Bæjarráð

3429. fundur 24. september 2014 kl. 09:00 - 12:40 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Margrét Kristín Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Rekstur - staða mála - embættismenn

Málsnúmer 2014090001Vakta málsnúmer

Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar, Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og Dagur Dagsson formaður framkvæmdaráðs og stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og fóru yfir rekstrarstöðu og horfur í málaflokkunum.
Einnig sat Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri fundinn undir þessum lið.

2.Ásatún 44-46-48 - kauptilboð

Málsnúmer 2014080138Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð í Ásatún 44-48.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagt kauptilboð.

3.Tónræktin - rekstur

Málsnúmer 2014030313Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 16. september 2014 frá Magna Ásgeirssyni fyrir hönd Tónræktarinnar þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 2.000.000 á önn til reksturs Tónræktarinnar fyrir skólaárið 2014-2015.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 2.000.000 á árinu 2014, en vísar málinu að öðru leyti til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu.

4.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2015-2018 - forsendur 2015

Málsnúmer 2014060172Vakta málsnúmer

Lagðar fram forsendur vegna fjárhagsáætlunargerðar 2015.
Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar forsendur.

5.Fjárlög ríkisins - forsendur 2015

Málsnúmer 2014090228Vakta málsnúmer

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir atvinnumálafulltrúi mætti á fund bæjarráðs og fór yfir forsendur fjárlaga ríkisins 2015 sem snúa að sveitarfélaginu.
Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fundinn undir þessum lið.

6.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2014

Málsnúmer 2014010020Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 818. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 12. september 2014. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

7.Fjárlaganefnd Alþingis - fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2014

Málsnúmer 2014090162Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. september 2014 þar sem fjárlaganefnd Alþingis býður fulltrúum sveitarfélaga og/eða landshlutasamtaka til viðtals um fjármál sveitarfélaga í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps 2015. Fundadagar eru áætlaðir dagana 26. september og 17. október og fyrir hádegi 6., 8. og 15. október nk.

Staðfestur hefur verið fundur fulltrúa Akureyrarbæjar með fjárlaganefnd föstudaginn 17. október nk. kl. 10:40.

8.Vaðlaheiðargöng - rannsókn um áhrif á efnahag og daglegt líf

Málsnúmer 2014090199Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 17. september 2014 frá Guðrúnu Rósu Þórsteinsdóttur forstöðumanni RHA varðandi fyrirhugaða rannsókn um áhrif á efnahag og daglegt líf með tilkomu Vaðleiðaheiðarganga.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

Fundi slitið - kl. 12:40.