Flugklasi - samstarf um millilandaflug til Norðurlands

Málsnúmer 2011060107

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3277. fundur - 30.06.2011

Erindi dags. 18. maí 2011 frá Arnheiði Jóhannsdóttur, verkefnisstjóra hjá Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær styrki stofnun Flugklasans, markaðsmál og rekstur verkefnisins, á fyrstu stigum með 2 mkr. framlagi.

Bæjarráð samþykkir framlag að upphæð 2 mkr. til verkefnisins og vísar kostnaði til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða verkefnisstjóra hjá Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi á næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð - 3278. fundur - 07.07.2011

Arnheiður Jóhannsdóttir verkefnisstjóri hjá Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi mætti á fund bæjarráðs.

Bæjarráð þakkar Arnheiði fyrir komuna.

Bæjarráð - 3298. fundur - 24.11.2011

Arnheiður Jóhannsdóttir verkefnisstjóri og Ásbjörn Björgvinsson framkvæmdastjóri hjá Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi mættu á fund bæjarráðs og kynntu flugklasann Air66N.

Bæjarráð þakkar þeim Arnheiði og Ásbirni fyrir kynninguna.

Stjórn Akureyrarstofu - 131. fundur - 25.10.2012

Arnheiður Jóhannsdóttir verkefnisstjóri flugklasans mætti á fundinn og gerði grein fyrir helstu verkefnum hans og hvernig þau standa.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Arnheiði fyrir greinargóða kynningu á stöðunni og gagnlegar umræður í kjölfarið.

Bæjarráð - 3374. fundur - 18.07.2013

Arnheiður Jóhannsdóttir verkefnisstjóri hjá Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi mætti á fund bæjarráðs og kynnti vinnu varðandi flugklasann Air66N.

Bæjarráð þakkar Arnheiði fyrir upplýsingarnar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að ræða áframhaldandi stuðning við verkefnið.

Sigurður Guðmundsson A-lista mætti á fundinn kl. 09:50

Bæjarráð - 3438. fundur - 20.11.2014

Arnheiður Jóhannsdóttir verkefnisstjóri hjá Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi mætti á fund bæjarráðs og kynnti vinnu varðandi flugklasann Air66N.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir áframhaldandi stuðning við verkefnið.

Bæjarráð - 3497. fundur - 10.03.2016

Hjalti Páll Þórarinsson verkefnastjóri flugklasans Air 66N hjá Markaðsskrifstofu Norðurlands mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og fór yfir stöðuna á horfum í millilandaflugi til og frá Akureyri.

Einnig sat Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð skorar á ríkisstjórn Íslands að hrinda nú þegar í framkvæmd tillögum forsætisráðherra, sem samþykktar voru í ríkisstjórn í byrjun nóvember, um stofnun Markaðsþróunarsjóðs og Áfangastaðasjóðs. Markmið tillögunnar er að koma á reglulegu millilandaflugi um aðra flugvelli en Keflavík og ljóst að töf á framkvæmd málsins stendur í vegi fyrir að komið verði á reglulegu millilandaflugi til annarra gátta en Keflavíkur.

Stjórn Akureyrarstofu - 210. fundur - 26.05.2016

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 19. maí 2016 og skýrsla frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem kynnt er staða verkefna flugklasans AIR66.

Stjórn Akureyrarstofu - 216. fundur - 06.10.2016

Lögð fram til kynningar greinargerð um stöðu verkefna Flugklasans AIR66.

Klasinn er formlegur samstarfsvettvangur sveitarfélaga og ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi og beitir sér fyrir að komið verði á beinu millilandaflugi til Norðurlands.
Stjórnin þakkar þær upplýsingar sem koma fram í greinargerðinni og tekur undir það markmið að klasinn beiti sér fyrir því á næstu mánuðum að verð á flugvélaeldsneyti fyrir millilandaflug verði jafnað milli alþjóðaflugvalla landsins.

Bæjarráð - 3525. fundur - 13.10.2016

Lögð fram til kynningar skýrsla um starf flugklasans Air 66N frá maí til september 2016.

Bæjarráð - 3547. fundur - 09.03.2017

Farið yfir stöðu mála í flugi til Akureyrar.

Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi og Hjalti Páll Þórarinsson verkefnastjóri Flugklasans Air 66N mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3551. fundur - 06.04.2017

Lagt fram erindi dagsett 29. mars 2017 frá Hjalta Páli Þórarinssyni verkefnastjóra Air 66N.

Í erindinu kemur meðal annars fram að sveitarfélög á Norðurlandi hafi um árabil stutt við starf flugklasans með sérstökum fjárframlögum.

Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins til að fjármagna starf verkefnastjóra með framlagi sem nemur 300 kr. á hvern íbúa á ári í 2 ár (2018-2019).

