Stjórn Akureyrarstofu

281. fundur 20. júní 2019 kl. 14:00 - 17:20 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hilda Jana Gísladóttir formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Finnur Sigurðsson
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá

1.Listasafnið á Akureyri - útboð á rekstri kaffihúss

Málsnúmer 2018010273Vakta málsnúmer

Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála er lýtur að rekstri kaffihúss í Listasafninu.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hlyni fyrir framlagðar upplýsingar og leggur áherslu á að fundinn verði nýr rekstraraðili að kaffihúsi í Listasafninu.

2.Listasafnið á Akureyri

Málsnúmer 2015060091Vakta málsnúmer

Lagðar fram rekstrar- og aðsóknartölur að Listasafninu fyrstu fimm mánuði ársins. Hlynur Hallsson safnstjóri mætti á fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu telur mikilvægt að safnstjóri og sviðsstjóri leggi fram tillögu til stjórnar um með hvaða hætti brugðist verði við neikvæðum rekstri miðað við áætlun fyrstu fimm mánuði ársins. Þá felur stjórn safnstjóra að leggja fram minnisblað til stjórnar um framkvæmdir við safnið og verklok þannig að hægt verði að fá inn tekjur af útleigu og í framhaldinu verði fundað með sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs.

3.Ferðamálafélag Hríseyjar - samstarfssamningur

Málsnúmer 2019060260Vakta málsnúmer

Drög að nýjum samstarfssamningi við Ferðamálafélag Hríseyjar lagður fram til umræðu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að gera eins árs samstarfssamning að svo stöddu að upphæð kr. 600.000.

4.Flugklasi - samstarf um millilandaflug til Norðurlands

Málsnúmer 2011060107Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. maí 2019 frá Hjalta Páli Þórarinssyni f.h. Markaðsstofu Norðurlands þar sem óskað er áframhaldandi fjárstuðnings við verkefnið Flugklasinn Air 66N.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að gerður verði árs samningur við Markaðsstofu Norðurlands vegna Air 66N og felur sviðsstjóra að ganga frá samningnum til undirritunar.

5.Ungmennafélag Akureyrar - Akureyrarhlaup

Málsnúmer 2014060143Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. maí 2019 frá Rannveigu Oddsdóttur formanni Akureyrarhlaupsnefndar UFA þar sem óskað er eftir kr. 200.000 styrk vegna Akureyrarhlaupsins 4. júlí nk.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja UFA um kr. 100.000 vegna hlaupsins.

6.Minjasafnið á Akureyri - ársreikningur 2018

Málsnúmer 2019060258Vakta málsnúmer

Ársreikningur Minjasafnsins fyrir árið 2018 lagður fram til kynningar.

7.Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2020

Málsnúmer 2019050308Vakta málsnúmer

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2020.

Finnur Sigurðsson vék af fundi kl. 17:10.

8.Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2019

Málsnúmer 2019020025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir fyrstu fimm mánuði ársins 2019

9.Fundargerðir AFE

Málsnúmer 2019040049Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar AFE nr. 231 og 232 lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:20.