Bæjarráð

3497. fundur 10. mars 2016 kl. 08:30 - 11:27 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Preben Jón Pétursson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.

1.Markaðsskrifstofa Norðurlands - flugklasi - millilandaflug

Málsnúmer 2011060107Vakta málsnúmer

Hjalti Páll Þórarinsson verkefnastjóri flugklasans Air 66N hjá Markaðsskrifstofu Norðurlands mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og fór yfir stöðuna á horfum í millilandaflugi til og frá Akureyri.

Einnig sat Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð skorar á ríkisstjórn Íslands að hrinda nú þegar í framkvæmd tillögum forsætisráðherra, sem samþykktar voru í ríkisstjórn í byrjun nóvember, um stofnun Markaðsþróunarsjóðs og Áfangastaðasjóðs. Markmið tillögunnar er að koma á reglulegu millilandaflugi um aðra flugvelli en Keflavík og ljóst að töf á framkvæmd málsins stendur í vegi fyrir að komið verði á reglulegu millilandaflugi til annarra gátta en Keflavíkur.

2.Velferðarráð - gjaldskrá fyrir félagslegt húsnæði

Málsnúmer 2016020129Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 2. mars 2016:

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri Akureyrarbæjar og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi lögðu fram tillögu að gjaldskrá fyrir félagslegt leiguhúsnæði.

Velferðarráð samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Dan Jens og Jón Heiðar mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Samband íslenskra framhaldsskólanema - styrkbeiðni vegna sambandsstjórnarþings

Málsnúmer 2016030008Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi ódagsett frá Steinunni Ólínu Hafliðadóttur formanni Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Í erindinu óskar hún eftir styrk frá Akureyrarbæ til að aðstoða þau við að greiða ferðakostnað fulltrúa SÍF á sambandsstjórnarþing Sambands íslenskra framhaldsskólanema sem haldið verður í hátíðarsal Háskólans á Akureyri helgina 5.- 6. mars 2016.

Einnig býður framkvæmdastjórn SÍF bæjarstjóra Akureyrarbæjar Eiríki Birni Björgvinssyni velkominn að sitja panelumræður sem haldnar verða laugardaginn 5. mars kl. 15:00.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

4.Öldungaráð Akureyrarkaupstaðar 2016

Málsnúmer 2016020017Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 1. og 2. fundar öldungaráðs Akureyrarkaupstaðar dagsettar 3. og 23. febrúar 2016.

5.Golfklúbbur Akureyrar - veðsetning á golfskálanum á Jaðri

Málsnúmer 2016030024Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. mars 2016 þar sem Golfklúbbur Akureyrar sækir um undanþágu frá rekstrarsamningi um að fá heimild til að þess að veðsetja eignir sínar.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir heimild til lántöku og veðsetningar allt að 30 milljónir kr. til fimm ára.

6.Samband íslenskra sveitarfélaga - 30. landsþing

Málsnúmer 2016030005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 1. mars 2016 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er varðar boðun 30. landsþings Sambandsins sem haldið verður föstudaginn 8. apríl nk. á Grand Hótel Reykjavík og hefst kl. 10:00.

7.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2016

Málsnúmer 2016010056Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 836. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 26. febrúar 2016. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

8.Tillaga til þingsályktunar um hæfisskilyrði leiðsögumanna, 275. mál

Málsnúmer 2016030006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 2. mars 2016 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um hæfisskilyrði leiðsögumanna, 275. mál 2016.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. mars 2016 á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/145/s/0304.html

9.Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili, 32. mál

Málsnúmer 2016030011Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 2. mars 2016 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili, 32. mál 2016.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. mars 2016 á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/145/s/0032.html

Fundi slitið - kl. 11:27.