Bæjarráð

3575. fundur 09. nóvember 2017 kl. 08:15 - 10:50 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Preben Jón Pétursson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018-2021

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2017

Málsnúmer 2017040070Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til og með september 2017.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Sjávargata Hrísey - lóð 152127 - kauptilboð

Málsnúmer 2017100212Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð í lóð 152127 við Sjávargötu í Hrísey og eignirnar Ægisgata 11 og 13 boðnar sem hluti af greiðslu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hafnar kauptilboðinu.

4.Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað - endurskoðun

Málsnúmer 2017020113Vakta málsnúmer

Umræður um endurskoðun á Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að vinna áfram að endurskoðun á lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað.

5.Unglingadansleikir

Málsnúmer 2011010099Vakta málsnúmer

Unglingadansleikur, tímabundið tækifærisleyfi til skemmtanahalds.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð telur almennt jákvætt að haldnir séu unglingadansleikir á Akureyri.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni að veita þá umsögn til sýslumanns að því sé hafnað að unglingadansleikir verði á vínveitingahúsum, ef ekki er hægt að ná samningum við leyfisbeiðanda um að verða við skilmálum í reglum Akureyrarbæjar vegna unglingadansleikja.

6.Skaðabótakrafa vegna deiliskipulags og framkvæmda við Hafnarstræti 88

Málsnúmer 2016070021Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar 21. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 25. október 2017:

Erindi dagsett 23. ágúst 2017 þar sem Andrés Már Magnússon hdl., f.h. eigenda í Hafnarstræti 88, óskar eftir því að Akureyrarbær taki afstöðu til þess hvort hann telji sig skaðabótaskildan gagnvart eigendum vegna deiliskipulags á Drottningarbrautarreit.

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð leggur til að bótakröfunni verði hafnað. Deiliskipulag svæðisins frá 1981, breytt 2004, var í gildi þar til núgildandi deiliskipulag tók yfir árið 2012 (Deiliskipulag Miðbæjar - Drottningarbrautarreitur). Það deiliskipulag gerði ráð fyrir mun meiri útsýnisskerðingu húsa við Hafnarstræti en núgildandi deiliskipulag.



Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

7.Flugklasi - samstarf um millilandaflug til Norðurlands

Málsnúmer 2011060107Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla dagsett 19. október 2017 frá Hjalta Páli Þórarinssyni verkefnastjóra Air 66N um starf flugklasans Air 66N frá 10. mars - 19. október 2017.

8.Ágóðahlutagreiðsla 2017 - Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands

Málsnúmer 2017100501Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 30. október 2017 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands þar sem tilkynnt er um greiðslu ágóðahluta til aðildarsveitarfélaga. Greiðsla ágóðahlutar fyrir árið 2017 fór fram 31. október sl. og er hlutur Akureyrarbæjar kr. 5.661.000.

9.Harbin Ice and Snow Festival - boðsbréf

Málsnúmer 2016100078Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. október 2017 frá SONG Xibin bæjarstjóra Harbin Municipal People´s Government í Kína. Boðið er til Harbin Ice and Snow Festival sem haldin verður 4.- 7. janúar 2018 í Kína.
Bæjarráð þakkar boðið en getur ekki orðið við erindinu.

10.Alþingiskosningar 2017

Málsnúmer 2017090128Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 2. nóvember 2017 frá formanni kjörstjórnar Akureyrarkaupstaðar, Helgu G. Eymundsdóttur. Í bréfinu kemur fram að í Alþingiskosningunum sem fram fóru þann 28. október sl. þá hafi kjörfundur hafist á öllum kjörstöðum Akureyrarkaupstaðar kl. 09:00 og lauk kl. 22:00 á Akureyri, kl. 12:30 í Grímsey og kl. 18:00 í Hrísey.

Á kjörskrá voru 13.998 en á kjörstað á kjördag kusu 8.689. Utan kjörfundar greiddu atkvæði 2.730 þannig að samtals greiddu 11.420 atkvæði og kosningaþátttakan 81,58% sem er yfir meðallagi miðað við undanfarin ár á Akureyri.

Sem endranær er ástæða til að hrósa starfsfólki á kjörstað, sérstaklega fyrir þeirra framlag til kosninganna en að venju var fumlaus framkoma þeirra og ósérhlífni við undirbúning kosningu lykill að velheppnaðri framkvæmd kosninganna.
Bæjarráð þakkar kjörstjórn, undirkjörstjórnum og starfsmönnum framkvæmd og vel unnin störf.

11.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerð

Málsnúmer 2017010137Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 853. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 27. október 2017. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

12.Eyþing - fundargerð

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 300. fundar stjórnar Eyþings dagsett 25. október 2017. Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.eything.is/is/fundargerdir
Fylgiskjöl:

13.Hverfisnefnd Brekku- og Innbæjar - fundargerð

Málsnúmer 2016010038Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerðir 47. fundar hverfisnefndar Brekku og Innbæjar dagsett 30. október 2017. Fundargerðina má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/brekka-og-innbaer/fundargerdir
Bæjarráð vísar 1. og 2. lið til skipulagsráðs og 3. lið til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Fundi slitið - kl. 10:50.