Bæjarráð

3406. fundur 20. mars 2014 kl. 09:00 - 11:10 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Logi Már Einarsson
  • Sigurður Guðmundsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Hverfisráð Grímseyjar - fundargerðir 2010-2020

Málsnúmer 2010070098Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 19. fundar hverfisráðs Grímseyjar dags. 10. mars 2014.
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/grimsey/fundargerdir

Bæjarráð vísar 1.- 13. lið til framkvæmdadeildar.

14. liður er lagður fram til kynningar í bæjarráði.

2.Hverfisnefnd Lunda- og Gerðahverfis - fundargerðir 2014

Málsnúmer 2014020106Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 49. fundar hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis dags. 5. mars 2014.
Fundargerðina má finna á vefslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/lunda-og-gerdahverfi/fundargerdir

3.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir veturinn 2013-2014

Málsnúmer 2013100131Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 13. mars 2014. Fundargerðin er í 2 liðum.
Ólafur Jónsson D-lista vék af fundi kl. 09:50.

4.Samningur um stuðning Akureyrarbæjar við rekstur Menningarfélagsins Hofs árin 2013-2015

Málsnúmer 2014030017Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 13. mars sl.
3. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 6. mars 2014:
Lögð fram drög að endurnýjuðum samningi við Menningarfélagið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

Logi Már Einarsson S-lista óskar bókað:

Ég tel skynsamlegt að framlengja rekstrarsamning við Menningarfélagið Hof til þriggja ára enda verði samningstíminn nýttur til að fara yfir reynsluna af samstarfinu.

5.Langtímaáætlun Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2013020022Vakta málsnúmer

Unnið að langtímaáætlun Akureyrarbæjar.

6.Bæjarsjóður - yfirlit um rekstur 2013

Málsnúmer 2013040268Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til desember 2013.

Fundi slitið - kl. 11:10.