Stjórn Akureyrarstofu

131. fundur 25. október 2012 kl. 16:00 - 18:06 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Sigmundur Einar Ófeigsson varaformaður
  • Jón Hjaltason
  • Guðrún Þórsdóttir
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson áheyrnarfulltrúi
  • Regína Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Flugklasi - samstarf um millilandaflug til Norðurlands

Málsnúmer 2011060107Vakta málsnúmer

Arnheiður Jóhannsdóttir verkefnisstjóri flugklasans mætti á fundinn og gerði grein fyrir helstu verkefnum hans og hvernig þau standa.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Arnheiði fyrir greinargóða kynningu á stöðunni og gagnlegar umræður í kjölfarið.

2.Norðurslóðamál - verkefni 2012

Málsnúmer 2012100155Vakta málsnúmer

Borist hefur beiðni frá aðstandendum sýningarinnar Arsborealis um þátttöku Akureyrarstofu í stækkun hennar og þróun, en til stendur að hún verði farandsýning sem fari milli landa á norðurslóðum.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista vék af fundi undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að taka þátt í áframhaldandi þróun sýningarinnar með það fyrir augum að kynning á Akureyri sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi verði hluti hennar. Framlag Akureyrarstofu verður í formi vinnu og aðstoð við markaðssetningu.

3.Endurskoðun menningarstefnu Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2011020012Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna í vinnu við endurnýjaða stefnu Akureyrarbæjar í menningarmálum. Breyta þarf tímaáætlun verkefnisins og er nú stefnt að því að opinn fundur þar sem drög að nýrri stefnu verða kynnt verði haldinn þann 15. nóvember 2012 kl. 16:15.

4.Aukin samvinna menningarstofnana - viðræður LA, MH og SN 2012

Málsnúmer 2012090021Vakta málsnúmer

Greint frá framgangi viðræðna Leikfélags Akureyrar, Menningarfélagsins Hofs og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

5.Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2012

Málsnúmer 2012040130Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 9 mánaða rekstraryfirlit fyrir málaflokka stjórnar Akureyrarstofu á árinu 2012.

Fundi slitið - kl. 18:06.