Félagsmálaráð

1155. fundur 28. nóvember 2012 kl. 14:00 - 18:02 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Dagur Fannar Dagsson varaformaður
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Sif Sigurðardóttir
  • Valur Sæmundsson
  • Guðlaug Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Valdís Anna Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Dagbjartsdóttir fundarritari
Dagskrá
Oktavía Jóhannesdóttir D-lista mætti á fundinn kl. 14:09.

1.Fjárhagsaðstoð 2012

Málsnúmer 2012010021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð fyrstu tíu mánuði ársins.

2.Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA)

Málsnúmer 2012080060Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju drög að reglum Akureyrarbæjar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA).

Málinu frestað til næsta fundar.

3.Félagsmálaráð - rekstraryfirlit 2012

Málsnúmer 2012030172Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 10 mánaða rekstraryfirlit þeirra málaflokka sem undir félagsmálaráð heyra.

4.Aðgerðaráætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis

Málsnúmer 2009030082Vakta málsnúmer

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK, Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar kynntu drög að endurskoðaðri aðgerðaráætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis.

Félagsmálaráð samþykkir nýja aðgerðaráætlun og lýsir ánægju sinni með þann árangur sem náðist með framkvæmd fyrri áætlunar.

Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista vék af fundi kl: 16:26.

5.Búsetudeild - kynning á starfsemi 2012

Málsnúmer 2012110161Vakta málsnúmer

Búsetudeild - farið yfir starfsemi og fundað með stjórnendum.
Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar, Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri á búsetudeild, Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður á búsetudeild, Arna Jakobsdóttir forstöðumaður á búsetudeild, Ósk Jórunn Árnadóttir sjúkraþjálfari á búsetudeild og Snæfríð Egilson iðjuþjálfi á búsetudeild mættu á fundinn og kynntu hluta af starfsemi búsetudeildar.

Fundi slitið - kl. 18:02.