Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

271. fundur 04. desember 2015 kl. 08:15 - 09:45 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri
  • Steindór Ívar Ívarsson verkefnastjóri viðhalds
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Íbúðalánasjóður býður til viðræðna um kaup á íbúðareignum sjóðsins á Akureyri

Málsnúmer 2015100064Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Íbúðarlánasjóði til sveitarstjórnar dagsett 8. október 2015 þar sem sjóðurinn býður sveitarfélaginu til viðræðna um kaup á eignum sjóðsins í sveitarfélaginu.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur framkvæmdastjóra að fara í viðræður við Íbúðalánasjóð.

2.Móttaka flóttamanna - verkefni Fasteigna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2015110037Vakta málsnúmer

Farið yfir þær upplýsingar sem liggja fyrir varðandi móttöku flóttamanna til Akureyrar og þau verkefni sem liggja fyrir hjá Fasteignum Akureyrarbæjar er það varðar.

3.Þórunnarstræti 99 - skammtíma- og skólavistun fyrir fatlað fólk

Málsnúmer 2012090189Vakta málsnúmer

Kynning á viðurkenningu fyrir gott aðgengi sem Fasteignum Akureyrarbæjar var afhent á alþjóðlega degi fatlaðra fimmtudaginn 3. desember sl.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar fagnar viðurkenningunni og því hvernig til tókst með framkvæmdina.
Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi V-lista mætti á fundinn kl. 08:30.

4.Efniskaup FA - útboð 2016

Málsnúmer 2015120016Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar útboðsgögn vegna efniskaupa útboðs hjá Fasteignum Akureyrarbæjar.

5.Hverfisráð Grímseyjar - fundargerðir 2010-2020

Málsnúmer 2010070098Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir 3. og 5. liður úr fundargerð hverfisráðs Grímseyjar dagsett 2. september 2015:
3.
Nýverið fengum við höfnun á beiðni um sparkvöll í eyna. Það þykir okkur afar leitt þar sem íþróttaaðstaða í eynni er engin og útileikjaaðstaða fyrir börn af afar skornum skammti. Tvö mörk eru á bletti fyrir utan félagsheimilið en í miðjum þeim "velli" er niðurfall og boltar fjúka gjarnan niður í fjöru. Það vantar sárlega bætta útiaðstöðu til leikja.
5.
Félagsheimilið í eynni þarfnast yfirferðar. Til að mynda er dúkurinn í salnum ónýtur og vandamál í lögnum.
Viðhald á Múla er á fjárhagsáætlun næsta árs og auk þess munu Fasteignir Akureyrarbæjar yfirfara leikskvæðið.

6.Verkfundargerðir FA 2015

Málsnúmer 2015010093Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:
Listasafn endurbætur: 6. og 7. fundur verkefnisliðs dagsettir 12. og 27. nóvember 2015.
NSK-ÍÞH: 9. og 10. verkfundur dagsettir 13. og 27. nóvember 2015.
Þ99 kjallari: 13.- 15. verkfundur dagsettir 9., 16. og 26. nóvember 2015.

Fundi slitið - kl. 09:45.