Félagsmálaráð

1154. fundur 14. nóvember 2012 kl. 14:00 - 17:27 Lögmannshlíð
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Dagur Fannar Dagsson
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Sif Sigurðardóttir
  • Valur Sæmundsson
  • Guðlaug Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Valdís Anna Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Dagbjartsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Tillaga til þingsályktunar um málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun, 80. mál

Málsnúmer 2012100189Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að umsögn vegna tillögunnar.
Félagsmálaráð samþykkir umsögnina og felur starfsmönnum að senda hana til þingnefndar.

2.Leiguíbúðir Akureyrarbæjar - leiguverð

Málsnúmer 2012110070Vakta málsnúmer

Lagt fram og kynnt minnisblað Dans J. Brynjarssonar fjármálastjóra og Guðríðar Friðriksdóttur framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 7. nóvember 2012.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

3.Sérstakar húsaleigubætur - breyting á reglum

Málsnúmer 2012010101Vakta málsnúmer

Lagt fram og kynnt minnisblað Dans J. Brynjarssonar fjármálastjóra og Guðríðar Friðriksdóttur framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjardags. 7. nóvember 2012.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

4.Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA)

Málsnúmer 2012080060Vakta málsnúmer

Lögð fram og kynnt drög að reglum Akureyrarbæjar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA).

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

5.Öldrunarrými - staða biðlista

Málsnúmer 2011010134Vakta málsnúmer

Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri á búsetudeild kynnti greiningu á biðlistum eftir dvalarrýmum.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

6.Þjónusta við aldraða með flókna geðsjúkdóma

Málsnúmer 2012060102Vakta málsnúmer

Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri öldrunarheimila kynnti svar Landlæknisembættis vegna fyrirspurnar um sértækt þjónustuúrræði.

7.Dagþjónusta í Hlíð - kynning á þjónustukönnun

Málsnúmer 2012110056Vakta málsnúmer

Friðný B. Sigurðardóttir þjónustustjóri kynnti niðurstöður þjónustukönnunar sem gerð var í dagþjónustu í Hlíð snemma vetrar 2011. Þetta er í annað sinn sem slík þjónustukönnun er gerð, sú fyrri var gerð 2008. Mjög góð þátttaka var í könnuninni og bárust svör frá 90% dagþjónustugesta. Í stuttu máli þá er almenn ánægja með starfsemi dagþjónustunnar og er það hvatning fyrir starfsfólk að halda áfram á sömu braut.

8.Lögmannshlíð - kynning

Málsnúmer 2012110057Vakta málsnúmer

Helga Frímannsdóttir og Þóra Sif Sigurðardóttir deildarstjóri kynntu húsnæði og starfsemi Lögmannshlíðar. Flutningar á nýja heimilið gengu vonum framar, 45 íbúar fluttu í nýjar glæsilegar aðstæður á einum degi og voru furðu fljótir að venjast nýjum aðstæðum. Einn heimilislaus íbúi bættist fljótlega í hópinn en það er kötturinn Inja sem bauð sér í heimsókn og hefur síðan átt heima í Lögmannshlíð öllum til ánægju.

Guðlaug Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi B-lista vék af fundi kl. 16:56.

Fundi slitið - kl. 17:27.