Velferðarráð

1318. fundur 04. mars 2020 kl. 14:00 - 16:35 Hlíð - Glaðheimar
Nefndarmenn
  • Heimir Haraldsson formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Snæbjörn Ómar Guðjónsson
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sigrún Elva Briem áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Helga Guðrún Erlingsdóttir framkvæmdastjóri öa
  • Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri búsetusviðs
  • Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Dagskrá
Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista sat fundinn í forföllum Hermanns Arasonar.

1.Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA)

Málsnúmer 2012080060Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju drög að reglum um notendastýrða persónulega aðstoð eftir umsagnarferli hjá notendaráði í málaflokki fatlaðra.

Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur á fjölskyldusviði og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.

2.Fjárhagsaðstoð 2019

Málsnúmer 2019030386Vakta málsnúmer

Lögð fyrir til kynningar útgjöld til fjárhagsaðstoðar á árinu 2019.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu og Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur á fjölskyldusviði sátu fundinn undir þessum lið.

3.Stefna og áherslur í málefnum einstaklinga með heilabilun/Alzheimer

Málsnúmer 2017080028Vakta málsnúmer

Hulda Sveinsdóttir heilabilunarráðgjafi hjá Öldrunarheimilum Akureyrar kynnti stöðu á verkefninu Styðjandi samfélag - Heilavinur.

Ingunn Eir Eyjólfsdóttir verkefnastjóri hjá ÖA og Ingi Þór Ágústsson forstöðumaður Austurhlíðar sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð er Heilavinur af öllu hjarta.

4.ÖA - staða dagþjálfunarverkefnis í Austurhlíð

Málsnúmer 2019040310Vakta málsnúmer

Ingunn Eir Eyjólfsdóttir verkefnastjóri hjá ÖA kynnti áfangaskýrslu um Sveigjanlega dagþjálfun.

Ingi Þór Ágústsson forstöðumaður, Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri og Hulda Sveinsdóttir heilabilunarráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

5.ÖA - staða dagþjálfunarverkefnis í Austurhlíð

Málsnúmer 2019040310Vakta málsnúmer

Velferðarráði var kynnt aðstaða dagþjálfunar í Hlíð.

Fundi slitið - kl. 16:35.