Bæjarráð

3435. fundur 30. október 2014 kl. 09:00 - 11:46 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Margrét Kristín Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Rekstur - staða mála - embættismenn

Málsnúmer 2014090001Vakta málsnúmer

Skúli Gautason framkvæmdastjóri Akureyrarstofu mætti á fund bæjarráðs og fór ásamt Loga Má Einarssyni formanni stjórnar Akureyrarstofu yfir rekstrarstöðu og horfur í málaflokknum.
Einnig sat Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2015-2018

Málsnúmer 2014060172Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2015-2018 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

3.GáF ehf - fundargerð aðalfundar

Málsnúmer 2014100038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar GáF ehf fyrir árin 2012 og 2013 sem haldinn var 16. október sl.

4.Bæjarstjórn Akureyrar - kjarasamninganefnd

Málsnúmer 2014060234Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um breytingu á skipan aðalmanns og varaformanns í kjarasamninganefnd.

Bæjarráð skipar Silju Dögg Baldursdóttur sem aðalmann og varaformann í kjarasamninganefnd í stað Höllu Bjarkar Reynisdóttur.

5.Fræðslunefnd - skipun nefndarmanna

Málsnúmer 2014100302Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um breytingu á skipan aðalmanns í fræðslunefnd.
Bæjarráð skipar Dagnýju Magneu Harðardóttur sem aðalmann í fræðslunefnd í stað Katrínar Bjargar Ríkarðsdóttur.

6.Bæjarstjórn Akureyrar og borgarstjórn Reykjavíkur - samstarfsvettvangur

Málsnúmer 2013020193Vakta málsnúmer

Skipun fulltrúa Akureyrarbæjar í samstarfsnefnd vegna sameiginlegs fundar bæjarstjórnar Akureyrar og borgarstjórnar Reykjavíkur.

Bæjarráð skipar Eirík Björn Björgvinsson bæjarstjóra, Matthías Rögnvaldsson forseta bæjarstjórnar, Guðmund Baldvin Guðmundsson formann bæjarráðs og Margréti Kristínu Helgadóttur bæjarfulltrúa í samráðsnefndina.

7.Byggðakvóti handa Hrísey og Grímsey - fiskveiðiárið 2014/2015

Málsnúmer 2014090067Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 20. október 2014 frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem fram kemur að ráðuneytið hafi endurreiknað byggðakvóta til allra sveitarfélaga á grundvelli breyttra gagna frá Fiskistofu. Úthlutaður byggðakvóti fiskveiðiársins 2014/2015 er nú 47 þorskígildistonn fyrir Grímsey og 158 þorskígildistonn fyrir Hrísey.

8.Önnur mál

Málsnúmer 2014010044Vakta málsnúmer

Bæjarráð Akureyrar óskar Reykjavíkurborg til hamingju með umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs.

Fundi slitið - kl. 11:46.