Velferðarráð

1361. fundur 14. desember 2022 kl. 14:00 - 17:17 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir
  • Hermann Ingi Arason
  • Elsa María Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Málfríður Stefanía Þórðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs
  • Kolbeinn Aðalsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Kolbeinn Aðalsteinsson fundarritari
Dagskrá

1.Velferðarsvið - kynning á starfsemi fyrir velferðarráð 2022

Málsnúmer 2022080456Vakta málsnúmer

Kynning á starfsemi Skógarlundar-miðstöð virkni og hæfingar.

Ragnheiður Júlíusdóttir forstöðumaður tók á móti velferðarráði í húsakynnum Skógarlundar og kynnti starfsemina.
Velferðarráð þakkar kærlega fyrir fróðlega og góða kynningu.

2.Málaflokkur fatlaðs fólks - innra eftirlit

Málsnúmer 2021120776Vakta málsnúmer

Unnið hefur verið að innra eftirliti í málaflokki fatlaðra af EAÞ ráðgjöf slf. Um er að ræða eftirlit sem kveðið er á um í 1. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Ellý A Þorsteinsdóttir kynnti fyrir velferðarráði helstu niðurstöður.

Guðrún Guðmundsdóttir starfandi þjónustustjóri sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar kærlega fyrir fróðlega og góða kynningu.

3.Reglur velferðarsviðs um stuðningsþjónustu

Málsnúmer 2022090993Vakta málsnúmer

Lagðar fram til afgreiðslu reglur um stuðningsþjónustu.

Halldóra Hauksdóttir lögfræðingur og Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir reglunar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjastjórnar til afgreiðslu.

4.Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu skv. 12. gr. barnaverndarlaga

Málsnúmer 2022120565Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samþykkt um fullnaðarafgreiðslu hjá Barnaverndarþjónustu Akureyrarbæjar samkvæmt 3. mgr. 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.

Halldóra K. Hauksdóttir lögfræðingur sat fundinn undir þessum lið.

5.Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA)

Málsnúmer 2012080060Vakta málsnúmer

Fyrstu reglur um notendastýrða persónulega aðstoð voru gerðar 2019 og voru samþykktar út árið 2022. Á þeim tímamótum átti að renna út innleiðingartímabil og því eðlilegt að endurskoða þyrfti reglurnar. Það hefur hins vegar staðið á þeirri endurskoðun og ennþá ekki ljóst hvaða breytingar eru í vændum er varðar þessa þjónustu. Það er því nauðsynlegt að framlengja gildistíma þessara reglna um 6 mánuði.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að framlengja reglurnar um 6 mánuði til 30. júní 2023 og vísar þeim til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

6.Alþjóðastofa - starfsemi

Málsnúmer 2022120234Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 14. desember 2022 þar sem fjallað er um framtíð þeirra verkefna sem Alþjóðastofa hefur sinnt fram að þessu og lögð fram tillaga um breytingar á starfseminni.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður og Zane Brikowska ráðgjafi samræmdrar mótttöku flóttamanna sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir að Alþjóðastofa verði lögð niður þar sem um tilfærslu á verkefnum er að ræða en ekki skerðingu á þjónustu.

7.Afskriftir lána 2022

Málsnúmer 2022120475Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um afskriftir lána að upphæð kr. 2.370.428.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður og Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir tillögu að afskrift lána og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

8.Fjárhagsaðstoð 2022

Málsnúmer 2022041999Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð eftir fyrstu tíu mánuði ársins.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu og Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu sátu fundinn undir þessum lið.

9.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2022

Málsnúmer 2022041998Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit velferðarsviðs eftir fyrstu tíu mánuði ársins.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu sat fundinn undir þessum lið.

10.Fátækt - sárafátækt á Akureyri

Málsnúmer 2022100252Vakta málsnúmer

Umræður um aðgerðir sem væru til hagsbóta fyrir fátækt fólk á Akureyri.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.


Elsa María Guðmundsdóttir S-lista leggur fram eftirfarandi bókun:

Það ætti að vera leiðarljós Akureyrarbæjar að vinna markvisst gegn sárafátækt barna. Til þess að ná árangri ætti að gera faglega og fjármagnaða aðgerðaráætlun sem miðar að því að sporna gegn sárafátækt barna og foreldra. Nauðsynlegt er að kortleggja vandann, þannig að aðgerðir nýtist sem best. Í aðgerðaráætlun þurfa að koma fram skýr markmið, aðgerðir, kostnaðargreining og mælanlegir mælikvarðar. Jafnframt þarf að vinna í samræmi við ákvæði um Barnvænt Samfélag og taka tillit til radda barna.

Við gerð aðgerðaráætlunar er mikilvægt að horfa til ýmissa sviða Akureyrarbæjar varðandi t.d. stuðning við fjölskyldur, úrræði, þjónustuveitingu og gjaldskrár. Horfa mætti til þeirrar leiðar sem Reykjavíkurborg fór með sinni greiningarvinnu frá 2020.

Við í Samfylkingunni leggjum sérstaka áherslu á þetta mikilvæga málefni, enda var það á okkar stefnuskrá fyrir síðustu kosningar.


Málfríður Þórðardóttir F-lista leggur fram eftirfarandi bókun:

Sárafátækt er staðreynd á Akureyri, það sést vel á mikilli ásókn til hjálparsamtaka undanfarna mánuði. Flokkur fólksins á Akureyri leggur til að brugðist verði strax við ástandinu á margvíslegan hátt til að draga úr skaðlegum áhrifum sárafátæktar. Hækka þarf fjárhagsaðstoð einstaklinga sem þurfa að leita á náðir sveitarfélagsins og hækka húsnæðisstyrk til lágtekjufólks. Hækka þarf tómstundastyrki til barna verulega. Bjóða ætti öllum börnum fría máltíð í grunnskólum og tryggja þannig eina heita máltíð á dag og loks aðstoða öryrkja við að virkja starfsgetu sína þannig að þeir geti verið í launuðu starfi upp að skerðingarmörkum.

Flokkur fólksins telji nauðsynlegt að kortleggja sárafátækt á Akureyri og því staðreyndirnar eru nú þegar til staðar og grípa þarf til aðgerða strax. Að auki þyrfti að koma fram með langtímaaðgerðaráætlun til að koma í veg fyrir að einstaklingar festist í sárafátækt til lengri tíma. Ábyrgð starfsmanna bæjarins og bæjarfulltrúa er mikil þegar kemur að því að forgangsraða fjármunum sveitarfélagsins en flestir hljóta að vera á þeirri skoðun að velferðarbærinn Akureyri getur ekki setið hjá aðgerðarlaus.

Fundi slitið - kl. 17:17.