Bæjarráð

3374. fundur 18. júlí 2013 kl. 09:00 - 12:30 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Halla Björk Reynisdóttir formaður
 • Oddur Helgi Halldórsson
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson
 • Edward Hákon Huijbens
 • Sigurður Guðmundsson
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
 • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
 • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
 • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
 • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Dagskrá
Edward H. Huijbens V-lista mætti í forföllum Andreu S. Hjálmsdóttur.

1.Flugklasi - samstarf um millilandaflug til Norðurlands

Málsnúmer 2011060107Vakta málsnúmer

Arnheiður Jóhannsdóttir verkefnisstjóri hjá Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi mætti á fund bæjarráðs og kynnti vinnu varðandi flugklasann Air66N.

Bæjarráð þakkar Arnheiði fyrir upplýsingarnar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að ræða áframhaldandi stuðning við verkefnið.

Sigurður Guðmundsson A-lista mætti á fundinn kl. 09:50

2.Áætlunarflug frá Akureyrarflugvelli 2014-2016 - beiðni um fjárhagslega ábyrgð að hluta

Málsnúmer 2013070030Vakta málsnúmer

Erindi dags. 5. júlí 2013 frá Trans-Atlantic ehf þar sem óskað er eftir fjárhagslegri ábyrgð Akureyrarbæjar að upphæð 212.121 evra vegna uppsetningar og framkvæmdar á áætlunarflugi frá Akureyrarflugvelli árið 2014 til loka ársins 2016.

Samkvæmt Sveitarstjórnarlögum er sveitarstjórnum óheimilt að gangast í ábyrgð fyrir þriðja aðila, bæjarráð getur því ekki orðið við erindinu.

3.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2013

Málsnúmer 2013020001Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerð 806. og 807. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 31. maí og 28. júní 2013. Fundargerðirnar má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

4.Myndlistaskólinn á Akureyri - ársreikningur 2012

Málsnúmer 2011100107Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Myndlistaskólans á Akureyri fyrir árið 2012.

5.Bæjarsjóður - yfirlit um rekstur 2013

Málsnúmer 2013040268Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til maí 2013.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista óskar bókað:

Við samanburð á helstu fjárhagskennitölum A-hluta sveitarfélagsins við nýútkomna samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga á ársreikningum sveitarfélaga á árinu 2012, kemur í ljós að kennitölur Akureyrarbæjar eru almennt lakari en hjá öðrum sveitarfélögum. Ég tel það óviðunandi og muni, ef ekki verður brugðist við, veikja stöðu sveitarfélagsins þegar til lengri tíma er litið.

Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista vék af fundi kl. 10:50.

Fundi slitið - kl. 12:30.