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við forvarsmenn Air 66N um frekari útfærslu á verkefninu.

Bæjarráð - 3575. fundur - 09.11.2017

Lögð fram til kynningar skýrsla dagsett 19. október 2017 frá Hjalta Páli Þórarinssyni verkefnastjóra Air 66N um starf flugklasans Air 66N frá 10. mars - 19. október 2017.

Bæjarráð - 3593. fundur - 05.04.2018

Skýrsla flugklasans Air 66N dagsett 20. mars 2018 lögð fram til kynningar.

Stjórn Akureyrarstofu - 252. fundur - 18.04.2018

Skýrsla flugklasans Air 66N dagsett 20. mars 2018 lögð fram til kynningar.

Stjórn Akureyrarstofu - 263. fundur - 18.10.2018

Skýrsla flugklasans dagsett 8. október 2018 lögð fram til kynningar.

Bæjarráð - 3634. fundur - 04.04.2019

Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og Hjalti Páll Þórarinsson verkefnastjóri mættu á fund bæjarráðs og ræddu málefni flugklasans; stöðu, framtíð og horfur.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Markaðsstofu Norðurlands um viðauka og framlengingu á samningi um flugklasann.

Stjórn Akureyrarstofu - 281. fundur - 20.06.2019

Erindi dagsett 31. maí 2019 frá Hjalta Páli Þórarinssyni f.h. Markaðsstofu Norðurlands þar sem óskað er áframhaldandi fjárstuðnings við verkefnið Flugklasinn Air 66N.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að gerður verði árs samningur við Markaðsstofu Norðurlands vegna Air 66N og felur sviðsstjóra að ganga frá samningnum til undirritunar.

Bæjarráð - 3658. fundur - 24.10.2019

Lögð fram til kynningar skýrsla Hjalta Páls Þórarinssonar verkefnastjóra, dagsett 11. október 2019, um starf flugklasans Air 66N frá 1. apríl til 11. október 2019.

Stjórn Akureyrarstofu - 287. fundur - 24.10.2019

Lögð fram greinargerð frá Hjalta Þórarinssyni verkefnastjóra Flugklasans Air 66N um starf Flugklasans á tímabilinu 1. apríl til 11. október 2019.

Stjórn Akureyrarstofu - 298. fundur - 14.05.2020

Skýrsla Flugklasans, staða mars 2020, lögð fram til kynningar.

Stjórn Akureyrarstofu - 305. fundur - 01.10.2020

Lögð fram til kynningar skýrsla um stöðu Flugklasans Air 66N 1. apríl - 15. september 2020.
Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir að fá frekari upplýsingar varðandi verkefnið "Hinn hluti Íslands" sem unnið er af Íslandsstofu og ISAVIA og gengur út á markaðssetningu flugvallanna á Akureyri og Egilsstöðum.

Stjórn Akureyrarstofu - 306. fundur - 15.10.2020

Á síðasta fundi var óskað eftir frekari upplýsingum um verkefnið "Hinn hluti Íslands" sem fram kom í stöðuskýrslu um flugklasann.

Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðstofu Norðurlands og Hjalti Páll Þórarinsson verkefnastjóri AIR66 sátu fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Arnheiði og Hjalta fyrir veittar upplýsingar og gagnlegar umræður. Stjórn Akureyrarstofu felur formanni að vinna málið áfram.

Stjórn Akureyrarstofu - 308. fundur - 05.11.2020

Sigrún Björk Jakobsdóttir frá Isavia og Þorleifur Þór Jónsson frá Íslandsstofu mættu á fundinn.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Sigrúnu Björk og Þorleifi Þór fyrir komuna og góðar og gagnlegar umræður.

Bæjarráð - 3724. fundur - 29.04.2021

Lögð fram til kynningar skýrsla um starf flugklasans undanfarna mánuði.

Stjórn Akureyrarstofu - 318. fundur - 06.05.2021

Lögð fram til kynningar skýrsla um starf flugklasans undanfarna mánuði.

Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri MN gerði grein fyrir skýrslunni.
Stjórn Akureyrarstofu tekur undir sjónarmið sem koma fram í bókun Markaðsstofu Norðurlands vegna verkefnisins Vörður fyrirmyndar áfangastaðir og telur að dreifing fjármagns í verkefninu samrýmist illa opinberri stefnu um dreifingu ferðamanna um landið.
Karl Liljendal Hólmgeirsson mætti á fundinn kl. 12:20.

Stjórn Akureyrarstofu - 326. fundur - 04.11.2021

Lögð fram til kynningar skýrsla Flugklasans Air 66N tímabilið 9. apríl til 26. október 2021.

Bæjarráð - 3768. fundur - 28.04.2022

Lögð fram til kynningar skýrsla um starf flugklasans á tímabilinu 27. október 2021 til 8. apríl 2022.