Bæjarráð

3490. fundur 14. janúar 2016 kl. 08:55 - 12:17 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Öldrunarþjónusta Akureyrarbæjar - rekstrarúttekt

Málsnúmer 2015090082Vakta málsnúmer

Magnús Kristjánsson og Þorsteinn Þorsteinsson frá KPMG mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir skýrslu um úttekt á rekstri öldrunarþjónustu Akureyrarbæjar.
Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið, Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar tók þátt í fundinum í gegnum fundarsíma. Bæjarfulltrúarnir Njáll Trausti Friðbertsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Eva Hrund Einarsdóttir og Silja Dögg Baldursdóttir sátu fundinn undir þessum lið.
Einnig sat Gunnlaugur Júlíusson sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar skýrslunni til umræðu í bæjarstjórn.

2.Fjármál sveitarfélaga

Málsnúmer 2015080137Vakta málsnúmer

Gunnlaugur Júlíusson sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga fór yfir fjármál sveitarfélaga.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - 2015 - viðauki

Málsnúmer 2014060172Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki nr. 7.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

4.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2016 - reglur um afslátt

Málsnúmer 2015110154Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2016.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 12:17.