Bæjarráð

3433. fundur 23. október 2014 kl. 09:00 - 12:40 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Margrét Kristín Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2015 - íþróttaráð - gjaldskrá Hlíðarfjalls

Málsnúmer 2014080009Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 16. október sl.
Lögð fram gjaldskrá Hlíðarfjalls veturinn 2014-2015.
Ingibjörg Isaksen formaður íþróttaráðs, Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls, Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagða gjaldskrá fyrir Hlíðarfjall.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2015-2018

Málsnúmer 2014060172Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Einnig sat Karl Guðmundsson verkefnisstjóri hjá Hagþjónustu fundinn að hluta undir þessum dagskrárlið.

3.Erfðafestuland - nr. 508

Málsnúmer 2014080119Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð fól bæjarlögmanni að fá óvilhallan matsmann til að meta erfðafestuland nr. 508 á fundi sínum þann 28. ágúst sl.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri, Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð fellur frá forkaupsrétti.

Bæjarstjóri vék af fundi kl. 11:54.
Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri vék af fundi kl. 12:05.

4.Skipagata 8 - ósk um að Akureyrarbær kaupi eignina

Málsnúmer 2014100068Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. september 2014 frá eigendum Skipagötu 8, Akureyri þar sem óskað er eftir viðræðum við fulltrúa Akureyrarbæjar um að bærinn kaupi eignina.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að ræða við bréfritara.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri vék af fundi kl. 12:13.

5.STEPS dancecenter - styrkbeiðni

Málsnúmer 2014100170Vakta málsnúmer

Erindi ódagsett frá eigendum og kennurum STEPS þar sem óskað er eftir 800.000 kr. styrk til stofnbúnaðarkaupa.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu, en vísar því til stefnumótunarvinnu vegna barna- og unglingastarfs.

6.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir veturinn 2014-2015

Málsnúmer 2014100184Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 16. október 2014.

Bæjarráð vísar 1., 2., 5. og 6. lið til framkvæmdadeildar, 3. lið til Fasteigna Akureyrarbæjar, 4. lið til Akureyrarstofu og 7. lið til fjölskyldudeildar.

8. og 9. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

7.Hverfisnefnd Lunda- og Gerðahverfis - fundargerð

Málsnúmer 2014020106Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 50. fundar hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis dags. 11. ágúst 2014.
Fundargerðina má finna á vefslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/lunda-og-gerdahverfi/fundargerdir

8.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerð

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 84. fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dagsett 19. september 2014. Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir

9.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerðir

Málsnúmer 2014010038Vakta málsnúmer

Lögð fram 77. og 78. fundargerð hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dags. 16. september og 7. október 2014. Fundargerðirnar má finna á netslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/holta-og-hlidahverfi/fundargerdir-2014-2015

Bæjarráð vísar 8. lið fundargerðar 77. fundar til framkvæmdadeildar og 10. lið til skipulagsdeildar, aðrir liðir fundargerðarinnar eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

Bæjarráð vísar 1., 3., 5. og 6. lið fundargerðar 78. fundar til framkvæmdadeildar og 7. lið til Fasteigna Akureyrarbæjar, 2. og 4. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

10.Tónlistarkennarar á Akureyri - ályktun

Málsnúmer 2014100183Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun frá kennurum við Tónlistarskólann á Akureyri.

Fundi slitið - kl. 12:40.