viðauki nr. 7.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarfulltrúar D-lista, V-lista og Æ-lista óskuðu eftir að viðaukinn yrði borinn upp í þremur liðum og varð forseti við því.


1. liður

Úr fundargerð bæjarráðs, 10. desember 2015

3. Fjárhagsáætlun 2016 - Fasteignir Akureyrarbæjar

2015090007

3. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dagsett 13. nóvember 2015: Lögð fram fjárfestingaráætlun 2016-2019 sem samþykkt var í bæjarráði ásamt minnisblaði dagsettu 12. nóvember 2015 um stöðuna á viðhaldi FA árið 2015. Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir framlagða fjárfestingaráætlun fyrir árin 2016-2019. Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sat hjá við afgreiðsluna. Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar óskar eftir viðbótarfjármagni vegna aukinna ófyrirséðra verkefna í viðhaldi 2015 að fjárhæð 32 milljónir króna frá bæjarráði. Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar fjárfestingaráætlun Fasteigna Akureyrarbæjar fyrir árin 2016-2019 til afgreiðslu bæjarstjórnar með afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Gunnar Gíslason D-lista og Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu. Bæjarráð samþykkir að vísa ákvörðun um viðbótafjármagn vegna aukinna ófyrirséðra verkefna í viðhaldi 2015 að fjárhæð 32 milljónir króna til gerðar viðauka.


Bæjarstjórn samþykkir 1. lið með 8 samhljóða atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.


2. liður

Jafnframt eru fluttar 103,3 milljónir króna af framkvæmdum ársins 2015 yfir á árið 2016.


Bæjarstjórn samþykkir 2. lið með 11 samhljóða atkvæðum.


3. liður

Niðurstöður kjarasamninga gerðir í nóvember og desember.

Úr fundargerð Sambands ísl.sveitarfélaga 11 desember 2015

7. 1409043SA - Kjarasamningar 2015

Lagðir fram til staðfestingar samningar milli samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Starfsgreinasambands Íslands og Flóabandalagsins, dagsett 20. nóvember 2015, Félags leikskólakennara, dagsett 26. nóvember 2015, og Félags stjórnenda leikskóla, dagsett 2. desember 2015, um breytingar og framlengingu kjarasamnings aðila.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga staðfestir fyrir sitt leyti breytingar á framangreindum kjarasamningum.

Kostnaður áætlaður 288.252 þúsundir króna.


Bæjarstjórn samþykkir 3. lið með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2016 - reglur um afslátt

Málsnúmer 2015110154Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 14. janúar 2016:

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2016.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2016 með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 2015040029Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 7. janúar 2016:

Tekið fyrir að nýju. 1. liður í fundargerð umhverfisnefndar dagsett 24. nóvember 2015:

Tekið fyrir erindi dagsett 23. september 2015 frá verkefnisstjórn um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026, þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar á áætluninni.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við áætlunina í heild sinni. Nefndin hvetur hinsvegar til þess að ákvarðanir verði teknar sem varða landið í heild s.s. staðsetningu brennslustöðva fyrir sóttnæman úrgang.

Umhverfisnefnd vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum 10. desember sl.

Ólöf Harpa Jósefsdóttir forstöðumaður Flokkunar Eyjafjarðar ehf mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 með 11 samhljóða atkvæðum.


Njáll Trausti Friðbertsson D-lista lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:

Bæjarstjórn Akureyrar leggur til að haldin verði ráðstefna á vegum Eyþings og SSNV í framhaldi af útgáfu Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026. Bæjarstjórn Akureyrar lýsir ánægju sinni með gerð áætlunarinnar sem er skýr viljayfirlýsing um frekara samstarf á næstu árum. Því er mikilvægt að sveitarfélögin á Norðurlandi móti framkvæmdaáætlun í samræmi við markaða stefnu hvernig eigi að standa að urðun, brennslu og jarðgerð í landsfjórðungnum til framtíðar í sátt við umhverfið.


Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2015-2019

Málsnúmer 2015060217Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dagsett 10. desember 2015:

Jafnréttisstefna 2015-2019 var send öllum nefndum og deildum bæjarins til umsagnar 25. júni sl. Farið var yfir allar athugasemdir og umsagnir sem borist hafa.

Meðfylgjandi er yfirlit um athugasemdir og ný drög að stefnu.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að jafnréttisstefnu fyrir sitt leyti og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar 2015-2019 með 11 samhljóða atkvæðum.

9.Öldrunarþjónusta Akureyrarbæjar - rekstrarúttekt

Málsnúmer 2015090082Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 14. janúar 2016:

Magnús Kristjánsson og Þorsteinn Þorsteinsson frá KPMG mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir skýrslu um úttekt á rekstri öldrunarþjónustu Akureyrarbæjar.

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið, Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar tók þátt í fundinum í gegnum fundarsíma. Bæjarfulltrúarnir Njáll Trausti Friðbertsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Eva Hrund Einarsdóttir og Silja Dögg Baldursdóttir sátu fundinn undir þessum lið.

Einnig sat Gunnlaugur Júlíusson sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð vísar skýrslunni til umræðu í bæjarstjórn.
Lögð fram bókun svohljóðandi:

Bæjarstjórn Akureyrar leggur áherslu á að þegar í stað verði teknar upp viðræður við ríkið um framtíðarfyrirkomulag á rekstri og starfsemi Öldrunarheimila Akureyrar. Mikilvægt er að mótuð verði samræmd heildarstefna í málefnum aldraðra og óvissu um ábyrgð og fjármögnun þjónustunnar verði eytt. Í því sambandi verði skoðað hvort rekstur og starfsemi Öldrunarheimila Akureyrar sé betur kominn hjá ríki þegar til framtíðar er litið. Samhliða verði gengið frá uppgjöri vegna fyrri ára á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar og felur bæjarstjórn bæjarstjóra að kalla eftir viðræðum við stjórnvöld.


Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri vék af fundi kl. 19:40.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 11. og 17. desember 2015 og 7. janúar 2016
Atvinnumálanefnd 16. desember 2015 og 13. janúar 2016
Bæjarráð 17. desember 2015 og 7. og 14. janúar 2016
Framkvæmdaráð 15. desember 2015
Íþróttaráð 17. desember 2015
Samfélags- og mannréttindaráð 10. desember 2015
Skipulagsnefnd 13. janúar 2016
Stjórn Akureyrarstofu 10. desember 2015 og 7. janúar 2016
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 15. desember 2015
Umhverfisnefnd 17. desember 2015
Velferðarráð 16. desember 2015

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar/www.akureyri.is/
Stjórnkerfið/Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 20:18.