Bæjarráð

3431. fundur 08. október 2014 kl. 08:00 - 10:15 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Margrét Kristín Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Sigríður Huld Jónsdóttir S-lista mætti í forföllum Loga Más Einarssonar.
Margrét Kristín Helgadóttir áheyrnarfulltrúi Æ-lista mætti á fundinn kl. 08:12.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2015 - framkvæmdir

Málsnúmer 2014060172Vakta málsnúmer

Farið yfir fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu 2015.
Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur, Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar, Dagur Fannar Dagsson formaður framkvæmdaráðs/stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarstjóri vék af fundi kl. 09:02.
Matthías Rögnvaldsson L-lista vék af fundi kl. 09:24.
Sigríður Huld Jónsdóttir S-lista vék af fundi kl. 09:43.

2.GáF ehf - aðalfundarboð

Málsnúmer 2014100038Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. október 2014 þar sem boðað er til aðalfundar GáF ehf fyrir árin 2012 og 2013 fimmtudaginn 16. október 2014, kl. 13:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík.
Oddur Helgi Halldórsson stjórnarmaður í GáF ehf mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð þakkar Oddi Helga komuna á fundinn.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

3.Menningarfélagið Hof ses - aðalfundur 2014

Málsnúmer 2014100019Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. október 2014 frá stjórn Menningarfélagsins Hofs þar sem boðað er til aðalfundar þann 23. október nk. kl. 12:10 í Hömrum í Hofi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

4.Norðurorka hf - hluthafafundur

Málsnúmer 2014100004Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 30. september 2014 frá stjórn Norðurorku hf þar sem boðað er til hluthafafundar mánudaginn 20. október nk. kl. 17:00 í húsnæði Norðurorku að Rangárvöllum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

5.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2014

Málsnúmer 2014010020Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 819. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 24. september 2014. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

6.Vinnuhópur um uppbyggingu legudeilda við Sjúkrahúsið á Akureyri

Málsnúmer 2014090300Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. september 2014 frá velferðarráðuneytinu þar sem óskað er eftir f.h. heilbrigðisráðherra tilnefningu Akureyrarbæjar í vinnuhóp um uppbyggingu legudeilda við Sjúkrahúsið á Akureyri. Athygli er vakin á að þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli tilnefna bæði karl og konu. Ráðherra skipar í vinnuhópinn og velur úr tilnefningu svo kynjaskipting sé sem jöfnust.

Bæjarráð tilnefnir þau Eirík Björn Björgvinsson bæjarstjóra og Sigríði Huld Jónsdóttur formann félagsmálaráðs í vinnuhópinn.

Fundi slitið - kl. 10:15.