Bæjarráð

3430. fundur 02. október 2014 kl. 08:00 - 12:10 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Margrét Kristín Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2015-2018

2014060172

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Einnig sátu fundinn undir þessum lið bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista.

2.Rekstur - staða mála - embættismenn

2014090001

Bjarki Ármann Oddsson formaður skólanefndar og Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri skóladeildar mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og fóru ásamt Gunnari Gíslasyni fræðslustjóra yfir rekstrarstöðu og horfur í málaflokknum.
Einnig sátu Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri fundinn undir þessum lið.
Bæjarstjóri vék af fundi kl. 10:52.

3.Fasteignamarkaður á Akureyri

2014090282

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið og fór yfir skýrslu unna af Capacent um fasteignamarkaðinn á Akureyri, stöðu og framtíðarhorfur.
Einnig sat Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri fundinn undir þessum lið.

4.Aðstoðarmaður bæjarstjóra

2014090268

Lögð fram til kynningar starfslýsing aðstoðarmanns bæjarstjóra.

5.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - ársfundur 2014

2014090252

Erindi dags. 18. september 2014 frá innanríkisráðuneytinu þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður miðvikudaginn 8. október nk. kl. 16:00 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

6.Flokkun Eyjafjörður ehf - aðalfundur 2014

2014090239

Erindi dags. 19. september 2014 frá Ólöfu Hörpu Jósefsdóttur forstöðumanni þar sem hún boðar fyrir hönd stjórnar til aðalfundar Flokkunar Eyjafjörður ehf mánudaginn 6. október nk. kl. 14:00 á Hótel Kea.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

7.Viðtalstímar bæjarfulltrúa október 2014 - maí 2015

2014090279

Lögð fram áætlun um viðtalstíma bæjarfulltrúa frá október 2014 til maí 2015.
Áætlunin verður birt á heimasíðu Akureyrarbæjar, slóðin er: http://www.akureyri.is/stjornkerfid/baejarstjorn/

Bæjarráð samþykkir áætlunina.

Fundi slitið - kl. 12:10.