Bæjarráð

3643. fundur 20. júní 2019 kl. 08:15 - 10:50 Fundaaðstaða bæjarstjóra á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Andri Teitsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir
Dagskrá
Andri Teitsson L-lista mætti í forföllum Höllu Bjarkar Reynisdóttur.
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.

1.Hafnasamlag Norðurlands

Málsnúmer 2019060232Vakta málsnúmer

Rætt um málefni Hafnasamlags Norðurlands.

Þorsteinn Hlynur Jónsson formaður stjórnar samlagsins og Pétur Ólafsson hafnarstjóri mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Þorsteini og Pétri fyrir komuna.

2.Menningarfélag Akureyrar - rekstur 2018 - 2019

Málsnúmer 2019020044Vakta málsnúmer

Umræða um rekstur MAk.

Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk og Preben Jón Pétursson stjórnarformaður MAk mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Þuríði og Preben fyrir komuna.

3.Verklagsreglur um auglýsingar starfa og tímabundnar ráðningar starfsfólks Akureyrarbæjar 2019

Málsnúmer 2019010259Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð kjarasamninganefndar dagsettri 11. júní 2019:

Tekið fyrir erindi dagsett 4. júní 2019 frá Karli Frímannssyni sviðsstjóra fræðslusviðs þar sem óskað er eftir undanþágu frá verklagsreglum Akureyrarbæjar um auglýsingar starfa vegna ráðninga nemenda í leikskólakennarafræðum í launaða starfsþjálfun til eins árs.

Kjarasamninganefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarráð að framlögð tillaga að breytingum á verklagsreglum um auglýsingar starfa verði samþykkt.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar með 5 samhljóða atkvæðum.

4.Mat á fagaldri - BHM

Málsnúmer 2019060130Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð kjarasamninganefndar dagsettri 11. júní 2019:

Lögð fram tillaga þess efnis að veitt verði tímabundin heimild til breytingar á verklagi við mat á fagaldri tilgreinda starfa starfsmanna í aðildarfélögum BHM.

Kjarasamninganefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu um að veitt verði tímabundin heimild til að meta starfsreynslu hjá Akureyrarbæ í störfum í Kili sem að umtalsverðum hluta innihalda sömu verkefni og sérfræðistörf í BHM til fagaldurs samkvæmt kjarasamningum BHM og SNS að því skilyrði uppfylltu að starfsmaður hafi lokið háskólanámi sem nýttist í viðkomandi starfi í Kili, áður en hann hóf störf.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun kjarasamninganefndar með 5 samhljóða atkvæðum.

5.Hverfisráð Grímseyjar - fundargerðir

Málsnúmer 2010070098Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 32. fundar hverfisráðs Grímseyjar dagsett 8. júní 2019.

Fundargerðina má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/grimsey/fundargerdir

6.Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerðir

Málsnúmer 2017010127Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 116. fundar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dagsett 23. maí 2019.

Fundargerðina má finna á eftirfarandi slóð: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/holta-og-hlidahverfi/fundargerdir

7.Fornleifarannsóknir í Hrísey

Málsnúmer 2018070010Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. júní 2019 frá Orra Vésteinssyni prófessor við Háskóla Íslands þar sem kynntar eru niðurstöður forrannsókna sem fram fóru í Hrísey í fyrrasumar og áform um áframhaldandi rannsóknir í ár annars vegar á bæjarstæði Saltness og hins vegar á nokkrum garðmótum í kringum Miðbæ. Um er að ræða samstarfsverkefni Minjasafnsins á Akureyri og Háskóla Íslands. Verkefnið er liður í heildstæðri úttekt á mannvistarleifum í Hrísey sem skipulögð er til fleiri ára. Til svona verka þarf leyfi Minjastofnunar Íslands sem fer einnig fram á leyfi landeigenda ef land er í einkaeigu. Þó svo sé ekki í þessu tilfelli finnst rannsakendum betra að láta fylgja með leyfisumsókn til Minjastofnunar að rannsóknin sé gerð með vitund og samþykki Akureyrarbæjar.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar rannsóknir og felur forstöðumanni upplýsinga- og þjónustudeildar að koma upplýsingum um áformin til hverfisráðs Hríseyjar og skrifstofu bæjarins í Hrísey.

8.Brunabótafélag Íslands - aðalfundur fulltrúaráðs 2019

Málsnúmer 2019060196Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 13. júní 2019 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands þar sem boðað er til aðalfundar fulltrúaráðs félagsins föstudaginn 20. september nk. á Hótel Natura í Reykjavík.

9.Samband íslenskra sveitarfélaga - 34. landsþing 2019

Málsnúmer 2019060152Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 11. júní 2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til auka landsþings sambandsins til að ræða tillögu að stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að þingið verði haldið 6. september nk. á Grand hótel Reykjavík kl. 10:30-15:00.

Fundi slitið - kl. 10:50.