Bæjarráð

3368. fundur 16. maí 2013 kl. 09:00 - 12:05 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Halla Björk Reynisdóttir formaður
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson
 • Oddur Helgi Halldórsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
 • Sigurður Guðmundsson
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
 • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
 • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
 • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Hlíðarfjall - rekstur 2013

Málsnúmer 2013050073Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit um rekstur Hlíðarfjalls frá janúar til apríl 2013.
Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu mála.

2.Bæjarsjóður - yfirlit um rekstur 2013

Málsnúmer 2013040268Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til mars 2013.
Karl Frímannsson fræðslustjóri og Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri skóladeildar sátu fundinn undir þessum lið.

3.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir veturinn 2012-2013

Málsnúmer 2012010167Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 2. maí 2013. Fundargerðin er í 8 liðum.

Bæjarráð vísar 1. lið til bæjarlögmanns, 3. og 5.  lið til framkvæmdadeildar, 4. lið til skipulagsdeildar, 2., 6. og 7. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði og 8. lið vísað til starfshóps um fólkvang á Glerárdal.

4.Hverfisráð Grímseyjar - fundargerðir 2010-2020

Málsnúmer 2010070098Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 14. fundar hverfisráðs Grímseyjar dags. 23. mars 2013.
Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/grimsey/fundargerdir

1. og 2. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

Bæjarráð vísar 3., 4., 7. og 8. lið til framkvæmdadeildar.

5. lið er vísað til framkvæmdaráðs vegna gerðar fjárhagsáætlunar 2014.

6. lið er vísað til Hafnasamlags Norðurlands.

5.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 238., 239., 240. og 241. fundar stjórnar Eyþings dags. 23. janúar, 12. og 20. febrúar og 19. apríl 2013.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista vék af fundi kl. 10:55.

6.Landskerfi bókasafna hf - aðalfundur 2013

Málsnúmer 2012050086Vakta málsnúmer

Erindi dags. 10. maí 2013 frá Sveinbjörgu Sveinsdóttur framkvæmdastjóra f.h. stjórnar Landskerfis bókasafna hf, þar sem boðað er til aðalfundar félagsins föstudaginn 24. maí nk. að Höfðatúni 2 í Reykjavík 2. hæð kl. 14:30.

Bæjarráð felur Karli Guðmundssyni að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

7.Akureyri sem vetraráfangastaður

Málsnúmer 2013050037Vakta málsnúmer

Erindi dags. 6. maí 2013 frá Sigrúnu Björk Jakobsdóttur hótelstjóra Icelandair hótel Akureyri. Í erindinu greinir hún frá þeim áherslubreytingum sem átt hafa sér stað og munu halda áfram í markaðssetningu og kynningu á Akureyri sem heilsárs áfangastaðar og óskar hún jafnframt eftir viðbrögðum af hálfu bæjarins sem fyrst hvað varðar opnunartíma safna og afþreyingar hjá þeim fyrirtækjum og stofnunum sem undir bæinn heyra.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar stjórnar Akureyrarstofu.

8.Alþingiskosningar 2013

Málsnúmer 2013030028Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dags. 6. maí 2013 frá formanni kjörstjórnar Akureyrarkaupstaðar, Helgu G. Eymundsdóttur. Í bréfinu kemur fram að í Alþingiskosningunum sem fram fóru þann 27. apríl sl. þá hafi kjörfundur hafist á öllum kjörstöðum Akureyrarkaupstaðar kl. 09:00 og lauk kl. 22:00 á Akureyri, kl. 16:00 í Grímsey og kl. 18:00 í Hrísey.
Á kjörskrá voru 13.406 en á kjörstað á kjördag kusu 9.145. Utan kjörfundar greiddu atkvæði 1.755 þannig að samtals greiddu 10.900 atkvæði og kosningaþáttakan 81,31%.
Kjörfundur gekk mjög vel og sem endranær telur kjörstjórn ástæðu til að hrósa öllu starfsfólki sérstaklega fyrir þeirra framlag til kosninganna, en að venju var fumlaus framkoma þeirra og ósérhlífni við undirbúning og framgang kosninganna sem er lykill að velheppnaðri framkvæmd þeirra.

Bæjarráð þakkar kjörstjórn, undirkjörstjórnum og starfsmönnum framkvæmd og vel unnin störf.

9.Starfsmannamál - þróunarstjóri

Málsnúmer 2013050072Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram tillögu að nýju tímabundnu starfi þróunarstjóra starfsmannamála ásamt tillögu að starfslýsingu.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu með 4 atkvæðum gegn atkvæði Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista.

 

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir óskar bókað:

Fulltrúi Vinstri hreyfingar græns framboðs hefur fullan skilning á því að leysa þurfi flókin starfsmannamál innan bæjarkerfisins en í ljósi þröngrar fjárhagsstöðu bæjarsjóðs get ég ekki samþykkt að þenja út embættismannakerfi bæjarins að svo stöddu. Þá fer það alfarið gegn markmiðum bæjarstjórnar um opnari stjórnsýslu og faglegri vinnubrögð að auglýsa ekki nýjar stöður í æðstu stjórnlögum starfsmanna bæjarins. Þessi vinnubrögð fara gegn sannfæringu minni um bætta starfshætti við stjórnsýslu bæjarins og þess vegna get ég ekki samþykkt fyrirliggjandi tillögu. Að lokum minni ég á að í stefnuskrá L-listans var bæjarbúum lofað að "Öll störf hjá bænum verða auglýst" og þar er einnig sett fram markmiðið "Hagræðum í stjórnkerfi bæjarins með það að markmiði að einfalda yfirstjórnina." Það veldur því vonbrigðum að horfið hafi verið frá þessum ágætu og faglegu markmiðum meirihlutans.

 

Fulltrúar L-lista óska bókað:

Fulltrúar L-lista benda á að um tímabundna ráðningu er að ræða og gengur hún því hvorki gegn reglum sveitarfélagsins né stefnu L-listans.

Fundi slitið - kl. 12:05.