Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA)

Málsnúmer 2012080060

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1148. fundur - 22.08.2012

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar lögðu fram til kynningar leiðbeinandi reglur Velferðarráðuneytisins um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA).
Einnig lagt fram bréf frá Innanríkisráðuneytinu/Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 28. júní 2012 um úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði vegna NPA árið 2012.

Félagsmálaráð samþykkir að taka þátt í innleiðingu NPA (notendastýrð persónuleg aðstoð) og felur starfsmönnum búsetudeildar og fjölskyldudeildar að semja drög að reglum um þjónustuna og leggja fyrir ráðið.

Félagsmálaráð - 1154. fundur - 14.11.2012

Lögð fram og kynnt drög að reglum Akureyrarbæjar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA).

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

Félagsmálaráð - 1155. fundur - 28.11.2012

Lögð fram að nýju drög að reglum Akureyrarbæjar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA).

Málinu frestað til næsta fundar.

Félagsmálaráð - 1156. fundur - 12.12.2012

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild kynnti reglur um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Málið var áður á dagskrá 28. nóvember 2012.

Félagsmálaráð samþykkir reglur um notendastýrða persónulega aðstoð og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3332. fundur - 18.12.2012

2. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 12. desember 2012:
Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild kynnti reglur um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Málið var áður á dagskrá 28. nóvember 2012.
Félagsmálaráð samþykkir reglur um notendastýrða persónulega aðstoð og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) með 11 samhljóða atkvæðum.

Félagsmálaráð - 1160. fundur - 27.02.2013

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild fór yfir minnisblað dags. 27. febrúar 2013 sem lagt var fram um stöðu verkefnisins NPA.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna og mun fylgjast með framvindu mála.

Félagsmálaráð felur framkvæmdastjórum deilda að gera áætlun um fjárþörf verkefnisins.

Félagsmálaráð - 1164. fundur - 15.05.2013

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldudeildar kynntu stöðuna varðandi Notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Lagt fram minnisblað Karólínu dags. 13. maí 2013

Félagsmálaráð samþykkir að hafa opið fyrir umsóknir um NPA samninga til 1. júní nk. Jafnframt samþykkir félagsmálaráð framkomna kostnaðaráætlun vegna NPA árið 2013 enda rúmist útgjöldin innan áætlaðra tekna málaflokksins.

Félagsmálaráð - 1199. fundur - 17.12.2014

Lagt fram minnisblað Karólínu Gunnarsdóttur þjónustustjóra fjölskyldudeildar dagsett 15. desember 2014 um NPA, reynslu þessa árs og stefnuna fyrir næsta ár ásamt drögum að breytingum á reglum um NPA. Ennfremur lagt fram til kynningar skjal um fjárhagsleg skil samningsaðila til Akureyrarbæjar.
Félagsmálaráð samþykkir framkomnar tillögur að breytingum á reglum um NPA. Ennfremur samþykkir ráðið 4% hækkun á greiðslu fyrir hverja vinnustund í samræmi við almenna launaþróun, þannig að greitt verði fyrir stundina kr. 3.014 frá 1. janúar 2015.

Velferðarráð - 1221. fundur - 16.12.2015

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldudeildar kynntu stöðuna í NPA verkefninu.
Velferðarráð samþykkir að halda áfram með þá NPA samninga sem gerðir hafa verið, óski þjónustuþegar eftir því. Samþykkt að hækka vinnustund um 2,5% í kr. 3.090 enda rúmist það innan fjárhagsáætlunar 2016. Nýir samningar verða ekki gerðir á árinu 2016.

Velferðarráð - 1241. fundur - 07.12.2016

Lögð fram tillaga um hækkun tímagjalds vegna NPA-þjónustu um 4,9% úr kr. 3.090 á klst. í kr. 3.241 á klst. frá og með 1. janúar 2017. Hækkunin miðast við áætlaða hækkun launakostnaðar á árinu 2017. Gert hefur verið ráð fyrir hækkuninni í tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2017.

Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu búsetudeildar og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir hækkun tímagjalds vegna NPA-þjónustu.

Velferðarráð - 1269. fundur - 17.01.2018

Lögð fram tillaga um hækkun tímagjalds vegna NPA-þjónustu um 3,5% úr kr. 3.241 á klst. í kr. 3.355 frá og með 1. janúar 2018. Hækkunin miðast við áætlaða hækkun launakostnaðar á árinu 2018 í forsendum fjárhagsáætlunar Akureyrarkaupstaðar. Gert var ráð fyrir hækkuninni í tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2018.

Karólína Gunnarsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir tillöguna.

Velferðarráð - 1315. fundur - 22.01.2020

Lögð fram til kynningar drög að reglum um Notendastýrða persónulega aðstoð.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri búsetusviðs og Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur á skrifstofu fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð vísar málinu til umsagnar samstarfshóps um málefni fatlaðs fólks.

Velferðarráð - 1318. fundur - 04.03.2020

Lögð fram að nýju drög að reglum um notendastýrða persónulega aðstoð eftir umsagnarferli hjá notendaráði í málaflokki fatlaðra.

Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur á fjölskyldusviði og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3675. fundur - 12.03.2020

Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 4. mars 2020:

Lögð fram að nýju drög að reglum um notendastýrða persónulega aðstoð eftir umsagnarferli hjá notendaráði í málaflokki fatlaðra.

Velferðarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.

Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri búsetusviðs, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3470. fundur - 17.03.2020

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. mars 2020:

Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 4. mars 2020:

Lögð fram að nýju drög að reglum um notendastýrða persónulega aðstoð eftir umsagnarferli hjá notendaráði í málaflokki fatlaðra.

Velferðarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.

Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri búsetusviðs, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Heimir Haraldsson kynnti reglurnar.
Bæjarstjórn samþykkir reglur um notendastýrða persónulega aðstoð með 11 samhljóða atkvæðum.

Velferðarráð - 1361. fundur - 14.12.2022

Fyrstu reglur um notendastýrða persónulega aðstoð voru gerðar 2019 og voru samþykktar út árið 2022. Á þeim tímamótum átti að renna út innleiðingartímabil og því eðlilegt að endurskoða þyrfti reglurnar. Það hefur hins vegar staðið á þeirri endurskoðun og ennþá ekki ljóst hvaða breytingar eru í vændum er varðar þessa þjónustu. Það er því nauðsynlegt að framlengja gildistíma þessara reglna um 6 mánuði.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að framlengja reglurnar um 6 mánuði til 30. júní 2023 og vísar þeim til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn - 3521. fundur - 20.12.2022

Liður 5 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 14. desember 2022:

Fyrstu reglur um notendastýrða persónulega aðstoð voru gerðar 2019 og voru samþykktar út árið 2022. Á þeim tímamótum átti að renna út innleiðingartímabil og því eðlilegt að endurskoða þyrfti reglurnar. Það hefur hins vegar staðið á þeirri endurskoðun og ennþá ekki ljóst hvaða breytingar eru í vændum er varðar þessa þjónustu. Það er því nauðsynlegt að framlengja gildistíma þessara reglna um 6 mánuði.

Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að framlengja reglurnar um 6 mánuði til 30. júní 2023 og vísar þeim til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum að framlengja reglur um notendastýrða persónulega aðstoð um sex mánuði, til 30. júní 2023.