Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

227. fundur 21. júní 2013 kl. 08:15 - 10:30 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Ólafur Jónsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðgeir Hallur Heimisson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir
  • Óskar Gísli Sveinsson
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Starfsáætlun Fasteigna Akureyrarbæjar 2013

Málsnúmer 2013060191Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar starfsáætlun Fasteigna Akureyrarbæjar fyrir árið 2013.

2.KA heimili - hljóðdempun og hljóðkerfi

Málsnúmer 2013040006Vakta málsnúmer

Lagður fram verksamningur við Tónabúðina ehf um kaup á hljóðkerfi og uppsetningu þess.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir samninginn.

3.Sundlaug Grímseyjar - rakaskemmdir í þaki

Málsnúmer 2012050152Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 1 fyrir framkvæmdina.

4.Þórsstúka - þak yfir stúku

Málsnúmer 2013040257Vakta málsnúmer

Lögð fram samþykkt dags. 18. mars 2013 frá stjórn Knattspyrnusambands Íslands þess efnis að Þór yrði veitt leikheimild á Þórsvellinum í Pepsi-deild karla keppnistímabilið 2013 að gefnu því skilyrði að framkvæmdaáætlun um þak yfir stúku fyrir keppnistímabilið 2014 liggi fyrir eigi síðar en 1. júlí 2013.

Á undanförnum árum hefur Akureyrarbær byggt upp mjög góða aðstöðu til knattspyrnu-iðkunar. Má þar helst nefna Bogann, yfirbyggðan gervigrasvöll í fullri stærð, sem kostaði um 1,3 milljarða, nýr völlur og 1000 manna stúka á Þórsvelli, sem kostaði um 1,1 milljarða, 700 sæta stúka á Akureyrarvelli var endurbyggð og aðstaða löguð fyrir um 110 mkr.

Þann 19. júní sl. var svo vígður gervigrasvöllur í fullri stærð á KA-svæðinu fyrir um 260 mkr. allt á verðlagi júní 2013. Einnig hafa verið gerðir hefðbundnir gervigrasvellir við alla skóla bæjarins á árunum 2004-2009, nema í Hrísey og Grímsey, fyrir um 300 mkr á verðlagi júní 2013.
Það er því ljóst að byggt hefur verið upp fyrir knattspyrnuiðkun á undaförnum árum fyrir rúma 3 milljarða á verðlagi júní 2013. Áætla má að rekstur þessara mannvirkja kosti um 300 mkr. á ári.

Í gildandi framkvæmdaáætlun bæjarins fyrir árin 2013-2016 er gert ráð fyrir að verja um 750 mkr. til uppbyggingar æskulýðs- og íþróttamála. Í þeirri áætlun er ekki gert ráð fyrir þaki á Þórsstúkuna.

5.Hverfisnefnd Naustahverfis - fundargerðir 2013

Málsnúmer 2013010212Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð hverfisnefndar Naustahverfis dags. 21. maí 2013, sem bæjarráð 13. júní 2013 vísaði til Fasteigna Akureyrarbæjar og framkvæmdadeildar:
Bílastæðamál við Naustaskóla.
Hverfisnefnd og Skólaráð þurfa að fara í sameiginlegt átak við að fá þessi bílastæðamál í gegn. Því leggur hverfisnefnd enn og aftur áherslu á að ljúka frágangi við bílastæði við Naustaskóla og Naustatjörn ásamt sleppisvæðum við Kjarnagötu og Lækjartún fyrir skólabyrjun haustið 2013.

Bjarni Sigurðsson áheyrandafulltrúi A-lista lýsti yfir vanhæfi við umræðu og afgreiðslu þessa máls og vék af fundi.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar þakkar hverfisnefnd ábendinguna.

Á fundi sínum þann 7. júní sl. var unnið að endurskoðun framkvæmdaáætlunar og bætti stjórnin 30 milljónum króna við framkvæmdafé Naustaskóla, m.a. til að mæta kostnaði við lóðarfrágang.

6.Hverfisráð Grímseyjar - fundargerðir 2010-2020

Málsnúmer 2010070098Vakta málsnúmer

3. liður c) og f) í fundargerð almenns íbúafundar og aðalfundar hverfisráðs Grímseyjar dags. 23. maí 2013, sem bæjarráð 13. júní 2013 vísaði til Fasteigna Akureyrarbæjar:
c) Lóð í kringum Múla. Lóðina þyrfti að forma og móta. Einnig var minnt á margar ábendingar og óskir sem settar hafa verið fram um aðstöðu fyrir boltaleiki
eða sparkvöll. Bent á að leiktækin væru mörg orðin gömul og lúin og að nauðsynlega þyrfti að drena í kringum leikvöllinn.
f) Spurst var fyrir um afdrif erindis um að byggt yrði lítið íþróttahús við sundlaugina, þegar ljóst var að fara þyrfti í stórfellda viðgerð á henni. Bent var á að engin íþróttaaðstaða væri í eyjunni ( utan við sundlaugina) og að salurinn í Múla hentaði mjög illa til íþróttakennslu í skólanum. Bent var á að í þessu tilfelli og öðrum sem hverfisráð og íbúar sendu erindi, bærust engin svör frá deildum og nefndum bæjarins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar þakkar aðalfundi hverfisráðs Grímseyjar fyrir erindin.

Hvað varðar 3. lið c) er honum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014. Hvað varðar 3. lið f) er ekki gert ráð fyrir uppbyggingu íþróttaaðstöðu í Grímsey í gildandi framkvæmdaáætlun sem nær yfir árin 2013-2016.

7.Fundaráætlun stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar 2013

Málsnúmer 2012121112Vakta málsnúmer

Farið yfir fundaráætlun stjórnarinnar fyrir sumarið.

8.Verkfundargerðir FA 2013

Málsnúmer 2013010321Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:
KA svæði gervigrasvöllur: 13. verkfundur dags. 7. júní 2013.
Þórunnarstræti 99: 1. verkfundur dags. 6. júní 2013.

Fundi slitið - kl. 10:30.