Oddeyri - tillaga að rammahluta aðalskipulags

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með tillögu að rammahluta aðalskipulags Akureyrar fyrir Oddeyri, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010  og umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Skipulagssvæðið afmarkast af Glerá í norðri, Glerárgötu í vestri, Strandgötu í suðri og til austurs nær svæðið að sjó. Í rammahluta aðalskipulagsins er lögð fram heildstæð stefna um þróun byggðar og er forsenda fyrir deiliskipulagsgerð einstakra reita á svæðinu.

Haldinn verður kynningarfundur í Oddeyrarskóla mánudaginn 8. maí kl. 17:00.  Íbúar og atvinnurekendur á svæðinu eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Tillaga að rammahlutanum, ásamt umhverfisskýrslu, er aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, frá 26. apríl til 7. júní 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig aðgengileg hér fyrir neðan:

Rammahluti aðalskipulags - Oddeyri

Breyting á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 7. júní og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

26. apríl 2017
            Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan