Hverfisráð Grímseyjar - fundargerðir 2010-2020

Málsnúmer 2010070098

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3368. fundur - 16.05.2013

Lögð fram fundargerð 14. fundar hverfisráðs Grímseyjar dags. 23. mars 2013.
Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/grimsey/fundargerdir

1. og 2. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

Bæjarráð vísar 3., 4., 7. og 8. lið til framkvæmdadeildar.

5. lið er vísað til framkvæmdaráðs vegna gerðar fjárhagsáætlunar 2014.

6. lið er vísað til Hafnasamlags Norðurlands.

Bæjarráð - 3371. fundur - 13.06.2013

Lagðar fram fundargerðir 15. fundar hverfisráðs Grímseyjar dags. 22. apríl og fundargerð 16. fundar dags. 23. maí 2013. Fundurinn var tvískiptur fyrst var fundur hverfisráðsins og síðan almennur íbúafundur og aðalfundur hverfisráðsins.
Sigríður Stefánsdóttir tengiliður við hverfisráðið mætir á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/grimsey/fundargerdir

Fundargerð 15. fundar lögð fram til kynningar ásamt fyrrihluta 16. fundar.

1., 2., 3. liður i), j), k) og 4. og 5. liður í fundargerð almenns íbúafundar og aðalfundar hverfisráðs eru einnig lagðir fram til kynningar.

Bæjarráð vísar 3. lið a) og g) til framkvæmdadeildar, 3. lið b) til Hafnasamlags Norðurlands, 3. lið e) til bæjarstjóra, 3. lið c) og f) til Fasteigna Akureyrarbæjar, 3. lið d) til Akureyrarstofu og 3. lið h) er vísað til Norðurorku hf.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 227. fundur - 21.06.2013

3. liður c) og f) í fundargerð almenns íbúafundar og aðalfundar hverfisráðs Grímseyjar dags. 23. maí 2013, sem bæjarráð 13. júní 2013 vísaði til Fasteigna Akureyrarbæjar:
c) Lóð í kringum Múla. Lóðina þyrfti að forma og móta. Einnig var minnt á margar ábendingar og óskir sem settar hafa verið fram um aðstöðu fyrir boltaleiki
eða sparkvöll. Bent á að leiktækin væru mörg orðin gömul og lúin og að nauðsynlega þyrfti að drena í kringum leikvöllinn.
f) Spurst var fyrir um afdrif erindis um að byggt yrði lítið íþróttahús við sundlaugina, þegar ljóst var að fara þyrfti í stórfellda viðgerð á henni. Bent var á að engin íþróttaaðstaða væri í eyjunni ( utan við sundlaugina) og að salurinn í Múla hentaði mjög illa til íþróttakennslu í skólanum. Bent var á að í þessu tilfelli og öðrum sem hverfisráð og íbúar sendu erindi, bærust engin svör frá deildum og nefndum bæjarins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar þakkar aðalfundi hverfisráðs Grímseyjar fyrir erindin.

Hvað varðar 3. lið c) er honum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014. Hvað varðar 3. lið f) er ekki gert ráð fyrir uppbyggingu íþróttaaðstöðu í Grímsey í gildandi framkvæmdaáætlun sem nær yfir árin 2013-2016.

Bæjarráð - 3384. fundur - 10.10.2013

Lögð fram fundargerð 17. fundar hverfisráðs Grímseyjar dags. 16. september 2013.
Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/grimsey/fundargerdir

Bæjarráð vísar 1., 3., 4. og 5. lið ásamt 7. til 10. lið til framkvæmdaráðs, 2. lið er vísað til Eyþings.

6. liður er lagður fram til kynningar í bæjarráði.

Bæjarráð - 3398. fundur - 23.01.2014

Lögð fram fundargerð 18. fundar hverfisráðs Grímseyjar dags. 15. nóvember 2013.
Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/grimsey/fundargerdir

Bæjarráð vísar 5., 7., 8. og 10. lið til framkvæmdadeildar og 6. lið til Hafnasamlags Norðurlands.

Aðrir liðir fundargerðarinnar eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

Bæjarráð - 3406. fundur - 20.03.2014

Lögð fram fundargerð 19. fundar hverfisráðs Grímseyjar dags. 10. mars 2014.
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/grimsey/fundargerdir

Bæjarráð vísar 1.- 13. lið til framkvæmdadeildar.

14. liður er lagður fram til kynningar í bæjarráði.

Bæjarráð - 3459. fundur - 21.05.2015

Lögð fram fundargerð 20. fundar hverfisráðs Grímseyjar dagsett 22. apríl 2015. Fundargerðina má finna á netslóðinni:

http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/grimsey/fundargerdir
Bæjarráð vísar 1. lið til bæjarstjóra, 7. lið til Fasteigna Akureyrarbæjar, öðrum liðum fundargerðarinnar er vísað til framkvæmdadeildar.

Bæjarráð - 3481. fundur - 05.11.2015

Lögð fram fundargerð 21. fundar hverfisráðs Grímseyjar dagsett 2. september 2015. Fundargerðina má finna á netslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/grimsey/fundargerdir
Bæjarráð vísar 1., 2. og 4. lið til framkvæmdadeildar og 3. og 5. lið til Fasteigna Akureyrarbæjar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 271. fundur - 04.12.2015

Tekinn fyrir 3. og 5. liður úr fundargerð hverfisráðs Grímseyjar dagsett 2. september 2015:
3.
Nýverið fengum við höfnun á beiðni um sparkvöll í eyna. Það þykir okkur afar leitt þar sem íþróttaaðstaða í eynni er engin og útileikjaaðstaða fyrir börn af afar skornum skammti. Tvö mörk eru á bletti fyrir utan félagsheimilið en í miðjum þeim "velli" er niðurfall og boltar fjúka gjarnan niður í fjöru. Það vantar sárlega bætta útiaðstöðu til leikja.
5.
Félagsheimilið í eynni þarfnast yfirferðar. Til að mynda er dúkurinn í salnum ónýtur og vandamál í lögnum.
Viðhald á Múla er á fjárhagsáætlun næsta árs og auk þess munu Fasteignir Akureyrarbæjar yfirfara leikskvæðið.

Bæjarráð - 3494. fundur - 18.02.2016

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 22. og 23. fundar hverfisráðs Grímseyjar dagsettar 19. og 24. október 2015. Fundargerðirnar má finna á netslóðinni:

http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/grimsey/fundargerdir

Bæjarráð - 3495. fundur - 25.02.2016

Lagðar fram fundargerðir 24. og 25. fundar hverfisráðs Grímseyjar báðar dagsettar 11. febrúar 2016. Fundargerðirnar má finna á netslóðinni:

http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/grimsey/fundargerdir
Fundargerð 24. fundar er lögð fram til kynningar.

Fundargerð 25. fundar var afgreidd á eftirfarandi hátt:

Bæjarráð vísar 3. og 4. lið til Fasteigna Akureyrarbæjar og hluta af 4. lið til framkvæmdadeildar, 5. lið til Akureyrarstofu, 1. og 2. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

Bæjarráð - 3503. fundur - 20.04.2016

Lögð fram fundargerð 26. fundar hverfisráðs Grímseyjar dagsett 4. apríl 2016. Fundargerðina má finna á netslóðinni:

http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/grimsey/fundargerdir
Bæjarráð vísar 1. og 4. lið til framkvæmdadeildar, 2. lið til bæjarstjóra og 3. lið til framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar.

Bæjarráð - 3566. fundur - 07.09.2017

Lögð fram til kynningar fundargerð 28. fundar hverfisráðs Grímseyjar dagsett 24. ágúst 2017. Fundargerðina má finna á netslóðinni:

https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/grimsey/fundargerdir

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3577. fundur - 23.11.2017

Lögð fram til kynningar fundargerð hverfisráðs Grímseyjar - íbúafundar, dagsett 17. október 2017.

Bæjarráð - 3598. fundur - 17.05.2018

Lögð fram 30. fundargerð hverfisráðs Grímseyjar dagsett 25. apríl 2018.

Fundargerðina má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/grimsey/fundargerdir
Bæjarráð vísar liðum 1-3 og liðum 5-7 til umhverfis- og mannvirkjasviðs og lið 4 til hafnarstjóra Hafnasamlags Norðurlands.

Bæjarráð - 3639. fundur - 23.05.2019

Lögð fram 31. fundargerð hverfisráðs Grímseyjar dagsett 13. maí 2019.

Fundargerðina má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/grimsey/fundargerdir
Bæjarráð vísar fundargerðinni til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Bæjarráð - 3643. fundur - 20.06.2019

Lögð fram til kynningar fundargerð 32. fundar hverfisráðs Grímseyjar dagsett 8. júní 2019.

Fundargerðina má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/grimsey/fundargerdir

Bæjarráð - 3659. fundur - 31.10.2019

Lögð fram fundargerð 33. fundar hverfisráðs Grímseyjar dagsett 18. október 2019.

Fundargerðina má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/grimsey/fundargerdir
Bæjarráð vísar lið 1 til bæjarstjóra og lið 2 til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Bæjarráð - 3664. fundur - 05.12.2019

Lögð fram fundargerð 34. fundar hverfisráðs Grímseyjar dagsett 27. nóvember 2019.

Fundargerðina má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/grimsey/fundargerdir
Bæjarráð vísar fundargerðinni til umhverfis- og mannvirkjasviðs.